Sælir allir/öll,
var að leika mér með octócopterinn í gærdag í Víkinni við ósa Ósarinnar. Datt í hug að skella þessu hérna inn til gamans. Væri áhugavert að heyra í einhverjum sem hafa verið að leika sér með fjölhreyflavélar(tri-quad-hex-octo of svo framvegis).
Með bestu,
Gústaf.
http://gustig.blog.is
Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
er þetta skjáflug eða sjónflug?
Verst hvað myndavélin bjagar allt.
Verst hvað myndavélin bjagar allt.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
Takk fyrir myndbandið.
Segðu mér, hvaða kosti hefur áttblöðungur fram yfir t.d. fjórblöðung?
(Áttblöðungur þyrla með átta skrúfublöðum, sbr. áttæringur).
Segðu mér, hvaða kosti hefur áttblöðungur fram yfir t.d. fjórblöðung?
(Áttblöðungur þyrla með átta skrúfublöðum, sbr. áttæringur).
Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
Mjög flott myndband.
Aðal kosturinn að hafa fleiri mótora er sennilega stöðugleikinn. En aftur á móti fer svakaleg orka í sóun að þurfa keyra svona marga mótora. Ég hef séð myndbönd af quadcopter sem eru mjög stöðugir, sé ekki allveg þörfina á fleiri en 4 ef maður hefur búnað sem sér um að halda stöðugleika. Eru fleiri kostir en stöðugleiki?
Aðal kosturinn að hafa fleiri mótora er sennilega stöðugleikinn. En aftur á móti fer svakaleg orka í sóun að þurfa keyra svona marga mótora. Ég hef séð myndbönd af quadcopter sem eru mjög stöðugir, sé ekki allveg þörfina á fleiri en 4 ef maður hefur búnað sem sér um að halda stöðugleika. Eru fleiri kostir en stöðugleiki?
Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
Takk fyrir myndbandið.
Það eru tvær spurningar sem leita á mig.
Í Bridge ljósmyndaforritinu er hægt að leiðrétta linsutruflanir á ljósmyndum, er til svoleiðis fyrir hreyfimyndir?
Hitt er, hafa björgunarsveitir nýtt sér þessa tækni við leitir?
Það eru tvær spurningar sem leita á mig.
Í Bridge ljósmyndaforritinu er hægt að leiðrétta linsutruflanir á ljósmyndum, er til svoleiðis fyrir hreyfimyndir?
Hitt er, hafa björgunarsveitir nýtt sér þessa tækni við leitir?
Langar að vita miklu meira!
Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
[quote=Agust]Takk fyrir myndbandið.
Segðu mér, hvaða kosti hefur áttblöðungur fram yfir t.d. fjórblöðung?
(Áttblöðungur þyrla með átta skrúfublöðum, sbr. áttæringur).[/quote]
Á mínu vavri á veraldarvefnum um multicoper fyrir myndatökuflug hef ég komist að því að octocopter hefur mikklu meira afl en td quadcopter og eru öruggari vegna þess að það er í lagi að missa allt upp í 3 mótora en geta samt lent án mikilla skemmda. Ef quadcoper missir einn mótor er allt búið.
Segðu mér, hvaða kosti hefur áttblöðungur fram yfir t.d. fjórblöðung?
(Áttblöðungur þyrla með átta skrúfublöðum, sbr. áttæringur).[/quote]
Á mínu vavri á veraldarvefnum um multicoper fyrir myndatökuflug hef ég komist að því að octocopter hefur mikklu meira afl en td quadcopter og eru öruggari vegna þess að það er í lagi að missa allt upp í 3 mótora en geta samt lent án mikilla skemmda. Ef quadcoper missir einn mótor er allt búið.
Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
[quote=Gaui]er þetta skjáflug eða sjónflug?
Verst hvað myndavélin bjagar allt.
[/quote]
Þetta er skjáflug hjá kappanum
Verst hvað myndavélin bjagar allt.
[/quote]
Þetta er skjáflug hjá kappanum
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
Kostir við >4 hreyfla eru stöðugleiki, redundancy og auka burðargeta. Burðargetan er þó ekki línuleg, t.d. ekki 50% meira við að fara úr 4 í 6.
Svo bætist auðvitað við töluverður kostnaður, bæði við auka mótora en sérstaklega batteríin, sem þurfa oft að gefa 120A og uppúr. Stýringarnar höndla flestar 3-8 hreyfla án vandræða.
Ég hef bara verið að leika mér með 4 hreyfla, en er langt kominn með eina 6 hreyfla:
Svo bætist auðvitað við töluverður kostnaður, bæði við auka mótora en sérstaklega batteríin, sem þurfa oft að gefa 120A og uppúr. Stýringarnar höndla flestar 3-8 hreyfla án vandræða.
Ég hef bara verið að leika mér með 4 hreyfla, en er langt kominn með eina 6 hreyfla:
Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík
Það er spurning hver sé hagkvæmasti fjöldi hreyfla með tilliti til öryggis og rafmagnsnýtni.
Líkurnar á að fleiri en einn mótor/hraðastýring bili í sama fluginu eru hverfandi, en ef eitthvað bilar:
3 hreyflar, 120° milli hreyfla: Engin umfremd (redundancy). Vélin hrapar ef einn mótor bilar.
4 hreyflar, 90° milli hreyfla: Engin umfremd í reynd. Þrír mótorar nægja ekki miðað við hvernig þeir raðast á hringinn. Vélin hrapar ef einn mótor bilar.
5 hreyflar, 72° milli hreyfla: Vélin ætti að geta lent með bilaðan mótor, en sam ekki víst.
6 hreyflar, 60° milli hreyfla: Vélin ætti að hafa möguleika á að geta lent með bilaðan mótor.
... o.s.frv.
-
Svo er auðvitað matsatriði hvort það sé ástæða að vera með umfremd í svona leikfangi. Þess vegna nægja kannski 3-4 hreyflar.
-
Ef við hugsum okkur tvær svona þyrlur sem eru jafnþungar. Önnur er með 4 hreyflum og hin með 8 hreyflum: Hvor nýtir batteríið betur?
Væntanlega er sú sem er með 4 hreyflum með stærri spaða en sú sem er með 8 hreyflum. Stórir spaðar hafa betri nýtni en litlir. Því getur maður ímyndað sér að þyrlan sem er með færri spaða nýti hleðslu rafhlöðunnar betur og geti verið lengur á lofti.
Líkurnar á að fleiri en einn mótor/hraðastýring bili í sama fluginu eru hverfandi, en ef eitthvað bilar:
3 hreyflar, 120° milli hreyfla: Engin umfremd (redundancy). Vélin hrapar ef einn mótor bilar.
4 hreyflar, 90° milli hreyfla: Engin umfremd í reynd. Þrír mótorar nægja ekki miðað við hvernig þeir raðast á hringinn. Vélin hrapar ef einn mótor bilar.
5 hreyflar, 72° milli hreyfla: Vélin ætti að geta lent með bilaðan mótor, en sam ekki víst.
6 hreyflar, 60° milli hreyfla: Vélin ætti að hafa möguleika á að geta lent með bilaðan mótor.
... o.s.frv.
-
Svo er auðvitað matsatriði hvort það sé ástæða að vera með umfremd í svona leikfangi. Þess vegna nægja kannski 3-4 hreyflar.
-
Ef við hugsum okkur tvær svona þyrlur sem eru jafnþungar. Önnur er með 4 hreyflum og hin með 8 hreyflum: Hvor nýtir batteríið betur?
Væntanlega er sú sem er með 4 hreyflum með stærri spaða en sú sem er með 8 hreyflum. Stórir spaðar hafa betri nýtni en litlir. Því getur maður ímyndað sér að þyrlan sem er með færri spaða nýti hleðslu rafhlöðunnar betur og geti verið lengur á lofti.