Nú er það eftirlíking af Ardupilot stjórntölvunni og tilheyrandi vörur frá 3DRobotics sem kínverjarnir eru búnir að setja á markað á undirverði:
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... aff=132929
Alvöru græjan:
Reynslan af HK í slíkum málum er vægast sagt ekki sérlega góð
Meiri Kínaeftirlíkingar
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Meiri Kínaeftirlíkingar
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Meiri Kínaeftirlíkingar
Þeir eru ekki feimnir kínverjarnir (með lítlum staf viljandi). Það er engu líkara en þeir hafi komist yfir filmurnar fyrir prentrásagerðina.
HexTronik stendur á bakhliðinni.
HexTronik stendur á bakhliðinni.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Meiri Kínaeftirlíkingar
Hehe... málið er eiginlega ekki svo einfalt að þetta sé bara eftirlíking.
Teikningarnar og kóðinn hjá 3DRobotic allt opið og aðgengilegt svo það er vissulega leyfilegt að nýta það, jafnvel í gróðaskyni. Þeir líta nefnilega svo á að ef einhver tekur og "kópíerar" vöruna þá auki það hróður hennar og möguleika ef svo má segja. Þeir fylgja sem sagt "open source" stefnunni út í æsar.
Það er auðvitað öllum frjálst að kaupa þetta á tæpa $80 en þá er líka gott að vita hver munurinn er.
Það sem þú færð fyrir peningana sem það kostar að kaupa beint frá 3DR færðu amk fimm kosti:
>Fleiri fylgihluti (hlífðarbox og aflsnúru með nema og GPS einingu)
>Betra gæðaeftirlit
>Möguleikann að skipta gallaðri vöru
>Greiðir fyrir heilmikla aðstoð og upplýsingar sem reyndar eru öllum opin
>Greiðir fyrir frekari þróun og framförum hjá 3DR og stuðlar þannig að því að geta keypt enn betri græjur og fá enn betri kóða
Ef þú kaupir HKpilot þá ertu að taka áhættu á gallaðri framleiðslu, lélegri íhlutum og þarft að sækja alla þjónustu og aðstoð annað og getur rétt eins hent dótinu ef það virkar ekki eðlilega.
HK auglýsti þetta fyrst undir nafninu ArduPilot en þurftu í hvelli að breyta því þar sem það er lögverndað vörumerki. Svo nú selja þeir þetta undir nafninu HKpilot . Þeir afrituðu líka ýmislegt höfundavarið efni frá 3DR til að setja á vefinn hjá sér.
HK er eins og allir vita búið að geta sér gott orð fyrir góða prísa, góða vörulagera og ágæta sendingarþjónustu (yfirleitt) en þeir gefa fullkomlega skít í að upplýsa og aðstoða kaupandann. egar kemur að kínverskframleiddum rafeindatækjum þá ertu ansi oft að treysta á Guð og lukkuna. Þeir meira að segja eru opnir og ærlegir með það eins og sést á nafninu goodluckbuy.com sem stendur víst fyllilega undir nafni
Það virðist líka mjög erfitt að fá að skila eða skipta vöru frá HK. Dæmið með AIO stýriborðið sem ég hlekkjaði á hér fyrir ofan var víst hrikalega ófínt hjá þeim því þeir héldu ótrauðir áfram að selja út lagerinn þó þeim hefði verið bent á að öll framleiðslan væri ónýt.
Hobbyking og Hextronik eru reyndar ekki kínversk fyrirtæki heldur áströlsk ef mér skjátlast ekki.
Teikningarnar og kóðinn hjá 3DRobotic allt opið og aðgengilegt svo það er vissulega leyfilegt að nýta það, jafnvel í gróðaskyni. Þeir líta nefnilega svo á að ef einhver tekur og "kópíerar" vöruna þá auki það hróður hennar og möguleika ef svo má segja. Þeir fylgja sem sagt "open source" stefnunni út í æsar.
Það er auðvitað öllum frjálst að kaupa þetta á tæpa $80 en þá er líka gott að vita hver munurinn er.
Það sem þú færð fyrir peningana sem það kostar að kaupa beint frá 3DR færðu amk fimm kosti:
>Fleiri fylgihluti (hlífðarbox og aflsnúru með nema og GPS einingu)
>Betra gæðaeftirlit
>Möguleikann að skipta gallaðri vöru
>Greiðir fyrir heilmikla aðstoð og upplýsingar sem reyndar eru öllum opin
>Greiðir fyrir frekari þróun og framförum hjá 3DR og stuðlar þannig að því að geta keypt enn betri græjur og fá enn betri kóða
Ef þú kaupir HKpilot þá ertu að taka áhættu á gallaðri framleiðslu, lélegri íhlutum og þarft að sækja alla þjónustu og aðstoð annað og getur rétt eins hent dótinu ef það virkar ekki eðlilega.
HK auglýsti þetta fyrst undir nafninu ArduPilot en þurftu í hvelli að breyta því þar sem það er lögverndað vörumerki. Svo nú selja þeir þetta undir nafninu HKpilot . Þeir afrituðu líka ýmislegt höfundavarið efni frá 3DR til að setja á vefinn hjá sér.
HK er eins og allir vita búið að geta sér gott orð fyrir góða prísa, góða vörulagera og ágæta sendingarþjónustu (yfirleitt) en þeir gefa fullkomlega skít í að upplýsa og aðstoða kaupandann. egar kemur að kínverskframleiddum rafeindatækjum þá ertu ansi oft að treysta á Guð og lukkuna. Þeir meira að segja eru opnir og ærlegir með það eins og sést á nafninu goodluckbuy.com sem stendur víst fyllilega undir nafni
Það virðist líka mjög erfitt að fá að skila eða skipta vöru frá HK. Dæmið með AIO stýriborðið sem ég hlekkjaði á hér fyrir ofan var víst hrikalega ófínt hjá þeim því þeir héldu ótrauðir áfram að selja út lagerinn þó þeim hefði verið bent á að öll framleiðslan væri ónýt.
Hobbyking og Hextronik eru reyndar ekki kínversk fyrirtæki heldur áströlsk ef mér skjátlast ekki.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Meiri Kínaeftirlíkingar
Eigandinn er ástralskur ásamt mörgum af aðalgaurunum, en það spurning hvar fyrirtækið sjálft er skráð.
Icelandic Volcano Yeti