Síða 1 af 2

Re: Flughermar

Póstað: 22. Mar. 2005 17:12:44
eftir ErlingJ
Hvaða flughermir er bestur.
væri gott að fá linka til að skoða .

Re: Flughermar

Póstað: 22. Mar. 2005 21:56:24
eftir Þórir T
Sælir,
Ég er búinn að prófa allfelst nema G3, á sjálfur G2.
Persónulega þykir mér G2 standa uppúr, það er nánast sama hvað er..
Hafa þarf í huga að þegar menn fara að keyra herma sem eru með flókinni grafík, eins og td, Reflex og G3, þá er eins gott að hafa þokkalega tölvu, og þá meina ég mjög þokkalega, því annars er þetta ekkert nema hökt og hnökrar, nema þeir séu keyrðir á low res (lítilli upplausn) og þá er nú sjarminn farinn af þeim. Þá finnst mér ansi dauft úrval af hermum í boði á fróninu í dag.... Ég ráðlegg mönnum að reyna að prófa sem flest... og fá samanburð.




ps flugbjart til 19:30 !!! loksins!

Re: Flughermar

Póstað: 23. Mar. 2005 07:08:54
eftir Sverrir
Ég hef mesta reynslu af Aerofly Pro(AFP), síðan Reflex(XTR) og loks G2. Á ég satt best að segja erfitt með að gera upp á milli þessara tveggja, það væri kannski helst að grafíkin hífi XTR yfir AFP ef ég ætti að draga eitthvað upp.

Ég hef einungis prófað G2 í smá tíma miðað við hina þannig að ég treysti mér ekki til að bera hann saman við hina tvo svo vel sé. Verð bara að treysta á Þóri hvað það varðar :)

En miðað við það hvað þú ert að spá þá held ég að G2 gæti verið bestu kaupin fyrir þig. Það er jafnvel smá möguleiki að það væri hægt að redda þér honum hér heima. Minntu mig á að athuga málið eftir helgi

Re: Flughermar

Póstað: 23. Mar. 2005 09:38:43
eftir ErlingJ
mæti vera lítið notaður enn verður að vera með usb teingi

Re: Flughermar

Póstað: 23. Mar. 2005 13:05:43
eftir Agust
Ég á nýlegan Aerofly Pro Deluxe (AFPD), en átti áður G2. Gríðarmikill munur. Ég er þó ekkert í ringulreiðinni, aðeins fastvængjum. Tölva er IBM T41P kjölturakki.

AFPD:

http://www.aerofly.de

http://www.aeroflypro.com


Ágúst

Re: Flughermar

Póstað: 23. Mar. 2005 21:59:51
eftir Ingþór
Reflex XTR svínvirkar hjá mér, á svona 40 fps á hæðstu upplausn, 1280x1024

er með 2.8ghz vél og gforce 5700 skjákort með 256 í minni, er svo með 1gb minni í vélinni sjálfri

hann er margfalt runverulegri í útliti en g2 og ekki síðri en AFPD, flugeiginleikar þyrlu eru sömuleiðis margfalt raunverulegri en í G2 en ég hef ekki prufað AFPD nóg til að dæma. Eitt sem ég hef útá hann að setja er að þyngdarafl jarðar virðist ekki vera eins máttugt og það er hér fyrir utan gluggann hjá mér (hmm, og innan líka)

Re: Flughermar

Póstað: 29. Mar. 2005 01:12:08
eftir Pétur Hjálmars
Reflex XTR er góður fyrir Þyrlur, sá hann og pófaði hjá Ingþóri.
G2 er góður fyrir flestar þotur, kennsluvélar og skalavélar.(Piper Cub er samt ekki raunverulegur). Hef ekki vit á öðru flugi þar. Myndin er mjög góð með góðu skjákorti,256 RAM og Pentium 4.
Þekki ekki Aerofly í dag (raunveruleikinn var ekki góður)
Hef ekki prófað G3, ég hef lesið að myndin sé mjög góð (hef ekki lesið bókina, ha,ha).

Ágúst ! Ég skildi ekki svarið þitt. Á hverju er munur ?

Re: Flughermar

Póstað: 29. Mar. 2005 03:05:13
eftir Sverrir
Gæti verið að Ágúst sé að meina grafískan mun og jafnvel eðilsfræðilegan, mér fannst G2 alla veganna ekki vera á sama plani hvað varðar tilfinninguna fyrir vélinni. Reyndar eins og ég nefndi þá á ég mikið fleiri tíma að baki í AFP heldur en G2 þannig að kannski skiptir það máli.

Skjáskot úr AFP & AFPD http://aeroflypro.com/screenshots/

Re: Flughermar

Póstað: 31. Mar. 2005 20:59:16
eftir Björn G Leifsson
Halló, þetta er Hjörtur, sonur Bjössa á logginu hans :D

Eins og sumir hér vita kannski, er ég þekktur fyrir að liggja yfir herminum, bæði í fastvængju- og ringulreiðarlistflugi. Við höfum átt Reflex XTR og eigum G2 og AFP og ég hef prófað AFP Deluxe, og ég verð að segja að AFP Deluxe lendir í fyrsta sæti hjá mér, bæði hvað varða grafík og flug (physics), Venjulegi AFP í öðru sæti og Reflex XTR í þriðja (aðallega vegna þess að hann er með góða grafík, er ekkert mjög nákvæmur í fastvængjalistflugi) og G2 í síðasta sæti.

Ég get með nokkru öryggi sagt að ég hef loggað nálægt 500 tímum í hinum ýmsu simmum, jafnvel meira (er ekkert að skrifa þetta niður neitt, bara svona wild guess) og lesið mér mjög mikið til um þetta (eiginlega of mikið að mati mömmu, "Ertu alltaf að skoða þetta sama?" segir hún þegar ég er að surfa á RCUniverse.com :D :D :D)
og þetta er mín skoðun á þessum ýmsu simmum....

Ó jæja, nú er komið nóg af skriferíi..........

"Over and out" Hjörtur Geir Björnsson