Stryker F-27Q PNP

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Agust »

Þessi kom inn um bréfalúguna s.l. föstudag í kassa sem var um 110 x 75 x 15 cm.

Stryker F-27Q PNP

Mynd

Ég þarf aðeins að líma stélið á, tengja viðtækið, setja í batterí og stilla fjarstýringuna. Ætla þó að gefa mér tíma til að dunda við það.

http://www.parkzone.com/Products/Defaul ... ID=PKZ5675

Af einhverjum ástæðum var hleðslutæki með í kassanum.

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11463
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Sverrir »

Til lukku, verður gaman að sjá þessa.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Agust]Þessi kom inn um bréfalúguna s.l. föstudag í kassa sem var um 110 x 75 x 15 cm.

Stryker F-27Q PNP

[/quote]
Ég þarf að fá mér svona bréfalúgu, maður lifandi!
kv.
GBG
Passamynd
Jackson
Póstar: 23
Skráður: 23. Jan. 2012 20:54:06

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Jackson »

Nice! Ég á eina svona, snilldar vél en endist samt frekar stutt eða bara um 4-5 mínútur.
Mæli samt með því að kasta ekki eins og þeir segja því ég reyndi það fyrst og hún fór beint á nefið og það beyglaðist. Eftir það hef ég bara alltaf kastað henni með því að halda ofarlega á vinstri vængnum með vinstri hendi, læt hana í botn og kasta henni lauslega áfram og þá flýgur hún bara sjálf úr höndunum á manni. Hefur alltaf virkað hjá mér allavega hingað til.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Jónas J »

Nice að eiga svona góða bréfalúgu :P
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Agust »

Ef ykkur langar í svona bréfalúgu, þá eru hér leiðbeiningar:

Algeng breidd á útihurðum er 80cm. Ef þið eigið stingsög, sem ég reikna fastlega með, þá skuluð þið saga lárétt op í hurðina um það bil 800mm frá gólfi. Stærð opsins á að vera 750 x 150mm. Munið eftir að skilja eftir a.m.k. 25 mm beggja vegna. Þetta er nauðsynlegt að gera til þess að þéttilistarnir í hurðarkarminum komi að notum. Sagið siðan plötu úr 5mm krossvið og hafið hana heldur stærri en opið, eða 770 x 170mm. Festið hana á hurðina utanverða með lömum að ofanverðu. Nú má bæsa krossviðinn í sama lit og hurðin, þ.e. annað hvort tekk eða mahony lit, en það er gert til þess að minna beri á þessari fallegu og nytsömu póstlúgu. Gleymið ekki að skrifa nafn ykkar með stórum prentstöfum á krossviðarplötuna, og gætið þess að gera það á þá hlið sem nýr út á götu.

Síðan skuluð þið fara á netið og panta ykkur F-27Q. Bíðið síðan rólegir þar til Strykerinn kemur svífandi inn.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Agust »

[quote=Jackson]Nice! Ég á eina svona, snilldar vél en endist samt frekar stutt eða bara um 4-5 mínútur.
Mæli samt með því að kasta ekki eins og þeir segja því ég reyndi það fyrst og hún fór beint á nefið og það beyglaðist. Eftir það hef ég bara alltaf kastað henni með því að halda ofarlega á vinstri vængnum með vinstri hendi, læt hana í botn og kasta henni lauslega áfram og þá flýgur hún bara sjálf úr höndunum á manni. Hefur alltaf virkað hjá mér allavega hingað til.[/quote]



Jackson, Svona ferð þú líklega að við flugtakið:

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Agust]Ef ykkur langar í svona bréfalúgu, þá eru hér leiðbeiningar:

Algeng breidd á útihurðum er 80cm. Ef þið eigið stingsög, sem ég reikna fastlega með, þá skuluð þið saga lárétt op í hurðina um það bil 800mm frá gólfi. Stærð opsins á að vera 750 x 150mm. Munið eftir að skilja eftir a.m.k. 25 mm beggja vegna. Þetta er nauðsynlegt að gera til þess að þéttilistarnir í hurðarkarminum komi að notum. Sagið siðan plötu úr 5mm krossvið og hafið hana heldur stærri en opið, eða 770 x 170mm. Festið hana á hurðina utanverða með lömum að ofanverðu. Nú má bæsa krossviðinn í sama lit og hurðin, þ.e. annað hvort tekk eða mahony lit, en það er gert til þess að minna beri á þessari fallegu og nytsömu póstlúgu. Gleymið ekki að skrifa nafn ykkar með stórum prentstöfum á krossviðarplötuna, og gætið þess að gera það á þá hlið sem nýr út á götu.

Síðan skuluð þið fara á netið og panta ykkur F-27Q. Bíðið síðan rólegir þar til Strykerinn kemur svífandi inn.[/quote]

Er að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að panta vélina fyrst og fara svo að saga? :rolleyes:
Ég má svo benda á þig Ágúst varðandi skýringar, ef konan mín fer eitthvað að setja út á framkvæmdirnar? :cool:
Hún á það til að kvarta þegar ég fæ svona snilldarhugmyndir og fer að tefja fyrir mér. :(
Þá er lúgan kanski ekki tilbúin þegar vélin kemur!
Kanski er best að saga fyrst? :P
kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Jackson
Póstar: 23
Skráður: 23. Jan. 2012 20:54:06

Re: Stryker F-27Q PNP

Póstur eftir Jackson »

Nei en þessi aðferð virkar örugglega alveg vel líka en ég hendi alltaf svona:


Þá er maður líka tilbúinn með hægri á fjarstýringunni, bara að passa að hún snúist ekki eins og frisbee diskur.
Svara