Síða 1 af 2

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 16. Júl. 2013 23:12:33
eftir Sverrir
Það var múgur og margmenni á Arnarvelli í kvöld og greinilegt að flugþorstinn er orðinn mikill eftir vætutíðina síðustu misseri. Vætan lét sig þó ekki vanta í kvöld og litu nokkrir dropar inn annað slagið. Harðjaxlarnir létu það þó ekki á sig fá og flugu bara á milli stærstu dropanna!

Gunni mætti með 50% Cub í sín fyrstu flug á Arnarvelli og var greinilegt að henni leið vel á heimavellinum. Katan fór líka í sitt fyrsta flugtog á Arnarvelli og leist líka bara svona ljómandi vel á, bara verst hvað það var lágskýjað á köflum og lítið um uppstreymi.

Þó nokkuð margir aðilar voru með myndavélar á svæðinu og við eigum eflaust eftir að fá að njóta mynda frá þeim á næstunni!

Takk kærlega fyrir kvöldið allir þeir sem mættu, aldrei að vita nema Gunni slái aftur upp viðlíka flugkomu!!!

Það er svo hægt að sjá fleiri myndir í myndasafni FMS.

Lúlli og Ingólfur í gangsetningu.
Mynd

Steini og Árni að pússla Kötu saman.
Mynd

Kaffisopinn var ljúfur.
Mynd

Mynd

Lúlli frumflaug Texan fyrir Gaujann.
Mynd

Það gekk vel þangað til í lokin að mótorinn drap á sér.
Mynd

En allt endaði þetta vel og Lúlli náði inn á braut.
Mynd

Nóg var af vélum.
Mynd

Lúlli og appelsínan á leið upp.
Mynd

Mynd

Okkar maður einbeittur á svip!
Mynd

Toglestin að leggja af stað.
Mynd

Mynd

Neðra byrði skýjanna fannst von bráðar.
Mynd

Samflug.
Mynd

Kata á leið til lendingar.
Mynd

Mynd

Bombs away!
Mynd

Sá bleiki á leið niður.
Mynd

Gunni og Cub í góðum gír.
Mynd

Mynd

Pétur Hjálmars á leið upp til Gunna.
Mynd

Cub samflug.
Mynd

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 16. Júl. 2013 23:58:25
eftir Guðni
Allar vélar á svæðinu magnaðar...og þá sérstaklega Cubbinn hans Gunna...:)
Set inn nokkrar myndir og jafnvel meira seinna..:)

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd


Kv. Guðni Sig.

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 17. Júl. 2013 00:23:01
eftir Flugvelapabbi
Agætis flugkvöld a Arnarvelli, gleði og anægja þott kuldinn og bleytan hafi verið að striða mannskapnum.
Takk fyrir agætis kvöld
kv
Einar Pall

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 17. Júl. 2013 01:22:35
eftir Gauinn
Ég þakka fyrir samveruna, þetta var skemmtilegt, þrátt fyrir kuldann.
Sérstaklega fyrir mig, þar sem ég sá Texaninn minn á lofti, þó ég hafi komið með hann, fyrir áeggjann Lúlla, þá bjóst ég nú einhvern veginn ekki við að sjá hann á lofti, orðinn rótgróið heimilsskraut.
Yessssss! Hann var bara svona ljómandi fínn, eins og allar vélar sem þarna flugu.
Skemmtilega virðulegur Cup inn hanns Gunars.

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 17. Júl. 2013 08:27:32
eftir Agust
Ég tek eftir að þarna eru margir í vélsleðagöllum eða vetrarúlpum á heitasta tímabili ársins, miðjum júlí. Er þetta eðlilegt?

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 17. Júl. 2013 08:54:57
eftir Árni H
Lítur vel út - vid búum nú nú bara á Íslandi og gallinn fer yfirleitt med manni à völlinn til öryggis :-)

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 17. Júl. 2013 11:12:17
eftir Haraldur
[quote=Agust]Ég tek eftir að þarna eru margir í vélsleðagöllum eða vetrarúlpum á heitasta tímabili ársins, miðjum júlí. Er þetta eðlilegt?[/quote]

Nei, en í gær var það nauðsynlegt.

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 17. Júl. 2013 12:51:19
eftir maggikri
Thad ma ekki lita af ykkur ta er buid ad sla upp flugkomu.
Kvedja ur sol og 40 stiga hita a Spani og ekki islenskt lyklabord.
Bleyta hvad allavega flottar myndir!
MK

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 17. Júl. 2013 14:35:36
eftir Gaui
Maggi -- þú bara skiptir um lyklaborð með hugbúnaðinum og leitar svo að íslensku lyklunum!

:cool:

Re: Arnarvöllur - 16.júlí 2013 - Miðjúlí flugkoma Gunnars

Póstað: 18. Júl. 2013 17:39:55
eftir einarak
Hún er flott, extran hans Gústa
Mynd