Flugstöðin flutt á Hamranes 1990

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Svara
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Flugstöðin flutt á Hamranes 1990

Póstur eftir Böðvar »

Kafli úr sögu flugmódelfélagsins Þyts sem var stofnað 1970.

Sagan á bak við kaupin á flugstöð FMF Þyts út á Hamranesflugvelli.
Á aðalfundi FMF þyts haltinn í félagsheimili Garðaholt út á Álftanesi nálægt Garðakirkju, 1988 var samþykkt að fara út í kaup á sumarbústað til nota sem flugstöð og félagsheimili FMF Þyts út á Hamranesflugvelli.

Samið var við tvo trésmiði um að smíða bústaðinn í Hafnarfirði við Gálgahraun. Verðið var ca. 2.7 miljón.
FMF Þytur fjármagnað kaupin þannig að í fyrsta lagið átti FMF Þytur í sjóði nokkur hundruð þúsund sem greitt var sem útborgun.

Í öðru lagi samþykktu 30 félagsmenn að greiða félgsgjöld fyrir fram til 10 ára með útgáfu skuldabréfs til 10 ára. Hvert skuldabréf að upphæð ca. 30.000 og þurftu félagsmenn að greiða vexti og afborganiraf þeim í 10 ár. Þessi skuldabréf seldi FMF þytur í banka um 900 þúsund og notað til að greiða afborgun af bústaðnum.

Í þriðja lagi var samið við forstjóra ET um að flytja bústaðinn nánast frítt gegn því að forstjórinn fengi æfifélagsskýrteini í FMF Þyt.

Í fjórða lagi var öll vinna við uppsetningu unnin frítt af félagsmönnum FMF Þyts og ber að þakka félagsmönnum fyrir þennan mikla dugnað og kraft.

Í fimmta lagi voru það Flugsýingar FMF þyts. Haldin var fjölsótt og vel heppnuð flugsýning 1990 á 20 ára afmæli Þyts, sem gaf af sér rúmlega 600 þúsund í hreinan hagnað eftir að greiddur hafði verið allur kostnaður af sýningunni. Einnig var haldin önnur flugsýning 1991 sem gaf af sér rúmlega 200 þúsund í hagnað og allt notað til að greiða niður sumarbústaðinn eða rúmlega 800 þúsud.

Í sjötta lagi samdi FMF Þytur við nokkur bæjarfélög að halda sumarnámskeið fyrir skólakrakka 10 til 12 ára á Hamranesflugvelli og í heilan mánuð alla virka daga komu heilu rútufarmarnir af krökkum út á Hamranesflugvöll að læra flugmódelflug.
En til þess að hægt væri að halda þessa flugkennslu þurfti kennara og samdi FMF Þytur við nokkra góðviljaða félagsmenn sem voru tilbúnir að fórna sumarfríinu sínu til að kenna krökkunum módelflug í fjórar vikur frá kl. 10 til 16 alla virka daga og fá greitt lítilræði fyrir. Fyrir þessa kennslu fékk FMF þytur nokkur hundruð þúsund í aðra hönd sem notað var upp í afborganir á sumarbústaðnum.

Í sjöunda lagi var samið við Tómstundahúsið við Laugarveg að gegn því að búðin fengi einkarétt á að hafa auglýsingarskillti út á Hamranesflugvelli í nokkur ár fengi FMF þytur greitt með fjórum kennsluvélum og fjórum fjarstýringum.
Þessi búnaður var síðan notaður við flugkennslunna og síðan allmenna kennslu út á Hamranesi og einnig flugmódelið Halli Hörmung frá Ásgeiri Long notað við kennsluna. Þessi kennsluvéla búnaður var síðan seldur og dugði nákvæmlega til að greiða lokagreiðslu fyrir bústaðinn.

FMF Þytur átti flugstöðina skuldlausa eftir þrjú ár og þurfit ekki að taka lán eða veðsetja bústaðinn.

Í stjórn FMF Þyts 1989 til 1991 voru:
Formaður Ásgeir Long, ritari Axel Sölvason, gjaldkeri Böðvar Guðmundsson.
Meðstjórnendur voru: flugvallarstjóri Skjöldur Sigurðsson, formaður mótanefndar Björgúlfur Þorsteinsson, formaður afmælisnefndar Ingvar Þorðarsson, ritstjór afmælisblaðs Ágúst H. Bjarnason

Unnið að smíðum á flugstöð þyts

Mynd


Kraftur og ódrepandi áhugi félagsmanna Þyts kemur hér fram í þessari stuttmynd.



Unnið við innréttingar
Mynd
Mynd
Haldið upp á nýju flugstöð FMF Þyts á Hamranesflugvelli.
Mynd
Mynd


Ein af mörgum afmælistertum flugmódelfélagsins Þyts.
Mynd

Séð yfir glæsilega aðstöðu flugmódelfélagsins þyts á Hamranesflugvelli.
Mynd
Mynd
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Flugstöðin flutt á Hamranes 1990

Póstur eftir Böðvar »

Fyrst af öllu vil ég þakka fyrir þennan fréttavef flugmódelmanna að geta komið á framfæri því sem býr manni þungt á brjósti, takk takk Sverrir.

Einn af stóru þáttunum að tókst að greiða að fullu flugstöðvarbyggingu FMF Þyts á Hamranesi var flugkennslan. Tekjur voru yfir 400 þúsund. 200 þús. frá Hafnarfjarðarbæ, 100 þús. frá Garðabæ, 100 þús. frá Kópavogi, síðan greiddu bæjarfélögin allan rútubíla kostnað vegna flutinga nemenda frá bæjarfélögunum og út á Hamranesflugvöll á morgnana og til baka seinnipart dags, alla virka daga í fjórar vikur.

Síðan greiddu nemendur smá þáttökugjald sem dugði vel fyrir kostnaði sem var um 30 þúsund fyrir kennslu sem hefur varla dugað fyrir benzínkosnaði kennara út á Hamranesflugvöll alla daga. Það var meiriháttar stress að kenna svona mörgum ungum nemendum að fljúga flugmódeli, FMF Þytur stendur í þakkarskuld við þessa kennara.

Ég sem fyrverandi gjaldkeri á þessum árum framkvæmda og síðar formaður FMF Þyts kem hér með á framfæri mínum innilegusta þakklæti til ykkar félagar sem hafið gefið af ykkur allt þetta af óeigingirni til flugmódelfélagsins Þyts.

Á þessari stuttmynd sést vel hvað þytsfélagar lögðu á sig við kennslu til að geta greitt niður flugstöðvarbygginguna.

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugstöðin flutt á Hamranes 1990

Póstur eftir Sverrir »

Takk sömuleiðis, það er lítið gagn í vef sem engin notar svo án ykkar væri hann hvorki fugl né fiskur! :)

Já, það er um að gera að gleyma ekki sögunni, þessir flugvellir okkar spruttu ekki tilbúnir úr cocopuffs pökkum!
Icelandic Volcano Yeti
Svara