E-Flite Ultra Stick 25E

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: E-Flite Ultra Stick 25E

Póstur eftir Agust »

E-Flite Ultra Stick 25e. Rafmagnsflugvél með flöpsum.

Sjá http://www.e-fliterc.com/Products/Defau ... ID=EFL4025


Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: E-Flite Ultra Stick 25E

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Flott :cool:
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: E-Flite Ultra Stick 25E

Póstur eftir Agust »

Þetta ARF er eiginlega aRF, þar sem það er miklu meira samsett en maður á að venjast:

- Búið er að líma hæðarstýri, hliðarstýri og hallastýri á sinn stað.
- Búið er að setja hjólin á hjólastellið.
- Stélhjól er á sínum stað á stélinu.
- Stélið er skrúfað á, en ekki límt. Hægt að taka það af ef ætlunin er að pakka módelinu niður.
- Húddinu, eða lokinu yfir rafhlöðugeymslunni, er fest með tveim seglum!
- Auka hjólastell fylgir með fyrir þá sem ætla að setja flotholt undir vélina.

Ég valdi að kaupa "32" mótor í stað "25" mótorsins frá E-Flite. Hann er töluvert öflugri. Aflið er því sem næst sama og hjá 32 glóðarhaus mótor.

Hraðastýring er Jeti Advance Opto Plus 70A. Rafhlöður sem ég á eru Emax 3S1P 4400 mAh og Eflite EVO20 4S1P 3700 mAh.

Ég prófaði að setja mæli við rafhlöðurnar. Spaðinn var APC 13" x 6,5"-E.

Battery Emax 3S1P 4400 mAH: 325W, 32.5A, 10.0V (Þokkalegt tog)
Battery Eflite EVO20 4S1P 3700 mAH: 840W, 59A, 14.1V (Gríðarlegt tog. Varð að halda fast! Hvassviðri í bílskúrnum :-)


Ultra Stick 25e er eiginlega stóri bróðir Mini Ultra Stick
http://www.horizonhobby.com/Products/De ... ID=EFL2250

Hér er Ultra Stick 25e til samanburðar:
http://www.horizonhobby.com/Products/De ... ID=EFL4025


Hér er svo vefsíða E-Flite: http://www.e-fliterc.com Þar er mikið úrval af ýmsu sem viðkemur rafmagnsflugi. Sjá til dæmis þennan fallega J3 Piper Cub http://www.e-fliterc.com/Products/Defau ... ID=EFL4000
Umboð hér á landi?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: E-Flite Ultra Stick 25E

Póstur eftir Agust »

Á flugkomunni á Hamranesi á Gamlársdag flaug ég módelinu í fyrsta skipti. Veðrið var frábært, logn og sólaskin, þ.e. þegar sólin var komin yfir skýjabakkann. Spaðinn var APC 12x8E og rafhlaðan Eflite EVO20 4S1P 3700 mAH. Straumur um 45A við hámarkssnúning.

Ég flaug tvö flug. Vélin var mjög spræk og klifraði nánast lóðrétt. Krafturinn ekki minni en í hefðbundnum módelum. Ég tók ekki tímann á fyrra fluginu og lenti "bensínlaus". Ég lenti eftir að hafa flogið í 12 mínútur í seinna skiptið með nóg á "tanknum", þrátt fyrir nokkuð villt flug.

Flapsarnir komu mjög vel út og virkuðu vel í aðflugi. Prófaði eniig smávegis crow eða butterfly lofthemla.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: E-Flite Ultra Stick 25E

Póstur eftir maggikri »

"Stik" arnir alltaf flottir
Svara