Síða 1 af 1
Re: Kynningarmyndband Þyts
Póstað: 3. Sep. 2013 00:41:20
eftir Sverrir
Kynningarmyndband um flugmódelfélagið Þyt sem Böðvar Guðmundsson framleiddi seint á síðustu öld. Um miðja mynd sést líka hve gríðarleg landmótun hefur verið unnin með landfyllingum hjá Hamranesi upp úr aldamótum.
Re: Kynningarmyndband Þyts
Póstað: 3. Sep. 2013 08:56:07
eftir lulli
Stórglæsilegt myndband!
..Og stendur auðveldlega fyrir nafni, -GULLMOLI-
Það er gaman að sjá þessa ,og hvernig fullkominn metnaður er í öllu sem tekið er fyrir.
Sniðugt td. í lendingarkeppninni þar sem kynning hvers keppanda er klippt inní flugtak viðkomandi.
Gæti haft miklu fleiri orð,, en líklega dugar að segja að "þetta er Þytur í hnotskurn"
Takk fyrir þetta.!
Kv. Lúlli.
Re: Kynningarmyndband Þyts
Póstað: 3. Sep. 2013 17:44:02
eftir Gauinn
Já! Hvað skal segja? Ég á bara ekki til orð, gullmolar í haugum.
Re: Kynningarmyndband Þyts
Póstað: 3. Sep. 2013 17:45:26
eftir Böðvar
Takk Sverrir að setja þetta inn.
Tek það fram að öll vinna við gerð þessara kynningamyndar var gefins, myndataka, þulur, textagerð og klipping, eini útlagður kostnaður einhverjir þúsund karlar var að ég þurfit að fara í myndvinnslustúdíó Myndvarp ehf. sem var til húsa í Ármúla 3 á 3 h. þar sem nú er Lýsing ehf. til húsa, til að taka upp módelið hangandi í veiði - girni með bláan bakgrunn til að geta fellt módelið með króma töku, yfir flugskotið sem ég tók yfir eyjarnar í Mývatni þegar ég var með Ómar Ragnarsson og Frúnna á leigu hálfan dag að gera sjónvarpsauglýsingu um Sirkus Arena þegar sá flokkur kom til landsins á Seyðisfjörð með Norrænu.
Já það er margt sem kemur upp í hugann að sjá þessa gömlu kynningarmynd um módelflug.
Re: Kynningarmyndband Þyts
Póstað: 3. Sep. 2013 18:32:36
eftir Agust
Það er gaman að rifja upp þennan tíma. Mikill kraftur var þá í flugmódelmönnum.
Á þessum myndum er nánast enginn ARFi, eiginlega allt smíðað á gamla mátann.
Gaman að rifja upp hvernig Óli Sverris flutti 33% Pittsinn sínn samsettan á toppgrind bílsins frá Hafnarfirði á Geirsnef. Hvers vegna gera menn ekki svipað í dag?
Tóku menn eftir fundinum hjá Þyt? Þarna var Ottó Tynes líklega að kenna flugeðlisfræði og allir fylgdust með af mikilli athygli. Svona fundir voru algengir þá. Mjög oft voru fengnir reynsluboltar úr vélflugi, svifflugi, fisflugi, o.s.frv, til að fræða okkur.
Svo voru það flugsýningarnar mögnuðu... Bestu flugsýningar ársins, betri en þær sem haldnar voru á Reykjavíkurflugvelli.
Frábær myndataka hjá meistara Böðvari !
Re: Kynningarmyndband Þyts
Póstað: 6. Sep. 2013 22:22:29
eftir Pétur Hjálmars
Það er til flott " Video" -mynd af Arnari ( gamla ritara (og ég held formanni) Þyts, nú Floritabúa, USA)
með Sukoi "eitthvað" á toppnum á bifreið sinni á leið á Hamranes, 1800 og eitthvað eða 1900.
Á þeirri mynd var stélið laust og lyftist eftir því sem hann auk hraðann.
Ég sá þetta í "Sjónvarpi allra landsmanna" hér til forna.