Eftir frækilegan könnunarleiðangur sem fékk mestu hetjur til að brynna músum þá var skundað út á Stapa í kvöld og hangið tamið!
Steini og Gústi skemmtu sér í hanginu, annars vegar með Kötuna og svo Síren frá Miklu Vélum. Áhugavert að sjá muninn á gamla og nýja tímanum, þó Síren sé ekki eftirlíking af full skala vél, þá var hún eins og sportbíll við hliðina á fólksbíl og sýnir glögglega muninn á nýja og gamla.
Norðlægar áttir, Stapinn er nú ekki það stór, fínt að taka fyrstu mislægu gatnamótin eftir að komið er framhjá Grindavíkuafleggjara. Þér er líka velkomið að vera í sambandi við mig ef þú ætlar að fá þér bíltúr hingað á svæðið. Við getum líka boðið upp á sunnlægari áttir.