Síða 1 af 4

Re: Frauðleikar

Póstað: 29. Okt. 2013 15:53:05
eftir Sverrir
Við Gústi tókum forskot á frauðkvöld formannsins og tókum góða rispu á frauðinu. Við Bjarni pöntuðum okkur vængi frá vinum okkar í austri og Bjarni fékk sinn væng um daginn. Minn virðist aftur á móti hafa sest að á skrifstofum Singapore Post og hefur ekki sýnt á sér fararsnið síðustu vikur. Við ákváðum því að nýta okkur kafla úr leikbók Kínverjana og nota vænginn hans Bjarna sem sniðmát.

Hvers konar flugmódel er nú þetta?
Mynd

Já, þú meinar, skurðarbogi mættur á svæðið
Mynd

Við leituðum langt yfir skammt af vír en internetið fræddi mig svo á því að ryðfrír vír væri kjörin í þetta verk. Þar sem ég nota hann til að tryggja elsneytisslöngur þá þurfti ég ekki að leita langt að smá bút. Eins og sést þá svínvirkar hann líka
Mynd

Sniðmátin gerð klár.
Mynd

Blokkinn merkt fyrir skurð.
Mynd

Vinklar notaðir til að halda línum beinum.
Mynd

Voila, nokkur pör komin.
Mynd

En hvað svo? Best að strika þetta út.
Mynd

Áfram heldur þetta!
Mynd

Svona fáum við jafna færslu í gegnum skurðinn.
Mynd

Rótarsniðmátið komið á sinn stað.
Mynd

Svo er bara að byrja að skera.
Mynd

Skeri, skeri, sker.


Voila, eitt stykki klárt í slaginn, hitist og endurtakist eftir þörfum.
Mynd

Mynd

Mynd

Re: Frauðleikar

Póstað: 29. Okt. 2013 16:14:45
eftir Árni H
Eitthvað kannast maður við svona aðfarir :D

Re: Frauðleikar

Póstað: 29. Okt. 2013 18:46:48
eftir Sverrir
Já, það hafa allir gott af smá frauði! :)

Re: Frauðleikar

Póstað: 29. Okt. 2013 22:46:18
eftir Leifur
Þetta er snilld Sverrir hvar fær maður svona vír, ( gítarstrngirnir mínir eru sennilega of stuttir)
Og hvað eru notuð mörg volt.
´( Ég má alveg brenna mig því ég á orðið fasta stofu á Heilsugæslunni)

Re: Frauðleikar

Póstað: 29. Okt. 2013 23:56:19
eftir Sverrir

Re: Frauðleikar

Póstað: 30. Okt. 2013 15:36:14
eftir Haraldur
Annars á ég profile og sniðmát fyrir Zagi vængi.

Re: Frauðleikar

Póstað: 30. Okt. 2013 16:57:10
eftir Sverrir
Gott að vita af því, þessi er aðeins stærri. :)

Re: Frauðleikar

Póstað: 30. Okt. 2013 19:04:12
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Já, það hafa allir gott af smá frauði! :)[/quote]

Á frauði skal flug byggja!

Re: Frauðleikar

Póstað: 1. Nóv. 2013 00:12:28
eftir Sverrir
Pússum létt yfir vængina.
Mynd

Svo er bara að líma þá saman.
Mynd

Svo þarf að klæða þá.
Mynd

Nei, hvur fjá!#$!"# hér hefur einhver meitt sig! :/
Mynd

Eða hvað... er nokkuð Hrekkjavaka í kvöld?
Mynd

Nei, þetta er trélím, aðeins þynnt með vatni og smá matarlit svo við sjáum hvað við erum búnir að bera það á.
Mynd

Svo er pappírinn bleyttur og lagður yfir vænginn, eftir það er penslað yfir með límblöndunni.
Mynd

Einn búinn, einn eftir.
Mynd

Hér sjáum við pappírinn með límblöndu og fyrir límblöndu.
Mynd

Svo er bara að leyfa þessu að þorna.
Mynd

Og byrja á vænguggunum.
Mynd

Re: Frauðleikar

Póstað: 2. Nóv. 2013 18:52:15
eftir Sverrir
Vænguggar sniðnir til.
Mynd

Voila, tveir vængir klárir í næstu umferð, ótrúlegt að finna hvað það er kominn mikill styrkur í þá nú þegar bara með pappanum.
Mynd

Aðeins búinn að verpast en það lagast þegar pappírinn kemur á móti.
Mynd

Geimverublóð... eða alla vega grænn matarlitur.
Mynd

Hmmm, þrælkunnuglegur litur, hvar hef ég séð hann áður... Mynd
Mynd

Nú prófuðum við að skafa mestu bleytuna úr pappanum með gömlum plastkortum, okkar fannst það koma betur út.
Mynd

Svo er bara að þyngja vængina niður og bíða eftir morgundeginum.
Mynd

Morgundagurinn, komin tími á liti. Gulur, rauður, grænn og blár...
Mynd

Mynd

Mynd