Síða 1 af 3

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 22. Sep. 2013 21:08:23
eftir Gauinn
Þessi vél var prófuð á Hamranesinu í dag, engin smá vél!MyndMynd

Tveggja manna tak!
Mynd

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 01:20:44
eftir Jón Björgvin
Engin video vél á staðnum :O ??

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 09:09:01
eftir Gauinn
Nú þekki ég ekki menn og ómannglöggur með afbrigðum, en þessi í gula gallanum var með eitthvað svoleiðis held ég.

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 09:17:24
eftir Agust
Ég átta mig ekki á því hverjir þetta eru.

Er vélin atvinnutæki eða venjulegt áhugamannaflugmódel?

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 10:29:08
eftir Haraldur
Vonandi í félaginu? ;)

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 11:30:04
eftir Gauinn
Bíddu nú við, ég var á ferð í nágrenninu og kom við, þarna voru Þytfélagar fyrir og þessi með stjórntækin, sem beið eftir þyrlunni. svo komu menn á bíl merktum köfunarþjónustu með hana á pallinum.
Mér skildist að þetta væri kvikmyndatæki, svo veit ég ekki meir, nema það fór mikill tími í "trimmingar" af öllu tagi. Þeir voru að taka saman þegar ég fór.

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 13:07:02
eftir Böðvar
Þetta er nýja leiktækið mitt, fjarstýrð þyrla sem ég hef verið að stilla og trimma til í sumar. Er löngu búinn að stilla hana svo ég geti flogið henni manualt, en það tekur tíma að fínstilla sjálfstýribúnaðinn. Þessi þyrla er eins og hugur manns ótrúlega stöðug í nánast hvaða veðurskilyrði sem er eða þannig. Prufaði að fljúga henni út á Hamranesi um síðustu helgi þegar mikla rokið var að skella á það sló upp í 15 m/s og vinnuborðið á Hamranesi fauk um koll en þyrlan var eins og klettu algjörlega kyrr í loftinu. Miklu meira rok en þegar ég flaug Piper Cub á Hamranesi um daginn í ca, 7 til 9 m/s og Piperinn henntist til og frá.

Segi ykkur seinna hvaða búnaður er í vélinni, t.d. GPS Staðsetningar búnaður, hröðunarskynjarar, áttaviti, Hæðarmæla staðsetningar búnaður, og þetta hefðbundna sem er í þyrlum 3ja ása gíró, jafn snúningshraði spaða eða Governor 1450 RPM, og fl. Þyrlan getur húverað sjálfvirkt á sama stað nánast kyrr í loftinu í allt að 45 mínútur.

Ég er þyrluflugmaðurinn hefðbundinn módelflugmaður og flýg þyrlunni á hefðbundin hátt sjónflug alrei lengra en að ég sé hana vel. En ef þyrlan er notu til að mynda úr t.d. einhver af ykkur langar til að skella myndvélinni ykkar framan á Rambaldið, sem tekur allar stærðir, eða vídeó myndavélar, þá er myndavélin einfaldlega skrúfuð föst þar og tökumaðurinn eða ljósmyndarinn fær FPV búnað sjónvarpsgleraugu eða þá að vídó signalið er tengt við lítinn sjónvarpsskjá með skygni sem myndasmiðurinn getur horft á án þess að sólarljós trufli hvað hann sér á skjánum. og getur síðan með sendi stjórnað ljósmyndavélinni á Rambaldinu á alla kanta, en Rambaldið er með sjálvirkan jafnvægisbúnað sem tekur út hreyfingar þyrlunnar, og ljósmyndarinn getur myndað úr lofti hvað sem hann vill. Þá virkar þessi þyrla sem fljúgandi þrífótur fyrir þann sem vill taka ljósmynd eða kvikmynd. Myndatökumaður biður þann sem stjórnar þrífætinum að stilla honum hér eða þar og þá gerir þyrluflugmaðurinn það eftir bestu getu og stillir honum upp það er að segja henni þyrlunni. Svo er líka hægt að fljúga þrífætinum á hlið eða snúa honum í hringi.

Mótorinn er með stimpla sem hreyfat á móti hvorum öðrum og er því engin titringu í vélinni þegar búið var að stilla spaðana nákvæmlega.

Hér eru nokkrar myndir:
Hér er ég búinn að festa blý framan á vélina þar sem myndavélamontið festist á, og nota þetta frábæra flugskýli yfir sendin og puttana þannig að ég þoli að fljúga bæði í roki og rigningu eða þannig.
Mynd
Mynd
Hérna var ég að prufa þyrluna í brjáluðu roki og vinnuborðið fauk um koll en þyrlan haggaðist ekki, en vildi alltaf snúa upp í vindinn eins og vindhani.
Mynd
Myndavéla montið Rambali eða hvað þetta er nú kallað.
Mynd

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 13:42:55
eftir Agust
Þetta er aldeilis flott vél Böðvar. Til hamingju með gripinn :)

Gott að sjá að þarna er ábyrgur módelflugmaður á ferð sem kann til verka.

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 13:58:50
eftir Böðvar
Þakka þér fyrir Ágúst minn kæri og ég hlakka til að prufa þessa frábæru ljósmyndavél sem þú seldir mér á tambólu verði http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=7536 Lumix FZ 150 og taka alvöru myndir úr lofti.

Re: Hamranes - 22.september 2013

Póstað: 23. Sep. 2013 14:59:48
eftir Böðvar
Flugskýlið fyrir Futaba T12FGH 2,4Gh. sendinn, loftnetið fer út um mjúkt plast og hægt að stilla gráðurnar á loftnetinu, og það kemst engin bleyta inn að sendinum, Myndatökumaður er með alveg eins útbúnað og þyrluflugmaðurinn hefur, sem sagt tveir Futaba T12FGH sendar.
Mynd
Hérna er litla æfingar þyrlan
Mynd