Síða 1 af 1

Re: Miðvikudagskvöld = Klúbbskvöld Þyts

Póstað: 7. Maí. 2013 22:26:24
eftir lulli
Þytur vill vekja athyggli á Klúbbskvöldum á Hamranesi í sumar.
Öll miðvikudagskvöld í sumar verða Þyts-kvöld og óháð veðri - Alltaf á miðvikudögum Þytur! -
Í fyrra var mikil og góð þáttaka á klúbbskvöldunum og alltaf frábær andi :) .
Fyrsta klúbbskvöldið var 8. maí ,og gott viðmið á mætingu uþb. kl.19:00

Mynd

Re: Miðvikudagskvöld = Klúbbskvöld Þyts

Póstað: 17. Júl. 2013 10:20:21
eftir lulli
Það rofar til á milli élja -
..og nú meira að segja á miðvikudegi (þytsdegi)!
Í kvöld er tækifæri til að láta gamminn geysa.
Svæðið er nýslegið og komið HÁá-sumar, ekki eftir neinu að bíða
Eruð þið ekki klárir í slaginn félagar?

Re: Miðvikudagskvöld = Klúbbskvöld Þyts

Póstað: 21. Ágú. 2013 13:01:15
eftir lulli
Nú er úti veður vott,, verður allt að, ...flugmódelspjalli inn í flugstöðinni í kvöld :)
Jú það er gott að eiga gott klúbb-hús og algjör óþarfi að láta veðrin slá okkur útaf laginu.
Veðrið mun þó skána lítið eitt er líður á, og ég mun td. taka Votec með svona "just in case"

Sjáumst á Hamranesi.

Re: Miðvikudagskvöld = Klúbbskvöld Þyts

Póstað: 28. Ágú. 2013 00:04:34
eftir lulli
Á hittingnum fyrir viku var gríðarlega glatt á hjalla, hlegið ,sagt sögur og haft gaman , enda þótt bloti og hryssingur hafi verið í veðri kom það ekki að sök, þökk sé heitri og fínni flugstöðinni.

Spáin fyrir kvöldið í kvöld er nú mun betri, og ekkert annað er í stöðunni en að vera með flugklárt og LA-Go!
Já´nú skulum við mæta sem aldrei fyrr.

Re: Miðvikudagskvöld = Klúbbskvöld Þyts

Póstað: 28. Maí. 2024 23:24:21
eftir lulli
Og nú 11 árum seinna og mörgum frábærum klúbbskvöldum þyts síðar.........minni ég á miðvikudagafjör vikunar!
SJÁUMST

Re: Miðvikudagskvöld = Klúbbskvöld Þyts

Póstað: 19. Jún. 2024 12:48:59
eftir lulli
Nú verðum við bara að vona að það verði þurrt eins og spáin boðar. , þá ætti að detta í prýðilegt flugveður með hæglætis golu.

Re: Miðvikudagskvöld = Klúbbskvöld Þyts

Póstað: 28. Ágú. 2024 09:58:45
eftir lulli
Minni á..... klúbbsvöldið
Það ætti að viðra ágætlega fyrir kvöldið.
Um að gera að demba sér í módelflug á meðan enn er sumar.