Nafnalistinn

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11494
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Sverrir »

Sumir voru að lenda í vandræðum með að senda inn jpg myndir.
Eftir langa og stranga rannsóknarvinnu fannst lausnin á þessu og
biðst ég velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa
valdið mönnum.

Endilega látið mig vita ef þið lendið í e-m vandræðum í framtíðinni.

Tæknilega útskýringin...
Sumar myndir virðast koma sem pjpeg á serverinn en kerfið gerði bara ráð fyrir jpeg eða gif en eftir að þetta var lagfært þá á allt að virka eins og í sögu.

Nánari útskýringu á mismuninum á milli þessara gerða af skrám er að finna hérna.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Agust »

Þakka þér fyrir framtakið Sverrir. Það er mikið gagn af svona nafnalista. Mér hefur alltaf þótt óþægilegt að hitta sömu mennina aftur og aftur og vera orðinn málkunnugur þeim, en þekkja ekkert annað en andlitið.

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11494
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Sverrir »

Já við skulum vona að þetta gagnist mönnum í leik og starfi. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Böðvar »

Sæll Sverrir

þú sagðir á póstlistanum frá nýjungum hér á fréttavef flugmódelmanna, að hægt væri að smella á nafnið við mynd á nafnalistanum og fara þá inn á aðra síðu ? Er þá möguleiki að útbúa undirsíður á fréttavefnum sem hver og einn á nafnalistanum væri með og gæti þá sagt örlítið frá sjálfum sér í tengslum við flugmódelin,

Það væri gott ef það væri hægt að setja inn myndir á þessar undirsíður
því margir eiga myndir þem engin veit að eru til nema þeir sjálfir.

Þú er sérfræðingurinn í að vefa heimasíður og tengingar ég veit lítið um þá hluti, það væri gaman ef þú gætir skýrt þetta betur út sem þú varst að segja um þetta.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11494
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Sverrir »

Sæll Böðvar

Jú það er hægt að forrita margt á vefnum og þar á meðal mætti útfæra þetta e-ð á þessa leið. Til að notendur gætu gert þetta þá þyrftu þeir annað hvort að skrá sig inn og fá þá aðgang að þessum möguleika eða þá að senda inn upplýsingar og ég myndi sjá um að koma þeim í rétt form.

Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekki farinn að hugsa þetta svona langt en þetta er ágætis hugmynd hjá þér og sjálfsagt að skoða hana nánar og jafnvel útfæra hana.

Það gæti jafnvel bara borgað sig að breyta skráningarforminu og leyfa mönnum að slá inn e-n textabút um sig sem myndi svo birtast undir þeirra síðu. Með það að senda inn myndir á þessar síður þá væri ég tilbúinn að skoða það en ég hugsa að ég myndi takmarka það við 2 myndir per aðila, það væri frekar að setja upp myndasíðu og leyfa mönnum að senda inn myndir sem yrðu svo birtar þegar það væri búið að samþykkja þær af stjórnendum vefsins.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég er sérstaklega hrifinn af "konseptinu" sem er komið upp á The Pits" vefnum.
Allir eru skráðir undir fullu nafni og með mynd sem sýnir andlit viðkomandi.
Myndin (og nafnið) birtist með hvejru meili.
Ekki höfum við mikið að fela ... eða hvað???

Spjallvefur sem þessi er eitthvað það gagnlegasta sem svona hobbí eins og okkar getur hugsað sér.
Við skiptumst á upplýsingum, hugmyndum, fróðleik,,,, og hvað það nú getur kallast.
Um leið kynnumst við hver öðrum...
og svo... ef ég á leið á völllinn hjá, til dæmis Suðurnesjamönnum þá þekki ég bæði karaktera og andlit og get gengið hreint til verks og rætt við menn án þess að fara í allt of mikla kynningarvinnu fyrst.

Mín tillaga er að íslenskir módelflugmenn(konur) komi sér saman um einn vef þar sem ofangreind skilyrði um mynd og nafn gilda og noti hann óspart til skoðpana- og skilaboðaskipta.n Kannski hentar þessi hér?

Sverrir! - tvær spurningar...

1) geturðu haldið út þessum vef um fyrirsjáanlega framtíð?
2)Er hægt að koma því fyrri þannig að mynd ("avitar") birtist með hverju innleggi??? og í framhaldi af því - er grundvöllur fyrir því að krefjast þess að hver og einn skrifi undir fullu nafni, þ.e. að notandanafn sé fullt nafn?


Bestu kveðjur

Björn Geir
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11494
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Sverrir »

Sæll

1) Já með góðra manna hjálp þá ætti þetta að hafast, plássleysi fer ekki að hrjá mig á næstunni þannig að sú hlið jöfnunnar er í lagi.

2) Eins og staðan er í dag þá er það á valdi notandans að setja inn myndir af sér, ég henti inn mynd af mér svo þið gerið ykkur grein fyrir því hvernig þetta lítur út. Myndin er kannski aðeins of lítil eins og er en ég á eftir að athuga hvað ég get leyft mér að hafa hana stóra.

Ég held að það sé kannski ekki alveg grundvöllur fyrir því að krefjast þess að notendanafnið sé fullt nafn, það væri þá frekar að fá menn til að skrifa fullt nafn í þar til gerðum reit í stillingum en hægt er að sjá nánari upplýsingar um menn með því að smella á nöfnin þeirra, ég er t.d. hér http://frettavefur.net/Forum/profile.php?id=2

Spurning hvort að þess yrði krafist að menn settu inn mynd og fullt nafn en það myndi alla veganna vera æskilegt og ég myndi minna menn reglulega á það og jafnvel setja þá í smá straff, svo yrðu þeir sennilega fyrir talsverðum þrýstingi frá félögum sínum, tala nú ekki um ef þeir væru allir á vefnum undir fullu nafni, því eins og þú segir þá er ekki eins og við höfum mikið að fela... eða hvað ;)

Svo er nú eitt sem mig hefur lengi langað að gera en það er að fá menn frá flugmódelfélögunum sem hefðu áhuga á því að taka þátt í að setja inn efni á vefinn og sjá um hann með mér. Ég er alltaf að vinna í bakendanum annað slagið og næ vonandi að klára hann fyrir sumarið.

Smá sneak peak... smellið á myndina fyrir stærri útgáfu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Böðvar »

Framtíð fréttavefsins :)

Góður vefstjóri eins og þessa fréttavefs skipti öllu máli, þar sem saman kemur þekking í gerð vefsíða og opin hugur fyrir góðum hugmyndum og vilji til að koma þeim í framkvæmd og það án þess að fá krónu fyrir það.

Fréttavefurinn getur gefið módelmönnum hvar sem þeir eru staddir á landinu tækifæri til að kynnast betur og rabba saman eða miðla upplýsingum.

Ef fréttavefur módelmanna á að vera vinsæll og lifandi þurfa allir sem eru meðlimir fréttavefsins að hafa beinan aðgang að honum, hafa möguleika að koma með fréttir eða upplýsingar í tengslum við flugmódel sportið.

Það væri mjög gott ef það væri hægt að útbúa fréttavefinn þannig að þegar smelt væri á mynd á nafnalistanum oppnaðist inn á litla heimasíðu viðkomandi.

Þessi Fréttavefur þarf að gefa módelmönnum frelsi til að vera þáttakendur ekki bara áhorfendur.
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir ErlingJ »

sæll sverrir
getur maður ekki breitt myndini á nafnalistanum
þetta mishepnaðist aðeins hjá mér :)
tók vitlausa mynd varð svoldið ílaung :(
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11494
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nafnalistinn

Póstur eftir Sverrir »

Lagfærði myndina fyrir þig. :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara