Seagull Ka8b - Breytingar

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11463
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Sverrir »

Danke mein Herr.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Agust »

Það var gaman að sjá svifflugurnar í gær á fundinum....

Segðu mér, hvar fékkstu Schempp-Hirth lofthemlana og mótorinn með langa öxlinum? Hvaða gerð af mótor?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11463
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Sverrir »

Hér má finna það sem er í vélinni, það má líka nálgast flest af þessu í Ameríkunni ef menn eru á leið þangað.

Bremsur: Par, hægri, vinstri, Topmodel.
Mótor: XPower XC3522/5 LS.
Spaðar: Svartir, hvítir.
Spaða miðja(e. hub).
Hraðastillir.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Agust »

[quote=Sverrir]Hér má finna það sem er í vélinni, það má líka nálgast flest af þessu í Ameríkunni ef menn eru á leið þangað.

Bremsur: Par, hægri, vinstri, Topmodel.
Mótor: XPower XC3522/5 LS.
Spaðar: Svartir, hvítir.
Spaða miðja(e. hub).
Hraðastillir.[/quote]


Takk Sverrir
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sæll Agust,
Þessar breytingar sem Sverrir gerði a svifflugunum er ein albest heppnaða breyting sem eg hef seð, aflið er mjög gott i motornum flugan þyngist ekki um of mikið.
Til hamingju Sverrir og Steinþor og vonandi verður þetta öðrum hvatning til svifflugs.
Kv
Einar Pall
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11463
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Sverrir »

Bara að því leyti að hún ber sama nafn. :) Minnir að ég hafi séð einhvers staðar að þessi sé framleidd í Tékklandi.

Hún er aðeins dýrari en á móti kemur að gert er ráð fyrir mótor í henni og Schempp-Hirth bremsurnar detta beint í vænginn. Hún kostar $495 í Ameríkunni á móti $269 fyrir Seagull vélina en er heldur ódýrari í Evrópu eða €300 á móti €240(£199).

Mér þætti reyndar 3.5 metra Phoenix vélin, sem var ekki komin þegar ég keypti mína, flottari kostur á €233 (til 17.mars en þá fer hún aftur í €260), hún á að kosta $400 hjá Towerhobbies en þeir seinka alltaf komutímanum(var janúar, nú seint í ágúst).

Svo má ekki gleyma að vaskurinn dettur af Evrópumegin sem gerir það enn álitlegri kost!

Jón getur líka útvegað Seagull vélina og er hún þannig væntanlega ódýrust komin hingað heim.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Agust »

Jæja, þá er ég genginn í Ka8b klúbbinn. Mávurinn er væntanlegur til landsins með aðstoð Jóns. Þetta er örugglega góð vél til að nota í sveitinni.

Sverrir. Hvað fara Schempp-Hirth bremsurnar frá HK hátt upp yfir vænginn? 10mm eða 20mm? Ég átta mig ekki alveg á því.

Topmodell segir:
Heigth AB closed: 10mm approx.
Heigth AB opened: 31mm env

en HK segir:
Installation Depth: 10mm
Height Deployed: 20mm

Kannski er þetta í báðum tilvikum það sama, eða 20mm yfir vængflötinn?

---

Annað. Áttu til riss í rétti stærð af "eldveggnum" fyrir rafmagnsmótorinn?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11463
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt, til hamingju. Annars er þetta Örn þó hann sé frá Mávinum. ;)

20mm upp fyrir væng skv. þessu, hljómar nokkuð nærri sannleikanum. Nei, því miður á ég ekki til skapalón en það ætti að vera nokkuð fljótlegt að tilsníða vegginn þegar á hólminn er komið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstur eftir Agust »

Sæll Sverrir.

Svo það fari nú ekki á milli mála, skiptir þú um mótoröxul þar sem öxullinn sem fylgdi var ekki nægilega langur?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara