Ég útbjó að gamni mínu snjóþrúgur á Hawkinn minn til að hafa meiri möguleika á því að fljúga í vetur.
Þetta hentar vel þar sem er mjúkur snjór, hátt gras eða ójafnt undirlag.
Fór í prufuflug á laugardaginn 25 nóvember og gekk vel.
Ef einhverjir vilja nýta þessa hugmynd þá er uppskriftin hér:
1. 20 mm rafmagnsrör
2. Einangrun fyrir 20 mm vatnsrör
3. Einangrunarlímband
4. 4 stk. plast dragbönd
Keypti þetta allt í Húsasmiðjunni og kostar þetta allt aðeins um 300 kr.
Þetta dugir á 4 þyrlur og því kostar þetta aðeins 75 kr. pr. þyrlu ef menn slá saman