Miðvikudagsföndur Árna: Bixler fer í nefaðgerð - Krumpað frauð lagað

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Post Reply
User avatar
Árni H
Posts: 1586
Joined: 7. Oct. 2004 10:54:00

Re: Miðvikudagsföndur Árna: Bixler fer í nefaðgerð - Krumpað frauð lagað

Post by Árni H »

Eins og sumir muna kannski eftir, þá lenti Bixlerinn minn í smávægilegu og bráðfyndnu flugatviki á Patró Intl. um daginn. Það var auðvitað gert við hann "til bráðabirgða" á staðnum og flogið áfram enda aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Nefið á Bixlernum var reyndar veikt og sprungið fyrir eftir aðrar misheppnaðar æfingar skömmu fyrir Patró eins og sjá má hér að neðan.

Það sem ekki var gert við á Patró var þetta myndarlega boxaranef, sem var komið á vélina eftir knockout höggið frá terra firma þeirra Patreksfirðinga. Boxaranefið hafði vitaskuld engin áhrif á flugeiginleikana og hefur verið svona síðan. Sumir kalla þetta útlit "hjúkkuklossa".

Image

Í dag reyndi ég að rétta úr nefinu með því að stinga því í um það bil 90° heitt vatn og sjá svo hvað gerðist.

Image

Nefið rétti snarlega úr sér eftir ca einnar mínútu bað og lítur nú mun betur út! Einfalt og fljótlegt :)

Image

Svona má oft laga frauðvélar sem hafa lent í hnjaski - ég mæli með því að prófa þetta!

Kv,
Árni H Bixlerbróðir
User avatar
Gauinn
Posts: 603
Joined: 29. May. 2012 23:24:07

Re: Miðvikudagsföndur Árna: Bixler fer í nefaðgerð - Krumpað frauð lagað

Post by Gauinn »

Takk fyrir þetta, ekki veitir af svona ráðleggingum.
Langar að vita miklu meira!
User avatar
arni
Posts: 276
Joined: 3. Oct. 2012 18:55:55

Re: Miðvikudagsföndur Árna: Bixler fer í nefaðgerð - Krumpað frauð lagað

Post by arni »

Flott hjá þér nafni.Bixlerinn klikkar ekki.Hlakka til að hitta ykkur í ágúst.
Kær kveðja Árni F.
User avatar
hrafnkell
Posts: 247
Joined: 10. May. 2010 15:58:22

Re: Miðvikudagsföndur Árna: Bixler fer í nefaðgerð - Krumpað frauð lagað

Post by hrafnkell »

Ég prófa þetta undir eins. Takk fyrir ráðið :)
User avatar
Haraldur
Posts: 1409
Joined: 20. May. 2005 15:19:44

Re: Miðvikudagsföndur Árna: Bixler fer í nefaðgerð - Krumpað frauð lagað

Post by Haraldur »

Ef menn vilja ekki baða vélina þá er líka hægt að hella heitu vatni í tusku og setja hana svo yfir svæðið og þannig "sjóða" plastið. Svoleiðis náði ég út djúp för úr Wot4E vélinni minni. Hinsvegar fær plastið svokallaða krókódíla áferð og verður frekar gróft. En það er hægt að laga aðeins með fínum sandpappír.
User avatar
Árni H
Posts: 1586
Joined: 7. Oct. 2004 10:54:00

Re: Miðvikudagsföndur Árna: Bixler fer í nefaðgerð - Krumpað frauð lagað

Post by Árni H »

Ef plastid er nuddad lítillega medan tad er volgt má losna vid grófu áferdina ad mestu leyti.
Post Reply