Stapinn - 29.apríl 2013

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11170
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Stapinn - 29.apríl 2013

Póstur eftir Sverrir »

Eftir frækilegan könnunarleiðangur sem fékk mestu hetjur til að brynna músum þá var skundað út á Stapa í kvöld og hangið tamið!

Steini og Gústi skemmtu sér í hanginu, annars vegar með Kötuna og svo Síren frá Miklu Vélum. Áhugavert að sjá muninn á gamla og nýja tímanum, þó Síren sé ekki eftirlíking af full skala vél, þá var hún eins og sportbíll við hliðina á fólksbíl og sýnir glögglega muninn á nýja og gamla.

Áhugasamir geta séð fleiri myndir hér.

Flugtak!
Mynd

Ekki slæmt!
Mynd

Katan er stórglæsileg!
Mynd

Samflug, sjá líka lengri samflugssyrpu í myndasafni.
Mynd

Mynd

Á leið til lendingar.
Mynd

Siren var ekki síðri!
Mynd

Keilir var á sínum stað.
Mynd

Horft yfir sundin blá!
Mynd

Horfðu til himins...
Mynd

Ég lét mína vél bara vera í bílnum! ;)
Mynd

Lengra vídeó dettur svo inn fljótlega.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1565
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Stapinn - 29.apríl 2013

Póstur eftir Árni H »

Frábært! Það leynast greinilega víða ágætar aðstæður fyrir hangflug. Ekki er verra að fá svona sólarlagsbirtu og alles í kaupbæti :)
Passamynd
Gaui
Póstar: 3334
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Stapinn - 29.apríl 2013

Póstur eftir Gaui »

[quote=Sverrir]Ég lét mína vél bara vera í bílnum![/quote]

Á að fara að sprauta? Það fer að líða að Patró International og þú skoraðir á mig að vera tilbúinn með Baby þá og ætlaðir að vera með Ka3 þar líka!

Ekkert framsóknarbakk hér, Sverrir minn!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11170
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Stapinn - 29.apríl 2013

Póstur eftir Sverrir »

Jú, jú það fer að koma litur á hana en nú ert þú að leggja mér orð í munn minn kæri. Annars þekkirðu mottóið: Lofa engu, svík ekkert! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11170
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Stapinn - 29.apríl 2013

Póstur eftir Sverrir »Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 744
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Stapinn - 29.apríl 2013

Póstur eftir gudjonh »

Hvaða vindátt passar þarna og hvert fer maður?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11170
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Stapinn - 29.apríl 2013

Póstur eftir Sverrir »

Norðlægar áttir, Stapinn er nú ekki það stór, fínt að taka fyrstu mislægu gatnamótin eftir að komið er framhjá Grindavíkuafleggjara. Þér er líka velkomið að vera í sambandi við mig ef þú ætlar að fá þér bíltúr hingað á svæðið. :) Við getum líka boðið upp á sunnlægari áttir.
Icelandic Volcano Yeti
Svara