Re: Dropbox er snilld...
Póstað: 3. Okt. 2012 10:19:45
Þetta á kannski ekki heima hér, og þó... Ég nota þetta galdratæki fyrir dellurnar mínar, þar með talið flugmódel...
Ég hef notað Dropbox í marga mánuði og líkar vel. Þetta er stórsniðugt tæki sem hentar flestum.
Hvað er Dropbox?
Dropbox er lítið forrit sem hægt er að hafa í öllum tölvunum sem maður hefur aðgang að og er notað til að geyma gögn sem maður getur nálgast nánast hvar sem er.
Ég er með Dropbox í heimilstölvunni, ferðatölvunni, vinnutölvunni, iPad og iPhone. Ef ég hendi skjali í Dropbox í einhverju þessara tækja, þá birtist það nánast samstundis í hinum. Ég er orðinn svo háður því að mér finnst það ómissandi.
Ef ég hendi skjali í ákveðna möppu sem kallast Public í Dropbox, þá get ég leyft öllum að nálgast það. Til dæmis þetta skjal sem ég setti í Dropboxið mitt: https://dl.dropbox.com/u/32518403/Model ... rticle.pdf. Þetta er því nánast eins og að vera með prívat netþjón.
Ef ég er staddur t.d. erlendis þá get ég farið í hvaða nettengda tölvu sem er og opnað Dropboxið mitt og sótt eða hlaðið niður gögnum. Til þess fer ég inn á Dropbox.com og gef upp username/password.
Ef menn eru að vinna í hópverkefni, þá geta menn notað sameiginlegt Dropbox. Það gæti því hentað t.d. módelklúbbum að hafa aðgang að Dropboxi fyrir eins konar bókasafn. Ég er í nefnd um notkun jarðvarma. Þar notum við Dropbox til að safna saman skjölum. Þetta Dropbox samtengdi ég við mitt eigið þannig að það birtist sem mappa í því.
Dropbox er ókeypis ef maður lætur sér nægja 2 Gb. Sjá https://www.dropbox.com/. Þar er hægt að lesa sér til um þetta snilldarforrit sem er einstaklega auðvelt í notkun.
Ég hef notað Dropbox í marga mánuði og líkar vel. Þetta er stórsniðugt tæki sem hentar flestum.
Hvað er Dropbox?
Dropbox er lítið forrit sem hægt er að hafa í öllum tölvunum sem maður hefur aðgang að og er notað til að geyma gögn sem maður getur nálgast nánast hvar sem er.
Ég er með Dropbox í heimilstölvunni, ferðatölvunni, vinnutölvunni, iPad og iPhone. Ef ég hendi skjali í Dropbox í einhverju þessara tækja, þá birtist það nánast samstundis í hinum. Ég er orðinn svo háður því að mér finnst það ómissandi.
Ef ég hendi skjali í ákveðna möppu sem kallast Public í Dropbox, þá get ég leyft öllum að nálgast það. Til dæmis þetta skjal sem ég setti í Dropboxið mitt: https://dl.dropbox.com/u/32518403/Model ... rticle.pdf. Þetta er því nánast eins og að vera með prívat netþjón.
Ef ég er staddur t.d. erlendis þá get ég farið í hvaða nettengda tölvu sem er og opnað Dropboxið mitt og sótt eða hlaðið niður gögnum. Til þess fer ég inn á Dropbox.com og gef upp username/password.
Ef menn eru að vinna í hópverkefni, þá geta menn notað sameiginlegt Dropbox. Það gæti því hentað t.d. módelklúbbum að hafa aðgang að Dropboxi fyrir eins konar bókasafn. Ég er í nefnd um notkun jarðvarma. Þar notum við Dropbox til að safna saman skjölum. Þetta Dropbox samtengdi ég við mitt eigið þannig að það birtist sem mappa í því.
Dropbox er ókeypis ef maður lætur sér nægja 2 Gb. Sjá https://www.dropbox.com/. Þar er hægt að lesa sér til um þetta snilldarforrit sem er einstaklega auðvelt í notkun.