Síða 1 af 1

Re: Ennisljós

Póstað: 19. Nóv. 2006 21:52:54
eftir Agust
Í kvöld var ég að bjástra við að tengja servó í skrokknum við stýrifleti. Mér gekk frekar illa að athafna mig, þar til mér kom til hugar að nota ennisbandið með hvítu ljósdíóðunum sem ég keypti um daginn í Byko á um 1300 krónur. Þetta var allt annað líf. Nú sá ég loksins hvað ég var að gera. Ljósið lýsti vel upp skrokkinn að innanverðu.

Re: Ennisljós

Póstað: 19. Nóv. 2006 23:28:14
eftir Gaui
Hvernig væri að sýna mynd af þér með gáfnaljósið?

Re: Ennisljós

Póstað: 20. Nóv. 2006 10:59:12
eftir Agust
Loksins kom skýring á orðinu gáfnaljós. Prófið að biðja um gáfnaljós í Byko !