Lipo

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Lipo

Póstur eftir Gauinn »

Ég á svona 3 sellu blátt batterý, stundum þegar það er komið í Fönix þá virkar hann ekki og þegar ég set mælir á það sýnir hann aðeins 2, sellu og spennan eftir því, svo þegar ég tek það úr sýnir hann etv, stundum 3, sellu.
Hvað á ég að gera, henda því?
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lipo

Póstur eftir Sverrir »

Það væri kannski reynandi að opna það og skoða hvort það sé laus vír en þar sem þetta ert þú kallinn minn þá ættirðu að losa þig við það sem allra fyrst. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Lipo

Póstur eftir Gauinn »

Ekkert smá fyndinn, kallinn. =D
Allt í lagi í hleðslutækinu?
Kem í Hreiðrið og opna það þegar þú ert viðstaddur, hrelli þig ærlega. =D
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lipo

Póstur eftir Sverrir »

Sá fyndnasti! Nei í guðanna bænum ekki koma nálægt hreiðrinu með þetta! ;)

Ef þetta væri í tækinu þá sæirðu það væntanlega á fleiri rafhlöðum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Lipo

Póstur eftir Gauinn »

Læt sprengjudeild Landhelgis gæslunnar um málið.
En í alvöru talað, það er ekkert grín að farga svona löguðu ef vel á að vera.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Lipo

Póstur eftir Agust »

Ég lenti í því í gær að blátt Turningy batterí (3 sellu 2,2Ah) vildi ekki taka almennilega hleðslu. Á hleðslutækinu er hægt að sjá spennuna á hverri sellu fyrir sig með þí að þrýsta á ákveðinn takka.

Spennan á einni sellunni fór aðeins í 3,80V meðan spennan á hinum tveim hélst í 4,20V. Hleðslutækið reyndi lengi vel að balansera rafhlöðuna en gafst að lokum upp.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona löguðu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Lipo

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Agust]Ég lenti í því í gær að blátt Turningy batterí (3 sellu 2,2Ah) vildi ekki taka almennilega hleðslu. Á hleðslutækinu er hægt að sjá spennuna á hverri sellu fyrir sig með þí að þrýsta á ákveðinn takka.

Spennan á einni sellunni fór aðeins í 3,80V meðan spennan á hinum tveim hélst í 4,20V. Hleðslutækið reyndi lengi vel að balansera rafhlöðuna en gafst að lokum upp.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona löguðu.[/quote]
Alveg eins rafhlaða?
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Lipo

Póstur eftir Gauinn »

Ég fór með rafhlöðuna á Arnarvöll á þriðjudagskvöldið.
Bar þetta undir Gústa, "Gaui minn, þú klippir bara tengin af og hendir rafhlöðunni" svo tók hann hana og gerði við.
Húmorinn er í góðu lagi hjá honum eins og vant er. =D
Langar að vita miklu meira!
Svara