Veiðimaðurinn sem Knútur Barðason hefur verið að smíða síðustu árin flaug loksins sitt fyrsta flug í kringum mánaðarmótin, þ.e.a.s. fyrsta heimilaða flugið, vélin lyfti sér óvænt á skoskri flugsýningu fyrr á árinu og skemmdist við snögga lendingu þar á eftir. En vegna strangra reglna þarf að sækja um undanþágu til að geta flogið módelum þyngri en 20 kg í Bretlandi og er það gert í samvinnu við LMA sem hafa yfirumsjón með þessum málum fyrir hönd þarlendra flugmálayfirvalda.
Vélin vegur rétt rúmlega 75 kg full af eldsneyti og er með rétt rúmlega 35 kg af þrýstingi frá tveimur Merlin útgáfu II þotumótorum. Þetta er mjög nálægt aflhlutfallinu sem fullskala vélin hafði en þar var hlutfallið u.þ.b. 0.5.
Veiðimaðurinn er í 33% skala með 350 cm vænghaf og er um 470 cm á lengd og ber um 8 lítra af eldsneyti.
Hægt er að sjá rúmlega 6 mínútna flug með því að smella hérna. Einnig eru hægt að sjá nokkrar ljósmyndir með því að smella á Umræður um fréttina hér að neðan eða fara á upplýsingasíðu hjá LMA um vélina.


