Bæta við rásum í Fjarstýringar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bæta við rásum í Fjarstýringar

Póstur eftir einarak »

Ætlaði aðeins að forvitnast, ég er með Multiplex Pico sendir, sem er 4ja rása en stækkanlegur uppí 6 rása, mig vantar rofa fyrir hinar tvær, ég finn þetta hvergi á netinu, er þetta universal? Gæti ég notað úr öðrum sendir? eða er ekki hægt bara að smíða þetta sjálfur?
Tengin við straumborðið í sendirnum eru alveg einsog servo tengi, 3ja víra. Þá hlítur að vera einn stýristraumur (inn) og hinir tveir þá bara út?
Á einhver rafmagnsteikningar af svona sendir eða bara einhverskonar sendir sem ég gæti haft til hliðsjónar?

öll "hint" vel þegin :D

kv. E
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bæta við rásum í Fjarstýringar

Póstur eftir Gaui »

Einar

Ég myndi leita í módelbúðum á netinu bæði í Þýskalandi, Englandi og á Norðurlöndum. Ég myndi ekki gera ráð fyrir a finna neitt íþetta hér á landi vegna þess að Multiplex hefur lítið verið flutt inn, nema þá ef einhver hefur keypt það sjálfur (og þá hugsanlega lætt því framhjá tollyfirvöldum??)

Ef þig langar í fleiri rásir, þá væri miklu skynsamlegra fyrir þig að skoða úrvalið af þeim „alvöru“ fjarstýringum sem Þröstur er að selja. Hann er aðallega með Futaba og JR.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Bæta við rásum í Fjarstýringar

Póstur eftir Haraldur »

Varúð!
Bara af því að tengið lítur út eins og servo tengi þá er ekki þar með sagt að það hafi sömu signöl/merki/strauma/spennu og servo.

Mjög líklega er þetta 3 pinna tengi fyrir rofa og þá skammhleypir rofi milli pinna allt eftir stöðu rofans og þá er allt eins víst að engin pinnana hafi spennu.
Það getur verið hvað sem er á þessum pinnum.

Að sendir sé stækkanlegur úr 4 rásum í 6 rásir þýðir ekki endilega að það bara sé hægt að bæta við rofum, það getur hugsanlega þurft að skipta út sendihlutanum eða forritinu í stýritölvu fjarstýringarinnar.
Það er oft framleitt sama stýribretti fyrir mörg model af sömu gerð fjarstýringar en forritið haft öðruvísi eða einhverjum íhlut sleppt.

Svo farið varlega í að breyta sendinum ykkar. Verðið að vera 110% viss um hvað þið eruð að gera.
Einnig að smá mistök geta breyt sendinum svo að hann fari að drifta yfir á aðrar rásir án þess að þið verði þess var og þannig getið þið skotið niður flugmódel þess sem er á tíðninni við hliðina.
Ég myndi allaveganna vera mjög smeikur að fljúga með einhverjum sem ég veit að hefur verið að FIKTA í rafeindabúnaðinum á fjarstýringunni sinni.

Ég er menntaður rafeindavirki og rafeindatæknifræðingur plús að ég hef unnið við fagið í 20 ár, svo ég ætti að vita hvað ég er að tala um.

Með kveðju,
Haraldur Sæmundsson
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bæta við rásum í Fjarstýringar

Póstur eftir einarak »

ehee.... ok, þá held ég að ég láti bara þessar fjórar duga í bili, þangað til ég dett inná "orginal" búnaðinn einhversstaðar, ekki það að ég hafi við meira en fjórar að gera ennþá

kv. E
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bæta við rásum í Fjarstýringar

Póstur eftir Agust »

Ég átti lengi, og kanski í drasli ennþá, Robbe-Futaba FC-18 (ef ég man rétt). Í Evrópu er mjög algengt að sendarnir séu svona modul uppbyggðir. Minn sendir var mjög svipaður því sem þú lýstir. Hægt var að kaupa alls konar rofa og breytiviðnám sem stungið var í samband á móðurbrettinu. Þessu var jafnvel lýst í handbókinni, sem ég reyndar þýddi á sínum tíma úr þýsku fyrir Jón Pé í Tómó. Mjög auðvelt.

Hér er FC-16, litli bróðir FC-18 sem nú virðist ekki vera lengur til. Modul einingarnar eru þó eins.
http://at.robbe-online.net/rims_at.stor ... 0dc1460668

Gæti ekki verið til eitthvað svipað fyrir þína stýringu?

Hér er þráður um þessi fjarstýringu:
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=210526
Í pósti #4 er minnst á Harald.
Ekki Harald okkar, heldur Harald hjá Hollein. Þetta er sá sami og ég átti viðskipti við fyrir nokkru.
Sjá Himnaríki-póstverslun (Der Himmlische Höllein):
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=253

Prófaðu að senda honum póst.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bæta við rásum í Fjarstýringar

Póstur eftir einarak »

ég græjaði mig upp í Þýsku gírinn og sprangaði inná heimasíðu multiplex í þýskalandi (með smá hjálp frá google translator) og fann þetta að sjálfsögðu þar :D
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Bæta við rásum í Fjarstýringar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Fannst hvað?... erum að deyja úr forvitni :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bæta við rásum í Fjarstýringar

Póstur eftir einarak »

http://www.multiplex-rc.de/

Expansion set for PiCO-line #75721


Inhalt: 2 Einsteller,2 Schalter (1xE/A,1xE/A/E), 1 Schieber

Mynd

Expansion set for PiCO-line # 75721
* Price:
49.90 € Onto the notepad
* unv. Preisempfehlung inkl. deutscher MwSt.


Þetta er semsagt mixerar og/eða 5-7 rásin, eftir því hvernig það er programað

kv. E
Svara