Síða 1 af 2

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 06:55:04
eftir Sverrir
Já nú er sko tækifærið til að eignast Þrist í skalanum 1:6. Vélin vegur um 62 kg, er knúin af tveimur Zenoah 62 bensínmótorum, vænghaf er um 488 cm.

Margvíslegur útbúnaður fylgir vél af þessari stærð, svo sem: tveir JR móttakarar, S.M.Services. RX Buddy, fimm rafhlöður, fjórir rafmagnsrofar þar af tveir Honeywell Milspec rofar, búnaður sem fylgist með ástandi rafhlaðnanna og birtir upplýsingarnar á þar til gerðum LCD skjá, níu HiTec HS700BB servó, eitt HiTec seglskútuservó, þrjú JR standard servó, hjólabúnaðurinn er knúinn af SMC loftkerfi(iðnaðarkerfi).

Módelið er allt klætt með prentplötum, málað með Flair Spectrum og veðrað eftir kúnstarinnar reglum. Módelið skiptist upp í 5 parta í sundurtekningu og er LMA/CAA vottað út mars 2008 en þarfnast þó endurnýjunar fyrir nýjan eiganda, þ.e.a.s. ef hann ætlar að fljúga vélinni í Bretlandi. Módel í þessari þyngd þarfnast sértryggingar hér heima.

Þetta allt fæst fyrir aðeins £8000 eða mjög nálæg boð.

Möguleiki er á heimsendingu gegn greiðslu ferðakostnaðar. Áhugasamir geta haft samband við Phil í síma +44 0191 3883815 eða phil.fighteraces@virgin.net.

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 10:38:38
eftir kip
úff hvað á ég að segja konunni?
1. "Elskan ég þarf að borga gamla spilaskuld"
2. "Elskan ég er gjaldþrota"
3. "Elskan nú verð ég velja, Þristurinn eða þú"
4. "Elskan vinur minn gaf mér þessa flugvél"

Uppástungur?

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 10:55:56
eftir Björn G Leifsson
5. "Heyrð'elskan. Ég er bara að geyma þetta fyrir kunningja...."

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 11:05:25
eftir Sverrir
6. Ég þarf að fara á sjóinn í nokkra mánuði, þú reddar þessu bara...

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 11:10:55
eftir teddi
hvað með að þetta birtist undir jólatréinu á aðfangadag með korti "til didda frá jólasveininum"

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 11:17:36
eftir kip
Til: Didda
Frá: Tedda
- og Guðfinnu grunar ekki neytt

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 11:26:17
eftir Sverrir
Hún er nú í 5 pörtum þannig að til að dreifa þessu enn frekar þá get ég gefið þér einn hluta, teddi einn, gaui einn, jólasveininn einn og svo kannski einn frá páskakanínunni... Ætli það sé hægt að versla vélina í pörtum??? :rolleyes:

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 14:01:25
eftir Þórir T
Mér sýnist á öllu að ég sé nú þegar búinn að nota flest af ofantöldu :/

Mr T

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 17:33:54
eftir Ingþór
a. Krassa Mustangnum og koma með hann heim í plastpoka
b. Virðast voðalega leiður yfir því að hafa krassað vélinni og gerast óstarfhæfur í svefnherbergi sem og öðrum sameginlegum húsverkum
c. Hún segjir þér að kaupa þér nýja vél til að hressa þig við, eða gefur þér jafnvel gjafabréf á Þröst í jólagjöf til að hressa þig við.
d. Koma heim með nýja þristinn :D

Re: 11.12.2006 - Þristur til sölu

Póstað: 11. Des. 2006 22:35:13
eftir kip
Þetta hjómar eins og plan!