Síða 1 af 3

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 10:15:35
eftir Tóti
Það er búið að vera draumur hjá mér lengi að geta boðið upp á svona þjónustu.
Nú er þetta loksins orðið að veruleika.

Hér er brot af því besta sem ég gerði í sumar.
http://youtu.be/SxiVH_BBnwU

Hér er ég svo með Facebook síðu, það eru einhverjar myndir af þyrlunni í action. Endilega smellið á "like" ef þið viljið fylgjast með framhaldinu.
http://www.facebook.com/HeliFilms

Þórður Karl Einarsson

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 10:19:50
eftir Spitfire
Ótrúlega flott :cool:

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 10:46:53
eftir Agust
Frábært !

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 11:46:30
eftir Eysteinn
Glæsilegt hjá þér Þórður og til hamingju með þetta. Ég verð að fá að deila þessu :)

Kveðja,

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 13:58:26
eftir Haraldur
Þetta er hrikalega flott. Þegar ég sá þyrluskoðið í nýja þættinum hans Bubba (Beint frá býli) þá hugsaði ég strax, þetta hefur Tóti gert.

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 14:03:39
eftir Björn G Leifsson
Æðislegt.
Ekki slæmt þegar hægt er að sameina dellu og vinnu. Væri gaman að fá smá upplýsingar um útbúnaðinn. Ertu t.d. með einhvern stöðugleikabúnað á þyrlunni?

Bara að löggjafinn fari svo ekki að andskotast í þessu. Var að sjá það á netinu að í Belgíu er bannað með lögum að fljúga með myndavél utan samþykktra módelflugvalla. Hvort sem er til gamans eða vinnu.

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 14:56:52
eftir Tóti
[quote=Björn G Leifsson]Æðislegt.
Ekki slæmt þegar hægt er að sameina dellu og vinnu. Væri gaman að fá smá upplýsingar um útbúnaðinn. Ertu t.d. með einhvern stöðugleikabúnað á þyrlunni?[/quote]

Já ég er með flybarless system með horizontal stabilisation og "rescue mode" ef maður skildi missa orientation.

[quote=Björn G Leifsson]
Bara að löggjafinn fari svo ekki að andskotast í þessu. Var að sjá það á netinu að í Belgíu er bannað með lögum að fljúga með myndavél utan samþykktra módelflugvalla. Hvort sem er til gamans eða vinnu.[/quote]

Reyndar mundi ég sjálfur vilja að löggjafinn færi að setja einhverjar reglur um notkun á svona búnaði. Ég veit til þess að þær eru á leiðinn í flestum löndum með hinum og þessum takmörkunum. Ég vona hins vegar að þetta verði aldrei bannað með öllu.

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 18:24:10
eftir Ingimundur
Verulega flottar myndir,

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 18:31:31
eftir Ingimundur
Sæll.Þórður. Þetta eru verulega flottar myndir hjá þér.
Mig vantar kennslu í að fljúga svona verkfæri, ég á Raptor 50 vél sem ég hef verið að hugsa um að selja.
bæði vegna tímaskorts og líka það að mig vantar kennslu því hermirinn er ekki allt, þó góður sé.
Ingimundur.
Módelsmiðju Vestfjarða Patreksfirði.

Re: Myndataka úr fjarstýrðri þyrlu

Póstað: 15. Sep. 2012 18:49:25
eftir Tóti
[quote=Ingimundur]Sæll.Þórður. Þetta eru verulega flottar myndir hjá þér.
Mig vantar kennslu í að fljúga svona verkfæri, ég á Raptor 50 vél sem ég hef verið að hugsa um að selja.
bæði vegna tímaskorts og líka það að mig vantar kennslu því hermirinn er ekki allt, þó góður sé.
Ingimundur.
Módelsmiðju Vestfjarða Patreksfirði.[/quote]

Eina ráðið sem ég get gefið þér er að fara í herminn daglega í allan vetur :) Þannig lærð ég að fljúga þyrlu. Ég átti bara stýringu og hermi í 8 mánuði áður en ég keypti þyrlu. Þá fór ég út á völl og gat nánast flogið á alla kanta.
Ég veit að það er hrikalega leiðinlegt að hanga í hermi og geta ekkert, en það er fljótlegasta leiðin. Sjálfur þarf ég að pína mig til að fara í herminn til að læra eitthvað nýtt, vegna þess að það er farið að taka mig svo langan tíma. Ef þú hefur ekki óendanlegan tíma til að setja í þetta, á þetta eftir að taka þig langan tíma að læra.