Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Gaui »

Mynd

Kæru félagar og vinir.

Flugkoma FMFA 2013 verður kannski ekki eins lífleg og í fyrra, en þó getum við búist við góðu veðri og skemmtilegu flugi eins og vanalega.

Sendagæsla og flug byrja klukkan 09:00 og flugmenn með senda á 35mHz bandinu eru hvattir til að afhenda senda sína eins fljótt og auðið er og fá tíðniklemmu til að koma í veg fyrir óhöpp. Tíðnispjaldið okkar góða verður á sínum stað. Þeir sem eru með senda á 2,4 gHz ættu ekki að þurfa að afhenda sína senda, en þeir mega það ef þeir vilja.
 
Módel skal geyma á sérmerktum svæðum sem staðsett eru vestan við startboxið. Þannig geta áhorfendur skoðað módelin handan girðingar án þess að eiga á hættu að ganga á þau.
 
Hver flugmaður verður að hafa aðstoðarmann með sér sem getur sagt honum til um það sem er að gerast annars staðar og aðstoðað hann við að færa til módel og starttæki fyrir og eftir flug. Þetta er sérlega mikilvægt þar sem við getum búist við flugvélum í fullri stærð í heimsókn og þá er gott að hafa einhvern sem getur leiðbeint manni um staðsetningu og annað. Ætlast er til að flugmenn eða aðstoðarmenn fjarlægi módel og starttæki úr startboxinu þegar flugi er lokið.
 
Ekki má ræsa mótora nema módelið sé statt í startboxinu. Módelum má aðeins aka á merktri braut á milli flugbrautar og startsboxins. Aðstoðarmaður skal þá vera til taks til að hafa hemil á módelinu og forða árekstrum.
 
Flugmenn skulu standa á hliðarlínu flugbrautar á meðan þeir fljúga, það nálægt hver öðrum að þeir geti talast við á meðan þeir fljúga. Þeir skulu bara fljúga yfir flugbraut og austan megin við hana. Þegar tvö eða fleiri módel eru á lofti í einu skulu allir fljúga sama umferðarhring.
 
Algerlega er bannað að fljúga yfir sýningarsvæði, startbox og bílastæði.
 
Eftir flug verður að drepa á mótor þegar módel kemur inn í startboxið. 

Upp úr klukkan 18:30 ætlum við síðan að fíra upp í grillinu og skella nokkrum vel völdum steikum á það til að seðja sárasta hungur. Þeir sem vilja fagna með okkur í því geta nálgast miða á grillið í Flugstöð Þórunnar Hyrnu, en þar verða líka seld kaffi og vöfflur allan daginn. Jón V. Pétursson ætlar að koma með dálítið af dóti úr Reykjavík og bjóða þeim sem vantar eitthvað smálegt til sölu.

Með von um skemmtilega flugkomu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Gaui »

Svo skemmtilega vill til að skilti sem við höfum notað síðastliðin 8 eða 9 ár hefur nú verið kært til sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar fyrir að sýna klám:

Mynd

Spurning hvað við gerum í þessu, fjarlægjum stúlkuna af flugvélinni eða látum sem ekkert sé.


Þess má geta að veðurhorfur fyrir laugardag sýnast nokkuð góðar, þó að hugsanlega geti orðið einhverjar skúrir. Þá er bara að hafa með sér segl sem breiða má yfir módelin á meðan skúrir ganga yfir.

Vindur verður hægur samkvæmt þessum sömu spám og hiti á bilinu 11 til 15 gráður.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Sverrir »

Sendið fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins og fáið ókeypis auglýsingu! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Haraldur »

Nojarnir og veðurstofan spá hellirigningu á laugardeginum. Reyndar á Akureyrir. Hverjum á maður að trúa?
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Ingþór »

Bjóða einhverri módelskifstofu að senda fyrirsætur á staðinn og standa undir nafni... vá hvað það býður uppá marga orðaleiki
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Sverrir »

Veðurspár eru bara það, spádómar, reyndar unnir út frá reiknilíkönum og stundum furðu nákvæmar, sérstaklega þegar stöðug skilyrði eru í nánd. En það þarf líka að skoða staðhætti á hverjum stað, Melgerðismelar og Akureyri er alls ekki sami hluturinn, frekar en Hafnarfjörður og Keflavík eða Reykjavík og Hveragerði.

Veðurspáin er mjög góð fyrir sunnudag og mánudag og ég veit alla vega hvað ég verð að gera þá daga ef lítið verður um flug á laugardeginum. Látum ekki skrifstofublækur skemma góðar flugkomur fyrir okkur! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Taka skjámynd af þessari vefsíðu og senda sveitarstjórninni og segja þeim að það sé sjálfsagt að taka burt þessa mynd ef samtímis verði lokað í Eyjafirði fyrir aðgang að vefsvæðinu bleikt.pressan.is.

Sakna þess að komast ekki norður til að sjá umrætt auglýsingaskilti, vinnan kallar :/

Viðbót...
Það er myndarleg myndasyrpa af Njújorkskum dömum á undirfötum á vef mbl.is svo hann þyrfti sennilega að fá að fylgja með í lokuninni.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Sverrir]Veðurspár eru bara það, spádómar, reyndar unnir út frá reiknilíkönum og stundum furðu nákvæmar, sérstaklega þegar stöðug skilyrði eru í nánd. En það þarf líka að skoða staðhætti á hverjum stað, Melgerðismelar og Akureyri er alls ekki sami hluturinn, frekar en Hafnarfjörður og Keflavík eða Reykjavík og Hveragerði.

Veðurspáin er mjög góð fyrir sunnudag og mánudag og ég veit alla vega hvað ég verð að gera þá daga ef lítið verður um flug á laugardeginum. Látum ekki skrifstofublækur skemma góðar flugkomur fyrir okkur! ;)[/quote]

Það er allveg rétt. Þarft ekki einu sinni að fara í annað bæjarfélag. Hef upplifað rigningu á golfvellinum meðan ekki kom dropi úr lofti niðri í bæ.

Enda bætti ég við "reyndar á Akureyri". Höfum s.s. upplifað allt annað veður á Melgerðismelum en á Akureyri áður á flugkomunni. Þar sem ég er í tjaldi, og hef ekki þann lúksus að vera í húsi, þá þarf ég líka að skoða alla hina daganna, frá föstudagskvöldi fram á sunnudag. Það er ekki víst að ég meiki það að vera í bullandi rigningu frá föstudegi fram á sunnudag með allt dótið rennandi blaut.

Það er langt í helgina svo ég örvænti ekki. Ég er er með plan B. (nei ekki golf :) Það er plan C ;) ).

Gauji, var ekki enhver síða sem sýndi veðrið aðeins nær Melgerðismelum en Akureyri?
Passamynd
Grétar
Póstar: 25
Skráður: 29. Mar. 2012 20:47:57

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Grétar »

Torfur eru 2 km norðan við Melgerðismela.

Veður síðasta sólarhringhttp://brunnur.vedur.is/athuganir/sjalf ... ex_1d.html

Það var næturfrost s.l. nótt,en 17 stiga hiti í dag, svo það er betra að vera viðbúinn kulda á nóttunni.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 10. ágúst

Póstur eftir Messarinn »

Það er engin veður spá á Torfum bara rauntíma veður athuganir sem settar eru inná síðuna http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kor ... ation=3371 með klukkustundar millibili

Sjá kort
http://ja.is/kort/?type=map&q=Torfur&x= ... 554856&z=5

Kv Messarinn
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara