Cessna Cardinal

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Cessna Cardinal

Póstur eftir Þórir T »

Sælir

Ég hafði að á orði við ritstjórann að mér fyndist þetta varla passa inní þennan þráð, þar sem ég kem ekki auga á "smíðina" í þessu kitti.
En hvað um það, hann krafðist skýrslu og hér kemur hún, þetta er semsagt ARF plast Kit af Cessnu Cardinal.
Í okkar félagi eru til amk 2 svona vélar fyrir, önnur fékk sprautumeðferð, hin ekki. Báðar þær vélar finnst mér koma mjög vel út og því var ég
aðeins tvístígandi yfir því hvað ég myndi gera þar sem stefnan hjá mér var og er sú að setja hana á flot og ýmis sérverkefni.

Henti henni semsagt saman á ca 2 tímum og var ég í hálfgerðum Fischer Price fíling, plast og smellt og lím hér og lím þar.. ferlega skrítið....
Síðan fór varð það niðurstaðan að sprauta kvikindið og gera þar með smá tilraun með slík mál.

Byrjuðum á að matta hana aðeins niður með 400 pappír og slípimottum, ekki þarf að nefna að áður voru allar plast misfellur úr smíðamótunum slípaðar niður.
Síðan var hún grunnuð með sérstökum plastgrunn sem sér um að lakkið tolli á.
Þar næst var settur á hana litur og loks glæra með teygjuefni í.
Látið þorna og svo var tækjum og mótor smellt í. Verð að segja það að þetta er bara bráðskemmtilegt verkefni.
Læt mynda syrpuna fylgja með.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Þar hafiði það, svona gerðist það í þetta skiptið...

mbk
Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cessna Cardinal

Póstur eftir Sverrir »

Stórglæsilegt :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Cessna Cardinal

Póstur eftir Gaui K »

Já þetta er bara að koma helv... vel út er reynadra búinn að fara á staðinn og kíkja á gripin og leist nú bara vel á.Þetta er huggulegasta vél og verður eflaust enn flottari á flugi.
Gott.

kv,Gaui.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Cessna Cardinal

Póstur eftir kip »

Svalt, mjögsvo
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara