Ég er búinn að vera að safna í vélina í tæp tvö ár svo nú fer að verða kominn tími til að gera eitthvað í málunum.
Model Images útveguðu teikningarnar, vélarhlífina og gróðurhúsið.
Árni Hrólfur er ekki við hendina svo ég verð sennilega að fá einhvern annan til að máta vélarhlífina.

Keypt var svokallað „short kit“ frá Laser Lizard en í því eru rif, skrokkrif og aðrir hlutir sem þarf mínus klæðning og listar.
Jesse er með mjög fína þjónustu og var ég kominn með kassann innan við 2 vikum eftir að ég pantaði hann.
Ég stakk nokkrum Cyparis listum ofan í kassann hjá Guðjóni þegar við komum frá Bretlandi í sumar og munu þeir enda í vængnum.
Cyparis hefur sömu eiginleika og harðviður en er álíka léttur og balsi, ekki slæmur eiginleiki.
Hjólastell, bæði aðalhjól og stélhjól, var verslað frá Fighter Aces en þeir eru umboðsaðili fyrir Century Jet Retracts og eru þetta loft upp og loft niður stell.
ModelExpress útvegaði mótor, Zenoah 62, timbur og ýmsa hluti í fjarstýribúnaðinn.
S.M. Services og Bobs Hobby Center eiga einnig e-ð í rafeindabúnaði í vélinni.
Trefjadúkur og epoxy kemur frá Fibretech. Tengi og vírar frá Ashtek.
Vænghaf 232 cm, breidd ca. 53 cm við vængrót.

Guðni sést hér skoða skrokkinn sem er rétt rúmlega 200 cm á lengd.

Hérna sést hjólabúnaðurinn, ekki er ennþá búið að ganga frá skómálum.

Ég hafði því miður ekki efni á að flytja Árna suður svo áhættuleikari var fengin í verkið.

Nú þetta er bara Guðni.

Hérna sést ofan í kassann frá Laser Lizard.

Eini „gallinn“ ef svo má kalla er það hversu vel þetta er skorið, hlutirnir bókstaflega detta úr rammanum.

Hér sést rif úr öðrum flapsanum sem virkar einnig sem hreyfihorn. Þarna sjást líka litlu höftin sem halda hlutunum á sínum stað.
Takið eftir stöfunum og bogalínunni, þetta er allt gert með laserskurði og bogalínan er rétt það djúp að það er hægt að greina hana með nöglunum.

Hér sést svo hluti af rifjunum.

Smá jólastemmning komin á svæðið.

Nú er bara að sjá hversu duglegur maður verður í vetur
