Síða 1 af 1
Re: Saga flugsins?
Póstað: 10. Des. 2006 23:40:11
eftir Siggi Dags
Saga flugsins á íslensu , ensku, dönsku o.s.fr.
Eru einhverjar bækur, síður o.s.fr...
Sem þið getið mælt með fyrir heimskingja?
Sem sé: Saga, tækni , hvers, vegna o.sfr..
Þarf að kynna mér þráðinn, söguna og ferilinn.
Fyrirfram takk.

Re: Saga flugsins?
Póstað: 11. Des. 2006 00:11:51
eftir Gaui
Sigurður
Farðu inn á síðuna hjá Traplet (
http://www.traplethouse.com/). Þar er mikið af bókum um allt sem módelmenn gætu þurft að vita.
Ef þú kannt á ebay, þá er hér ein:
http://cgi.ebay.co.uk/The-Hamlyn-Histor ... dZViewItem
Re: Saga flugsins?
Póstað: 11. Des. 2006 11:15:15
eftir Björn G Leifsson
Saga flugsins á Íslandi var gefin út undir nafninu "Annálar íslenskra flugmála" í fimm bindum á árunum 1971 til 1988. Höfundur/ritstjóri var Arngrímur Sigurðsson, útgefandi: Bókaútgáfa Æskunnar.
Gæti kannski fengist á fornbókasölu. Rosa fínar bækur.
Re: Saga flugsins?
Póstað: 11. Des. 2006 11:19:46
eftir Björn G Leifsson
Og svo dettur mér í hug
síðurnar hans Baldurs Verslókennara Sveinssonar sem eru hluti af íslenskri flugsöguskráningu.
Re: Saga flugsins?
Póstað: 11. Des. 2006 12:09:28
eftir Siggi Dags
Þakka ykkur upplýsingarnar.
Kíki á þetta

Re: Saga flugsins?
Póstað: 11. Des. 2006 18:30:33
eftir Gaui
Ég er nú ekki sammála um að Annálar íslenskra flugmála séu rosa fínar bækur. Þetta er samsafn allra frétta sem komið hafa um flugmál á öldinni, sett upp eins og Oldin okkar og þær bækur. Þetta er gjörsamlega dauð umfjöllun og í raun er orðið „umfjöllun“ rangt, því það er ekkert fjallað um efnið, bara klipptar saman fréttir, auglýsingar, fundargerðir og fleira.
Re: Saga flugsins?
Póstað: 11. Des. 2006 20:08:20
eftir Björn G Leifsson
Æ látt'ekki svona Gaui... Þú rústar fyrir mér sælli minningu
Þetta var uppáhaldslesningin mín á sínum tíma. Hef ekki séð þær í 20 ár amk.
Þurfti að hringja í pabba til að rifja upp smáatriðin um þær en þær liggja núna rykfallnar í hobbíhorninu hans.
Þær eru fínar til síns brúks, sem annálar.
Re: Saga flugsins?
Póstað: 11. Des. 2006 22:27:45
eftir Gaui
Enda heita þær „Annálar ...“. Það þarf sagnfræðing til að skoða flugsöguna og skrifa almennilega sagnfræðilega úttekt á henni. Líklega eru engir sagnfræðingar með flugáhuga ???