Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?
Póstað: 27. Nóv. 2006 12:27:17
Auglýsi eftir áhuga á Þytsfundi/samkomu þar sem þeir á höfuðborgarsvæðinu sem eru að byrja eða nýlega byrjaðir í flugmódel-sportinu hittast með (nokkrum) eldri félögum. Aðild að Þyt ekki skilyrði.
Svolítið eftir þörfum hópsins og hvert umræðan leiðir okkur mundum við geta farið í ýmis grunnatriði, líta á módel, ræða flugeðlisfræði, mótora, flugþjálfun, flugtegundir, hugtök og nöfn í módelflugi og svo framvegis...
Við gætum farið í flugherma, notkun þeirra og stillingu. Við mundum líka fara yfir örugga umgengni um módel.
Margt fleira kemur til greina.
Reikna með að menn taki með sér módel til að skoða/fara yfir/spekúlera í. ég geri það örugglega.
Kaffi og meððí verður skaffað.
Áhugasamir sendi mér meil sem fyrst með símanúmeri, smá upplýsingum um hvar þeir eru staddir í sportinu og hvort þeir geti komið fimmtudaginn 14. des. næstkomandi. Ef margir geta ekki þá, yrði þetta eftir áramót.
Húsnæði þarf ég að útvega. Á eftir að athguga hvort Garðaskóli (venjulegi félagsfundastaðurinn) fæst. Ef einhver getur skaffað aðstöðu þá látið mig vita. Ef fáir koma þá kannski endar þetta bara í skúrnum mínum en sjáum til...
Látiði heyra í ykkur, líka þið sem "lengra" eruð komnir.
Björn Geir
Sendið ofangreindar upplýsingar á netfangið:
bjorn(hjá)midhus.net
(skipta (hjá) út fyrir att-merkið)
Svolítið eftir þörfum hópsins og hvert umræðan leiðir okkur mundum við geta farið í ýmis grunnatriði, líta á módel, ræða flugeðlisfræði, mótora, flugþjálfun, flugtegundir, hugtök og nöfn í módelflugi og svo framvegis...
Við gætum farið í flugherma, notkun þeirra og stillingu. Við mundum líka fara yfir örugga umgengni um módel.
Margt fleira kemur til greina.
Reikna með að menn taki með sér módel til að skoða/fara yfir/spekúlera í. ég geri það örugglega.
Kaffi og meððí verður skaffað.
Áhugasamir sendi mér meil sem fyrst með símanúmeri, smá upplýsingum um hvar þeir eru staddir í sportinu og hvort þeir geti komið fimmtudaginn 14. des. næstkomandi. Ef margir geta ekki þá, yrði þetta eftir áramót.
Húsnæði þarf ég að útvega. Á eftir að athguga hvort Garðaskóli (venjulegi félagsfundastaðurinn) fæst. Ef einhver getur skaffað aðstöðu þá látið mig vita. Ef fáir koma þá kannski endar þetta bara í skúrnum mínum en sjáum til...
Látiði heyra í ykkur, líka þið sem "lengra" eruð komnir.
Björn Geir
Sendið ofangreindar upplýsingar á netfangið:
bjorn(hjá)midhus.net
(skipta (hjá) út fyrir att-merkið)