Síða 1 af 1

Re: Jólagetraun

Póstað: 12. Des. 2006 01:51:49
eftir Sverrir
ATH. Frestur til að skila inn svörum rennur út á miðnætti þann 17.desember en ekki þann 18. eins og stóð.



Jæja er ekki komin tími til að hafa smá jólagetraun, hver veit nema verðlaun verði í boði. Alla veganna fyrir fyrsta sætið!
Tíu spurningar af öllum stærðum og gerðum eru á matseðlinum í ár, sendið svörin á jolagetraun2006@frettavefur.net með Jólagetraun 2006 í fyrirsögninni.
Staðfestingarpóstur verður svo sendur til ykkar um að pósturinn hafi komist til skila.
Notendanafn ykkar hér á vefnum þarf að koma fram í póstinum ella verða svörin ekki tekin gild!
Þátttökurétt hafa allir sem voru skráðir notendur hér á spjallinu þann 1.desember sl.

Ekki verður tekið við svörum eftir 17.desember!



1. Hvað heitir þessi?
Mynd

2. Hvaða mótor framleiðir þetta hljóð? Hann var notaður bæði í amerískri og breskri vél.
https://frettavefur.net/myndirModelmann ... /hljod.wav

3. Nýr flugmódelvöllur var vígður á árinu, hvaða flugmódelfélag hefur aðsetur á honum?

4. Fréttavefurinn opnaði myndasíðu fyrir notendur sínar á árinu, hvaða dag var þetta tilkynnt?

5. Hvaða dag og ár opnaði Fréttavefurinn umræðuþræðina?

6. Spitfire þekkja langflestir en hvaða vél er þetta með henni á myndinni?
Mynd

7. Hvenær er áætlað að halda Fréttavefsflugkomuna á næsta ári?

8. Hvað heitir þessi?
Mynd

9. Hvaða ár kom Fréttavefurinn fyrst á netið?

10. Hvað hét sá áttundi?


Ábending:
Hægt er að finna svörin við velflestum þessara spurninga hér á Fréttavefnum, hvort heldur sem er í eldri fréttum, umræðunum eða öðrum hlutum vefsins.
Það borgar sig að vera nákvæmur í svörum því ef jafnt verður með einhverjum þá verða svörin grandskoðuð áður en að til hlutkestis kemur.
Myndir og hljóð er að finna hérna > http://myndir.frettavefur.net/thumbnails.php?album=84

Re: Jólagetraun

Póstað: 19. Des. 2006 20:29:49
eftir Sverrir
Jæja, þá er það afstaðið :cool:

Mig langar að þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt (báðum tveim) með því að senda inn svör við spurningunum.
Nánari fréttir birtar þegar búið verður að útdeila verðlaununum en á meðan getið þið skemmt ykkur við að lesa svörin.

1. Fairy Gannet
2. RR Merlin
3. Flugmódelfélag Suðurnesja
4. 7.janúar
5. 17.apríl 2004
6. Hawker Hurricane
7. 18.ágúst
8. HP Halifax
9. Seinni hluta árs 1999
10. Skyrgámur

Re: Jólagetraun

Póstað: 19. Des. 2006 21:34:56
eftir Offi
Hey... þú hefur breytt einhverju... þetta passar ekki við öll svörin mín!!! :mad:

Re: Jólagetraun

Póstað: 19. Des. 2006 21:57:45
eftir Sverrir
Hmmm, var það ekki öfugt, þú breyttir e-u ;)

Re: Jólagetraun

Póstað: 21. Des. 2006 03:19:37
eftir Sverrir
Eins og hefur komið fram þá tóku aðeins tveir þátt að þessu sinni, þeir Björn G Leifsson og Ófeigur Ö. Ófeigsson(Offi). Björn svaraði öllum 10 spurningunum rétt en Ófeigur flaskaði á áttundu spurningu. Óskum við þeim til hamingju með verðlaunin.

Re: Jólagetraun

Póstað: 22. Des. 2006 23:55:19
eftir Birgir
Ahh,, Ég tók ekki þátt, af því að ég vissi að ég mundi ekki hafa svör nema við helming af þessum spurningum.

Björn.. Hvernig fórstu að þessu ? Þú ert algjör gúrú,, flott hjá þér, og frábær verðlaun.
Hvað með norðanmenn ? Þið hefðuð hugsanlega átt möguleika í Björnin... :) :)

Frábært framtak Sverrir, og Gleðileg Jól allir . :)