Í Slippnum

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Gaui »

Það var margt um manninn í Slippnum eins og venjulega á fimmtudögum. Hér eru nokkrar yfirlitsmyndir.

Gummi og Bendi hengdu upp ljós fyrir Árna og Mumma. Nú geta þeir séð til að smíða.

Mynd

Og Mummi byrjaði strax á að gera Ugly Fokker tilbúinn undir flug.

Mynd

Á meðan skoðaði Árni teikningu af Spitfire frá Hijhuis ásamt Óla og Þorsteini. Aldrei að vita nema hann skelli sér i að setja hann saman (Spitfire-inn, það er að segja) .

Mynd

Og Siggi var búinn að fá eihverja handverkskonu í Slippnum til að handmála myndina á hliðarstýrið af Tigernum. Frekar flott verð ég að segja.

Mynd

Ég byrjaði að klæða vængina af Grunau Baby með Solartex. Þetta er annað hallastýrið.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Skrýtið, þegar ég skoða þessar myndir þá dúndrar í höfðinu á mér músíkin úr Disneyteiknimyndinni eldgömlu um verkstæði jólasveinanna :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Gaui »

Það er nú í lagi á meðan það eru ekki þeir félagar Pat og Mat.



:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Gaui »

Það var líf og fjör í Slippnum í dag. Hér eru myndir:

Gummi fékk nokkur servó frá Kínakalli, en eitt þeirra virkaði ekki. Nánari skoðun sýndi að einn vírinn í mótorinn var bara límdur á með einhverri klessu !!

Mynd

Þær kínakellingar hafa líklega notað svona smækkunargler og því ekki tekið eftir þessari handvömm. Spurningin er hvort hægt sé að treysta hinum servóunum??

Mynd

Knútur prófaði þyrlu fyrir einhvern áhugasamanog stillti hana af.

Mynd

Ballli er byrjaður að efna niður í draumavélina: AT6 Harvard!!

Mynd

Seinni vængurinn á Bird Dog er að fæðast hjá Óla

Mynd

Siggi er enn að dunda sér við Tigerinn. Nú er hann að festa miðjukassann í stjórnklefann með servóum fyrir hæðar- og hliðarstýri.

Mynd

Það komu tveir litlir prinsar í Slippinn í dag og það fór bara ágætlega á með þeim. Tumi og Nói ræða málefni flugmódelíþróttarinnar.

Mynd

Tumi er búinn að koma sér þægilega fyrir undir borðinu hans Benda og Nói öfundar hann helling af henni. Spurning hvort hann fær að setja hillu undir borðið hans Óla.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Árni H »

Það var heilmikið líf í slippnum í kvöld:

Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Gaui »

Nokkrar svipmyndir úr slippnum í kvöld:

Ásgrímur er enn að strauja Sky 40.

Mynd

Texaninn er að fæðast hjá Baldvin.

Mynd

Það erfiðasta við að sauma klæðningu á væng er að hitta í nálaraugað.

Mynd

Það hefur greinlega áhrif á geðheilsuna að mæta í Slippinn á fimmtudögum.

Mynd

Annars gróf Árni upp svifflugu sem heitir Bullet og ætlar að gera eitthvað við hana.

Mynd

Bendi er enn að fást við þessa litlu tvíþekju.

Mynd

Og Tigerinn er að fæðast hjá Sigga. Gæti samt tekið smá tíma í viðbót.

Mynd

Og Sveinbjörn límdi saman vænginn á Farhand. Nokkuð stór vængur!

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Jónas J »

Gaman að sjá kraftin í norðanmönnum, hörku gangur í smíðunum hjá ykkur ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote= Gaui]Annars gróf Árni upp svifflugu sem heitir Bullet og ætlar að gera eitthvað við hana.[/quote]

Hann ætlar þó ekki að mála bletti á hana??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Árni H »

Góð hugmynd.... - naaaaaaaaaaaah, held ekki :D

Annars hef ég alltaf verið svag fyrir svifflugunum úr seinni heimsstyrjöld og langar að smíða þannig einn góðan veðurdag. Mér finnst Horsa til dæmis flott:



Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Í Slippnum

Póstur eftir Gaui »

Nokkrar myndir teknar í Slippnum á fimmtudaginn. Það eru Litlu Jólin hjá okkur í kvöld og hugsanlega verða teknar myndir.

Þeir voru eitthvað að flippa þessum ?ótor, en hann fór ekki í gang. Hvers vegna?
Mynd

Vængurinn á Birddog er flottur
Mynd

Vængmiðjan á Texan að byrja ferilinn
Mynd

og enn er dúllað við þann gula
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara