Síða 1 af 1

Re: Frostflug?

Póstað: 18. Nóv. 2006 12:14:52
eftir Siggi Dags
Nú er kalt!

Hver eru áhrif kulda á flugmótora?
Er eitthvað lágmarks hitastig sem er ráðlagt?

Þetta er fyrsti flugveturinn minn og ég hef ekki reynslu í sambandi við þessi hitastig.

Annað en að það keli af manni fingurna :/

Re: Frostflug?

Póstað: 18. Nóv. 2006 13:43:14
eftir Björn G Leifsson
Sjálfur er ég hin mesta kuldaskræfa en vitringar segja sem svo: Vandamálin í kulda/frosti eru eldsneyti sem þykknar og batterí sem virka ekki vel. Þetta er allt hægt að yfirstíga.
Mælt með að hafa vélar og eldsneyti inni í heitum bíl þar til rétt áður en....Best að nota traust/nýleg batterí og hafa þau vel hlaðin og... volg.

Re: Frostflug?

Póstað: 18. Nóv. 2006 14:14:27
eftir maggikri
Mín reynsla í svona vetrarflugi er sú að mótorinn má ekki vera kaldur þegar hann er settur í gang. Ég tek vélina út úr bílnum og set mótorinn í gang strax og passa að hann nái aldrei að kólna það mikið á meðan þegar ég er út á flugvelli í vetrarflugi. Þetta fer að vísu eftir því hvernig mótora menn eru með. T.d mótorar með abc húð í cylinder “Aluminum piston,Brass cylinder,Chrome liner”eru mjög viðkvæmir fyrir því að vera settir í gang í kulda og er hægt að rífa húðina í þeim mjög auðveldlega. Mótorar sem eru með ring piston ekki eins viðkvæmir fyrir kuldanum. Ég er búinn að skemma nokkra mótora í vetrarflugi enda búinn að taka flug í hverjum einasta mánuði frá því 1995 og það er vel þess virði að skemma nokkra fyrir vetrarflugin. Eitt gott ráð líka sem við höfum notað suður með sjó er að vera með heitt vatn á hitabrúsa og hella yfir mótorinn áður en hann er settur í gang. Sjá mynd sem tekin var af Guðna V Sveinssyni 29.11.1998.

Kv

MK

Mynd

Re: Frostflug?

Póstað: 18. Nóv. 2006 16:45:08
eftir Siggi Dags
Ég þakka fyrir svörin, fór nú ekki að fljúga í dag.

Get líka verið kuldaskræfa.

Bensínið var líka búið að vera lengi í ísköldum bílnum.

Læt herminn duga í dag! :P

Re: Frostflug?

Póstað: 18. Nóv. 2006 17:17:32
eftir Gaui
Í febrúar 2005 fórum við nokkrir norðanmenn að fljúga í miklum kulda og ég skrifaði um að grein í LMA Journal. Íslensk þýðing greinarinnar er á vefnum okkar (http://www.flugmodel.is) undir Greinar.

Re: Frostflug?

Póstað: 18. Nóv. 2006 18:45:47
eftir Siggi Dags
[quote=Gaui]Í febrúar 2005 fórum við nokkrir norðanmenn að fljúga í miklum kulda og ég skrifaði um að grein í LMA Journal. Íslensk þýðing greinarinnar er á vefnum okkar (http://www.flugmodel.is) undir Greinar.[/quote]
Já það er ekki upp á þig logið.
Skáld í þokkabót.
Skemmtilega skrifuð grein.

Eftir þessi svö-r sem ég hef fengið , veit ég ekki alveg.

"Ég er búinn að skemma nokkra mótora í vetrarflugi "

"skall módelið af afli á flugbrautina, reif hjólastellið undan og braut mótorinn framanaf"

Alla vega mun ég fara varlega í sakirnar :)

Re: Frostflug?

Póstað: 18. Nóv. 2006 18:58:01
eftir Gaui
Það að ég krassaði Greenley í frosti hefur ekkert með kuldann að gera, heldur allt með það að gera að ég sá ekki módelið fyrir tveim stæðilegum módelmönnum sem blokkeruðu alla mína útsýn. Ég var ekki á alveg réttum stað til að sjá hvað ég var að gera (ég er ekki að reyna að kenna þeim um) og því fór sem fór. Þetta hefði þess vegna getað gerst í 35 stiga hita.

Re: Frostflug?

Póstað: 18. Nóv. 2006 19:02:19
eftir Agust
Gamalt húsráð sem er ættað frá Hanno Prettner er að setja smávegis af venjulegu bensíni út í eldsneytið. Mig minnir hann hafa minnst á 5%. Hann kynnti þessa brellu í grein um það þegar hann setti heimsmet í þolflugi flugmódels sem hóf sig á loft og lenti með flotholtum. Ég pófaði þessa aðferð á sínum tíma fyrir hartnær tveim áratugum. Með bensíninu gengur mótorinn aðeins heitari að sögn Hanno.