Svona á maður að vera með
Re: Svona á maður að vera með
Rafn Thorarensen var með svona í gamla daga. Mótorinn var líklega Zenoah 62 og vélin gæti hafa verið 33% Extra, en það man ég ekki vel.
Við undirbúning á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli flaug Rafn vélinni við norðurenda flugvallarins. Hann startaði auðvitað með rafstarti og flaug af stað. Skyndilega stöðvaðist mótorinn þar sem vélin var á flugi. Mönnum brá auðvitað aðeins og áttu von á nauðlendingu. Rafn var hinn rólegasti og einfaldlega startaði vélinni aftur þar sem hún var svífandi í háloftunum. Þetta þótti okkur verulega flott.
Eftir á að hyggja þá held ég að Rafn hafi drepið viljandi á mótornum til að prófa rafstartið.
Þetta var fyrir daga LiPo rafhlaðanna og þriggja fasa mótora og væri því auðveldara í dag.
Rafn hefur væntanelga fengið búnaðinn hjá Toni Clark sem selur svona ennþá, sjá bls 9: http://www.toni-clark.com/ftp/k2003zue.pdf
Sjálfur lét ég gormstart nægja fyrir Zenoah 62, en Ingi var með pull-start í 33% Pittsinum sínum. Hann kippti einfaldlega í bensínlokið á vélarhlífinni og mótorinn rauk í gang eins og sláttuvél!
Við undirbúning á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli flaug Rafn vélinni við norðurenda flugvallarins. Hann startaði auðvitað með rafstarti og flaug af stað. Skyndilega stöðvaðist mótorinn þar sem vélin var á flugi. Mönnum brá auðvitað aðeins og áttu von á nauðlendingu. Rafn var hinn rólegasti og einfaldlega startaði vélinni aftur þar sem hún var svífandi í háloftunum. Þetta þótti okkur verulega flott.
Eftir á að hyggja þá held ég að Rafn hafi drepið viljandi á mótornum til að prófa rafstartið.
Þetta var fyrir daga LiPo rafhlaðanna og þriggja fasa mótora og væri því auðveldara í dag.
Rafn hefur væntanelga fengið búnaðinn hjá Toni Clark sem selur svona ennþá, sjá bls 9: http://www.toni-clark.com/ftp/k2003zue.pdf
Sjálfur lét ég gormstart nægja fyrir Zenoah 62, en Ingi var með pull-start í 33% Pittsinum sínum. Hann kippti einfaldlega í bensínlokið á vélarhlífinni og mótorinn rauk í gang eins og sláttuvél!
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Svona á maður að vera með
Þetta bætir talsverðri þyngd í módel og ekki allir sem vilja það, sérstaklega 3D listamenn. Svo er spurning um endinguna/bilanatíðni.
Mér þætti gaman að finna svona fyrir DME55 sem á a fara í Fjósamanninn sem vonandi kemst í loftið á þessu ári.
Þessi gefur í skyn að hann smíði þetta sjálfur? Finn ekki neitt frekar um það.
Maður sér greinilega að hann er með fríhjóla-legu á "kransinum" (stóra tannhjólinu á öxlinum). Sú lega er væntanlega veikasti punkturinn varðandi bilun.
Hér er það helsta sem ég hef fundið fyrir bensínmótora. Sumt sem gæti hentað okkur litlu köllunum en annað sem greinilega er beint að fínu ríku Drónasmiðunum:
FEMA framleiða startara (bara?)fyrir Zenoah mótora. Toni Clark selur þær (fjallað um í katalóknum hans), hann er ekki vanur að vilja selja drasl.
MVVS 80 með startara.
Troybuiltmodels hafa alltaf verið sterkir í stóru vélunum.
Þetta er stórt og þungt og virðist vera með alvöru Bendix (græjan sem færir startaratannhjólið yfir kransinn, eins og í flestöllum bílvélum). Miklu þyngri lausn en fríhjólalega en væntanlega áreiðanlegri.
Enn dýrari útgáfa með rafal innbyggðan í kransinn. Örugglega ætlað fyrir drónamarkaðinn.
Sullivan eru sennilega með einna bestu startara og rafalakerfin enda stór, dýr og beint að drónamarkaðinum. Þeirra startarar eru með bendix.
3W "Heavy Fuel" mótor með startara
(Heavy Fuel er hugtak sem tengist átaki Bandaríkjahers til að sameina eldsneytisnotkun alls síns vélakosts í eina eldsneytistegund)
Eru einhverjir sem vita um fleiri?
Mér þætti gaman að finna svona fyrir DME55 sem á a fara í Fjósamanninn sem vonandi kemst í loftið á þessu ári.
Þessi gefur í skyn að hann smíði þetta sjálfur? Finn ekki neitt frekar um það.
Maður sér greinilega að hann er með fríhjóla-legu á "kransinum" (stóra tannhjólinu á öxlinum). Sú lega er væntanlega veikasti punkturinn varðandi bilun.
Hér er það helsta sem ég hef fundið fyrir bensínmótora. Sumt sem gæti hentað okkur litlu köllunum en annað sem greinilega er beint að fínu ríku Drónasmiðunum:
FEMA framleiða startara (bara?)fyrir Zenoah mótora. Toni Clark selur þær (fjallað um í katalóknum hans), hann er ekki vanur að vilja selja drasl.
MVVS 80 með startara.
Troybuiltmodels hafa alltaf verið sterkir í stóru vélunum.
Þetta er stórt og þungt og virðist vera með alvöru Bendix (græjan sem færir startaratannhjólið yfir kransinn, eins og í flestöllum bílvélum). Miklu þyngri lausn en fríhjólalega en væntanlega áreiðanlegri.
Enn dýrari útgáfa með rafal innbyggðan í kransinn. Örugglega ætlað fyrir drónamarkaðinn.
Sullivan eru sennilega með einna bestu startara og rafalakerfin enda stór, dýr og beint að drónamarkaðinum. Þeirra startarar eru með bendix.
3W "Heavy Fuel" mótor með startara
(Heavy Fuel er hugtak sem tengist átaki Bandaríkjahers til að sameina eldsneytisnotkun alls síns vélakosts í eina eldsneytistegund)
Eru einhverjir sem vita um fleiri?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Svona á maður að vera með
Helsti kosturinn sem ég sé við "on-board start" eða pull-start eins og Ágúst segir frá í vél Inga (fæst líka hjá Toni), er að þetta minnkar verulega hættuna á handarslysum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Svona á maður að vera með
sdshobby.net á þetta til fyrir kínamótorona http://www.sdshobby.net/electric-starte ... RzWS6VLMj4
ég held einmitt að þetta sé fullkomin skipti-vikt í staðin fyrir blýið sem þarf í margar stríðsvélarnar, ég væri t.d. til í að skipta út einhverju af 1000gr af blýinu í PT-19 Fairchild fyrir svona rafstart, það gefur þonnokur gadget stig að geta startað í fjarstýringunni
ég held einmitt að þetta sé fullkomin skipti-vikt í staðin fyrir blýið sem þarf í margar stríðsvélarnar, ég væri t.d. til í að skipta út einhverju af 1000gr af blýinu í PT-19 Fairchild fyrir svona rafstart, það gefur þonnokur gadget stig að geta startað í fjarstýringunni
Re: Svona á maður að vera með
Hér er flugvélinni með rafstartið flogið:
Hann smíðar svona búnað eftir pöntun eins og fram kemur á YouTube síðunni.
Hann smíðar svona búnað eftir pöntun eins og fram kemur á YouTube síðunni.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Svona á maður að vera með
[quote=einarak]sdshobby.net á þetta til fyrir kínamótorona http://www.sdshobby.net/electric-starte ... RzWS6VLMj4...það gefur þonnokur gadget stig...[/quote]
Schnillldd...!!
Ég geng fyrir Gadget-stigum.
Hverjir eru með í pöntun frá þessum SDS-eitthvað? Ég ætla að fá mér á DLE55 klumpinn
Schnillldd...!!
Ég geng fyrir Gadget-stigum.
Hverjir eru með í pöntun frá þessum SDS-eitthvað? Ég ætla að fá mér á DLE55 klumpinn
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Svona á maður að vera með
Batteríið ætti ekki að þurfa að vera stórt í ampertímum mælt. Bara geta gefið þokkalegan staum í fáeinar sekúndur.
Þyngdin á þessum kínverska búnaði er gefin upp 540g. Væntanlega vegur það líka eitthvað sem þarf að fjarlægja af mótornum.
Þyngdin á þessum kínverska búnaði er gefin upp 540g. Væntanlega vegur það líka eitthvað sem þarf að fjarlægja af mótornum.
Re: Svona á maður að vera með
Svo er hægt að fá svona rafstart með áföstum bensínmótor:
http://www.sdshobby.net/eme55ii-gasolin ... R0xf2fRG1w
http://www.sdshobby.net/eme55ii-gasolin ... R0xf2fRG1w