Síða 1 af 1

Re: Ardipilot APM2.0 vandamál

Póstað: 4. Nóv. 2012 17:49:19
eftir Bquist
Sælir, er einhver hér sem að á eða veit um einhvern sem á ardupilot APM 2.0 sjálfstýringu/autopilot? ég lenti nefnilega í einhverju stórfurðulegu þegar að ég uppfærði firmware á mínu þá gat ég ekki lengur tengst við það með Mission Planner svo að ég "downgrade-aði" aftur í eldra firmware og get núna tengst en fjarstýringin sýnir engin viðbrögð hvorki í mission planner né í raunveruleikanum (servo hreyfast ekki) og þegar ég tengi það og geri "connect" í mission planner þá stendur alltaf "Disarmed"...

var bara að spá hvort að það ætti einhver annar svona bretti til að prófa við hliðina á þessu til að finna kanski út hvað sé að, ég stend alveg á gati :O búinn að vera alla helgina nánast að reyna að finna út úr þessu

það er semsagt svona bretti sem ég er að leita að https://store.diydrones.com/APM_2_0_Kit ... ega-03.htm

Re: Ardipilot APM2.0 vandamál

Póstað: 4. Nóv. 2012 18:36:36
eftir Björn G Leifsson
Geri ráð fyrir að þú sért í ArduPlane (talar um servóhreyfingar) ekki ArduCopter.
Ertu búinn að fara í gegnum "Troubleshooting" í handbókinni?

Eitt sem yfirleitt þarf að gera er að tæma EPROM minnið áður en uppfært er í nýrri útgáfu.
Forritin, sérstaklega Mission Planner hefur verið í stöðugri þróun og ég hef ekki haft tíma til að fylgjast með upp á síðkastið og man því hreinlega ekki hvernig maður gerir þetta. Leitaðu að "erase eprom" eða "reset eprom" á diydrones vefnum og lestu gegnum umræðurnar þar sem þetta kemur fyrir. Fólk er oft að hnjóta um þetta vandamál.

Annað er að á APM 2.x borðunum er minniskort sem getur að mér skilst læst sér og þarf þá að endursetja (initialize) Gæti verið það sem þú ert að upplifa?

ArduPilot "kerfin" eru opinn vél og hugbúnaður sem er í stöðugri þróun og því aldrei gallalaust.
Þess vegna er ekki alltaf best að uppfæra í næstu útgáfu ef maður er búinn að fá núverandi til að virka vel. Oft betra að bíða, fylgjast með umræðunni og láta spekingana leiðrétta helstu villurnar áður en maður uppfærir sjálfur.

Re: Ardipilot APM2.0 vandamál

Póstað: 4. Nóv. 2012 18:55:31
eftir Bquist
[quote=Björn G Leifsson]Geri ráð fyrir að þú sért í ArduPlane (talar um servóhreyfingar) ekki ArduCopter.
Ertu búinn að fara í gegnum "Troubleshooting" í handbókinni?

Eitt sem yfirleitt þarf að gera er að tæma EPROM minnið áður en uppfært er í nýrri útgáfu.
Forritin, sérstaklega Mission Planner hefur verið í stöðugri þróun og ég hef ekki haft tíma til að fylgjast með upp á síðkastið og man því hreinlega ekki hvernig maður gerir þetta. Leitaðu að "erase eprom" eða "reset eprom" á diydrones vefnum og lestu gegnum umræðurnar þar sem þetta kemur fyrir. Fólk er oft að hnjóta um þetta vandamál.

Annað er að á APM 2.x borðunum er minniskort sem getur að mér skilst læst sér og þarf þá að endursetja (initialize) Gæti verið það sem þú ert að upplifa?

ArduPilot "kerfin" eru opinn vél og hugbúnaður sem er í stöðugri þróun og því aldrei gallalaust.
Þess vegna er ekki alltaf best að uppfæra í næstu útgáfu ef maður er búinn að fá núverandi til að virka vel. Oft betra að bíða, fylgjast með umræðunni og láta spekingana leiðrétta helstu villurnar áður en maður uppfærir sjálfur.[/quote]


ég tók data flash kortið úr og núna get ég tengst (notað connect í MP), í fyrstu virkaði fjarstýringin þó ekki, en þegar ég tengdi í annað og þriðja (prófaði nokkrum sinnum) skiftið þá virkar fjarstýringin.... úffff oft er það bara einhvað smotterý sem er að hrjá mann en HRIKALEGA er ég feginn að þetta er farið að virka aftur. TAKK kærlega fyrir, þetta var mikill léttir :)

p.s.
hvaða útgáfu af APM ert þú með? ertu með 2.0, 2.5 eða 1.0 eða e-ð annað?

Re: Ardipilot APM2.0 vandamál

Póstað: 4. Nóv. 2012 19:06:34
eftir Björn G Leifsson
[quote=Bquist]

p.s.
hvaða útgáfu af APM ert þú með? ertu með 2.0, 2.5 eða 1.0 eða e-ð annað?[/quote]

Á bæði 1.0 og 2.0 :)

Þú átt að geta fundið leiðbeiningar á DIYdrones vefnum um hvernig þú endursetur (initialize) flash-kortið.

Re: Ardipilot APM2.0 vandamál

Póstað: 4. Nóv. 2012 23:17:33
eftir Bquist
ég er búinn að vera að leita á fullu á diydrones.com og alveg búinn að finna leiðbeiningar sem segja til um hvernig eigi að reformatta dataflash kortið, stendur að maður eigi að hafa kortið í og þegar maður stignur í samband þá á maður að opna "terminal" gluggann í apm og það teki einhverjar 5 -10 mínútur... þegar ég geri þetta þá kemur strax í terminal gluggan ereasing logs og erase completa á ca. 10 sekúndum, svo gerist ekkert meira og það er ennþá sama vandamálið... sendi fyrir spurn inn á diydrones á 2 stöðum allavega um þetta þar sem að ég sá að nokkrir voru með sama eða svipað vandamál en það var samt eins og enginn lausn, eða enginn af þráðunum endaði á því að það væri sagt hvernig hefði átt að leisa vandann. Svo er reyndar annað... gat ekki séð það skýrt á diydrones, hefur maður eitthvað að gera við dataflash kortið ef maður hefur ekki áhuga á að skoða log fælana? er e-ð annað en log fælar geymt á kortinu?