Gimp (www.gimp.org) er frítt, öflugt og virkilega gott til heimabrúks. Það er mjög einfalt að minnka myndir í því
Svo eru líka online myndvinnsluforrit á borð við www.pixlr.com en ég hef ekki reynslu af þeim.
Kv,
Árni H
Re: Endalaus vandræði
Póstað: 25. Sep. 2012 18:57:27
eftir Gaui
Ég mæli með Gimp.
Re: Endalaus vandræði
Póstað: 25. Sep. 2012 19:02:34
eftir Sverrir
Kann hann myndvinnslu?
Re: Endalaus vandræði
Póstað: 25. Sep. 2012 19:29:27
eftir Agust
Picasa er mjög einfalt í notkun og ókeypis. Auðvelt að minnka myndir með "export".
Vandað forrit, enda frá Google.
Re: Endalaus vandræði
Póstað: 25. Sep. 2012 19:31:44
eftir hrafnkell
Gimp myndi ég segja vera ansi mikið overkill til að minnka myndir Það er þægilegt að nota t.d. bara imgur.com til að minnka myndirnar, en einnig er hægt að fá smáforrit þar sem valmöguleiki um að minnka myndir kemur upp þegar maður hægriklikkar á þær.
Re: Endalaus vandræði
Póstað: 25. Sep. 2012 19:44:47
eftir Árni H
Patróni - í picasa skaltu velja myndina/myndirnar sem þú ætlar að minnka, velur svo export og þar stillirðu á 800 eða 1024 í Resize to glugganum (allt eftir því hvað þú vilt að myndin birtist stór á skjánum), svo velurðu Minimum undir image quality og að lokum velurðu Export .
Myndina ættirðu svo að finna undir My pictures inni í My Pictures\Picasa\Exports í möppu merktri dagsetningunni sem myndin var tekin. Þetta ætti að duga en annars fiktarðu bara í þessum stillingum þangað til dæmið gengur upp!
Kv,
Árni H
Re: Endalaus vandræði
Póstað: 25. Sep. 2012 19:44:49
eftir Sverrir
[quote=hrafnkell]...en einnig er hægt að fá smáforrit þar sem valmöguleiki um að minnka myndir kemur upp þegar maður hægriklikkar á þær.[/quote]
Prish virkar þannig.
Re: Endalaus vandræði
Póstað: 25. Sep. 2012 20:05:04
eftir Pitts boy
Klárlega kostur við Picasa að maður velur allar myndir sem maður ætlar að setja á netið í einu, hvort sem maður ætlar að hafa þær eina, fimm eða fimmtíu og smellir á export veit ekki með hin forritinn. Picasa er snilld þegar maður er byrjar að nora það. Mæli með því
Góð lýsing hjá Árna en Þú rörið (Youtube) hefur líka svör við öllu