Síða 1 af 7
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 15. Sep. 2013 23:14:23
eftir Agust
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 15. Sep. 2013 23:19:17
eftir Haraldur
Fleirri upplýsingar takk. Ekki bara hálkveðnar vísur.
Þettar er eins og vélinn sem Knútur var með fyrir norðann.
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 16. Sep. 2013 05:38:59
eftir Ólafur
Þessi var svifandi yfir okkur á menningarnótt núna siðast. Fór að skoða þetta magnaða tæki. Hver skyldi verðmiðinn vera á þessu.
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 16. Sep. 2013 08:49:33
eftir Þórir T
Veit ekki hvort þetta er eins, en amk hugmynd um verðið...
http://www.amazon.com/DJI-Phantom-Aeria ... B00AGOSQI8
Tæplega 500$
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 16. Sep. 2013 09:28:46
eftir Árni H
Næs!
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 16. Sep. 2013 09:55:24
eftir Agust
Þetta lækkaði um $200 í byrjun síðustu viku úr $680 í $480. Gripurinn lagði þá af stað frá
http://www.bhphotovideo.com/c/buy/Shop- ... 4294255798 í NY og flaug hingað til lands í fyrrinótt.
Fasbók:
https://www.facebook.com/groups/DJIGuys/
Gripurinn kemur með öllu sem til þarf, jafnvel LiPo rafhlöðu, hleðslutæki og sendi. Er með GPS og áttavita.
http://www.dji.com/product/phantom/
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 16. Sep. 2013 11:49:23
eftir Agust
Menn hafa verið að nota DJI Phantom fyrir ýmiskonar breytingar og fikt. Meðal annars:
- Skjáflug FPV með sendi á 5,8 GHz.
- Nota sjálfstillandi rambalda (gimbal) til að ná stöðugri videómyndum.
- Skipta um viðtæki og sendi, t.d. yfir í 9 rása Optima viðtæki og Aurora 9 sendi til að ná mun meiri drægni, hafa möguleika á aukarásum og fá upplýsingar til baka um rafhlöðuspennu.
- Setja hærri koltrefjalappir í stað plastlappa til að fá betra pláss fyrir rambalda.
- Ýmislegt fleira sem t.d. má sjá á Fasbókarsíðunni eða hér:
http://phantomguide.com/.
Sem sagt, þetta er tiltölulega ódýr búnaður "með öllu" sem hægt er að breyta og bæta.
Rambaldi er íslenska orðið fyrir gimbal:
http://ordabanki.hi.is/wordbank/terminf ... stResult=0
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 16. Sep. 2013 14:15:02
eftir Agust
Svo þetta hér...
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 17. Sep. 2013 14:54:51
eftir hrafnkell
Ég prófaði svona fyrir nokkrum vikum, fínasta græja og lítur voða fínt út með svona skel yfir öllu.
Veit samt ekki alveg hvort það sé hægt að þetta svífi eitthvað.. Sennilega ekki mikið betur en t.d. múrsteinn
Ertu kominn með græjuna í hendurnar?
Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 17. Sep. 2013 15:43:02
eftir Agust
[quote=hrafnkell]
Ertu kominn með græjuna í hendurnar?[/quote]
Kom á sunnudagsmorgun með vél frá NY. Er í rólegheitum að skoða, setja saman (eiginlega þarf bara að hlaða batteríið, setja spaða á og lendingafætur - og síðan fínstilla með forriti í PC tölvu), og lesa um reynslu manna á netinu. Flaug svona grip í bakgarðinum heima í fyrra og gekk bara nokkuð sæmilega, enda mikil hjálp í GPS-inu og áttavitanum.