Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 5. Nóv. 2006 21:20:18
Sælir félagar og sérstakar kveðjur til Doktors Björns
Mig langar til að lýsa hér smíði minni á Toni Clark Practical Scale Super Cub sem ég fékk nýlega hjá Þresti.
Það þarf líklega ekki að lýsa Toni Clark Practical Scale fyrir ykkur, en ef þið farið á heimasíðunna þeirra, þá getið þið skoðað allt sem þeir bjóða upp á: http://www.toni-clark.com/Default.htm
Ég er með smá reynslu af Toni Clark módelum, sá vin minn smíða Tiger Moth frá þeim fyrir fjölda ára og er, eins og alþjóð veit að setja saman Pitts Special fyrir Þröst. Ég er líka búinn að ganga með það í maganum lengi að setja saman Super Cub, svo að núna virtist vera rétti tíminn.
Venjulega byrja ég á að finna flugvél til að smíða módel af og í þetta sinn fann ég hana í James Bond kvikmyndinni "Licence to Kill". Flugvélin, sem Bond notar til að hoppa ofan á tankbíl að fullri ferð og síðan drepa vonda kallinn, er Piper Super Cub PA-18 150 með skráninguna XB-LOX.
Hér sést allt efnið í módelið dreyft yfir smíðaborðið mitt:
Það er búið að lóða saman hjólastellið, vélarhlífin er úr mjög þunnum glerfíber, létt og flott og dekkin eru létt. Það fylgja fimm stór blöð af teikningum, ein nýgerð tölvuteikning af vængnum. Það eru smábútar úr tré í fimm eða sex pokum og fullt af balsa og furulistum. Það fylgir líka stór poki með aukahlutum, sem ég tek venjulega og set í box með hólfum svo ég hafi betri aðgang að þeim. Hér sést að það er sæmilegur hellingur af dóti:
Það er búið að vinna furulistana þegar maður fær þá. Þeir eru skáskornir þar sem maður þarf að líma þá og það eina sem maður þarf að gera er að finna út hvað fer hvar og líma þá saman:
Ég hef hugsað mér að vinna í Super Cub á sunnudögum á meðan ég er líka að smíða Pitts, svo þetta verður dálítið hægt svona í byrjun.
Ég byrjaði á því að líma saman vængendana, sem eru samkvæmt venju hjá Toni, samlímdir úr fjórum 2x20mm balsaræmum. Þær eru bleyttar vel og síðan límdar með hvítu trélími. Þetta tekur alveg sólarhring að þorna, svo það er betra að vera búinn að þessu þegar maður þarf á þeim að halda. Hér sést hvar ég nota tvær farangursteygjur til að halda balsanum á sínum stað við formið, sem fylgdi með:
Í leiðbeiningunum, sem eru mjög nákvæmar, bráðfyndnar á stöku stað og bæði á þýsku og ensku, er manni sagt að byrja á skrokknum. Hér sést hvernig maðurþarf að skera til neðri kantinn á neðri langbitunum.
Ég eyddi góðum sunnudegi í að sortera allan viðinn, fina það sem mig vanhagaði í skrokkhliðarnar og líma þær saman. Það er sérstök teikning af skrokkhliðunum af því að á venjulegri hliðarmynd eru hliðarnar styttri vegna þess að þær eru dregnar saman inn að miðju aftast. Hér er ég búinn að líma saman hægri hliðina (sem hurðin verður á).
Þegar þetta var orðið þurrt setti ég glært límband ofan á allar límingarnar og setti svo vinstri hliðina saman ofan á þeirri hægri. Þannig fæ ég tvær nákvæmlega eins hliðar (vonandi). Ég notaði glært límband vegna þess að það er miklu þynnra en plastið sem ég er með undir og ég vildi geta raðað listunum saman með fingrunum og látið þá passa saman eins vel og hægt var.
Sjáumst næsta sunnudag.
Mig langar til að lýsa hér smíði minni á Toni Clark Practical Scale Super Cub sem ég fékk nýlega hjá Þresti.
Það þarf líklega ekki að lýsa Toni Clark Practical Scale fyrir ykkur, en ef þið farið á heimasíðunna þeirra, þá getið þið skoðað allt sem þeir bjóða upp á: http://www.toni-clark.com/Default.htm
Ég er með smá reynslu af Toni Clark módelum, sá vin minn smíða Tiger Moth frá þeim fyrir fjölda ára og er, eins og alþjóð veit að setja saman Pitts Special fyrir Þröst. Ég er líka búinn að ganga með það í maganum lengi að setja saman Super Cub, svo að núna virtist vera rétti tíminn.
Venjulega byrja ég á að finna flugvél til að smíða módel af og í þetta sinn fann ég hana í James Bond kvikmyndinni "Licence to Kill". Flugvélin, sem Bond notar til að hoppa ofan á tankbíl að fullri ferð og síðan drepa vonda kallinn, er Piper Super Cub PA-18 150 með skráninguna XB-LOX.
Hér sést allt efnið í módelið dreyft yfir smíðaborðið mitt:
Það er búið að lóða saman hjólastellið, vélarhlífin er úr mjög þunnum glerfíber, létt og flott og dekkin eru létt. Það fylgja fimm stór blöð af teikningum, ein nýgerð tölvuteikning af vængnum. Það eru smábútar úr tré í fimm eða sex pokum og fullt af balsa og furulistum. Það fylgir líka stór poki með aukahlutum, sem ég tek venjulega og set í box með hólfum svo ég hafi betri aðgang að þeim. Hér sést að það er sæmilegur hellingur af dóti:
Það er búið að vinna furulistana þegar maður fær þá. Þeir eru skáskornir þar sem maður þarf að líma þá og það eina sem maður þarf að gera er að finna út hvað fer hvar og líma þá saman:
Ég hef hugsað mér að vinna í Super Cub á sunnudögum á meðan ég er líka að smíða Pitts, svo þetta verður dálítið hægt svona í byrjun.
Ég byrjaði á því að líma saman vængendana, sem eru samkvæmt venju hjá Toni, samlímdir úr fjórum 2x20mm balsaræmum. Þær eru bleyttar vel og síðan límdar með hvítu trélími. Þetta tekur alveg sólarhring að þorna, svo það er betra að vera búinn að þessu þegar maður þarf á þeim að halda. Hér sést hvar ég nota tvær farangursteygjur til að halda balsanum á sínum stað við formið, sem fylgdi með:
Í leiðbeiningunum, sem eru mjög nákvæmar, bráðfyndnar á stöku stað og bæði á þýsku og ensku, er manni sagt að byrja á skrokknum. Hér sést hvernig maðurþarf að skera til neðri kantinn á neðri langbitunum.
Ég eyddi góðum sunnudegi í að sortera allan viðinn, fina það sem mig vanhagaði í skrokkhliðarnar og líma þær saman. Það er sérstök teikning af skrokkhliðunum af því að á venjulegri hliðarmynd eru hliðarnar styttri vegna þess að þær eru dregnar saman inn að miðju aftast. Hér er ég búinn að líma saman hægri hliðina (sem hurðin verður á).
Þegar þetta var orðið þurrt setti ég glært límband ofan á allar límingarnar og setti svo vinstri hliðina saman ofan á þeirri hægri. Þannig fæ ég tvær nákvæmlega eins hliðar (vonandi). Ég notaði glært límband vegna þess að það er miklu þynnra en plastið sem ég er með undir og ég vildi geta raðað listunum saman með fingrunum og látið þá passa saman eins vel og hægt var.
Sjáumst næsta sunnudag.