Síða 1 af 1
Re: Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi
Póstað: 25. Nóv. 2006 23:02:16
eftir Agust
Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi fyrir yfir 40 árum frá
Mýrdalssandur Space Center.
Sjá
http://www.agust.net/dragon
Dragon eldflaugin sem skotið var 440 km út í geiminn, 100 km hærra en Alþjóða Geimstöðin er í dag
Was Forrest Gump there?
Re: Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi
Póstað: 25. Nóv. 2006 23:18:41
eftir Sverrir
Gaman að þessu sögubroti

Re: Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi
Póstað: 25. Nóv. 2006 23:44:18
eftir Agust
Svona merkisatburður má ekki falla í gleymsku. Ég skannaði þær myndir sem ég fann í morgun. Þetta eru slides myndir, líklega Kodachrome 64. Þær eru allar frá fyrra sumrinu, þ.e. 1964. Hef ekki enn fundið myndir frá 1965. Sjálfsagt á ég eftir að bæta við nokkrum minningarbrotum, en ýmislegt gerðist þarna auðvitað.
Myndirnar eru á heimilistölvu. Tenging út er aðeins 256 kb/s, þannig að þær geta verið lengi að birtast, sérstaklega ef margir eru að skoða samtímis.
Re: Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi
Póstað: 26. Nóv. 2006 02:39:20
eftir Agust
Sjá síðuna
Amateur Icelandic Rocketry
http://www.eldflaug.com
Þarna eru greinilega mjög færir hátækni-dellukallar. Væri ef til vill áhugavert að kanna hvort hagkvæmt sé fyrir okkur og þá að íhuga sameiningu félaganna? Til dæmis koma upp í hugann tryggingamál, fyrir utan allt hitt sem gaman er að.

Re: Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi
Póstað: 26. Nóv. 2006 16:46:04
eftir kip
Ágúst þessi síða þín
http://www.agust.net/dragon/ er frábært heimild. Ég fæddur 1979 hafði ekki hugmynd um þennan atburð eins og ég held að eigi við um fleiri.
Re: Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi
Póstað: 26. Nóv. 2006 18:17:46
eftir maggikri
Ágúst, tókst þú þessar myndir. Ég segi nú eins og Kip. Hafði ekki hugmynd um þetta og ég held að flestir sem ég þekki hafi ekki vitað um þetta. Þetta er stórmerkilegt. Það er ekki furða að það safnist saman svona dellukallar í módelklúbbana. Ég vissi ekki að Ágúst væri "Rocket Scientist"
kv
MK
Re: Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi
Póstað: 3. Des. 2006 08:36:42
eftir Agust
Ég hef bætt við myndum sem Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur (bróðir Stefáns flugmanns) sendi mér. Einnig breytt texta eftir ábendingar frá Þorsteini.
Re: Geimskot franskra vísindamanna á Íslandi
Póstað: 3. Des. 2006 12:46:58
eftir Ingþór
Mjög skemmtileg síða hjá þér Ágúst, með lestri minningarbrota og við að skoða myndirnar dreymir maður sig aftur í þessa fornöld sem var áður en maður kom í heiminn sem virðist svo ekkert svo forn.