GoPro Hero 3

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir raRaRa »

Jæja, núna er GoPro Hero 3 að koma út!

Mynd

Þessi nýja GoPro Hero 3 vél er:

30% minni.
25% léttari.
2x öflugri.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir þá sem vilja setja GoPro á flugmódelið sitt. Bæði er myndavélin minni og léttari :)

Það eru hinsvegar 3 útgáfur af GoPro Hero 3, hægt er að sjá muninn á þeim á vefsíðu GoPro:
http://gopro.com/hd-hero3-cameras

White Edition er eins og GoPro 1 nema 30% minni, 25% léttari og hefur innbyggt WiFi.
Silver Edition er eins og White Edition nema hefur allt sem GoPro 2 hefur að bjóða.
Black Edition bíður upp á:
4kp 12 fps, 2.7kp 30 fps
1440p48/1080p60/720p120 fps
12MP / 30 fps Burst
Wi-Fi Built-In
Wi-Fi Remote Included
GoPro App Compatible
Pro Low-Light Performance

En já mig langaði bara að deila þessu.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5702
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir maggikri »

Var einmitt að fá póst frá þeim. Hún er ekki komin í almenna sölu ennþá bara pre order. Þessi er flott. Þessi er sennilega betri í neðansjávarmyndatökum.

Þú svaraðir aldrei póstinum mínum.

" Hvernig er Bixlerinn með GOPRO myndavél einungis í nefinu?
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6672&p=2

kv
MK
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir Björn G Leifsson »

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir hrafnkell »

ahhh. Mikið er ég glaður að vera ekki búinn að splæsa í hd2 :) Ég á hd1 fyrir, en get vel hugsað mér 1080p 60fps og fleira góðmeti.

Þetta lítur svolítið spennandi út. Ógeðslega flott promo myndband líka, eins og venjulega frá gopro.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3675
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir Gaui »

Greinilega ekki fyrir kyrrsetumann eins og mig !

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir Þórir T »

Er einhver kominn með Hero 3???

Ég á nefnilega til eina nýja orginal Gopro aukarafhlöðu sem ég get ekki notað, ef einhver gæti nýtt sér hana..
Var keypt fyrir mig úti í USA og rangt afgreidd hjá búðarkallinum...


Mynd


Þórir 892-3957
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir hrafnkell »

Ég fékk mína (black) í seinustu viku... Hvað viltu fyrir rafhlöðuna?
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir Þórir T »

Bara það sama og hún kostaði úti 25 evrur sem gera þá 4000 kall..
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir Valgeir »

það eru ekki sama battery í 2 og 3, svona til að losna við óþarfa misskilning
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: GoPro Hero 3

Póstur eftir Þórir T »

Þess vegna byrjaði ég einmitt póstinn minn á að spyrja hvort einhver væri kominn með
Hero 3 :)

Þetta er semsagt rafhlaða í HERO 3
Svara