Hamranesflugvöllur 1989

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Svara
Passamynd
Böðvar
Póstar: 482
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Hamranesflugvöllur 1989

Póstur eftir Böðvar »

Á Hamranesflugvelli 1989 eru flugmódel flugmenn óðum að komast upp á lag með að lenda á malbikuðum flugbrautum. Voru áður vanir frelsinu að lenda hvar sem er á grasbrautum.


Kanski kannist þið við einhverja á þessari stuttmynd.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5826
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Hamranesflugvöllur 1989

Póstur eftir maggikri »

Gaman af þessu Böðvar.

Á þessu tímabili voru menn almennt ekki komnir með videocamerur í einkaeign og kostuðu þær formúgu. Ég keypti mína fyrstu árið 1990 sem var var sett á öxlina og tók heilar VHS spólur og hún kostaði um 150.000 kr. þá sem væri sennilega hægt að reikna um 400.000 í dag.

Já mér skilst að þetta hefði tekið þónokkurn tíma að læra á að taka upp og lenda á flugbraut og ég tala nú ekki um á malbiki þar sem engin fyrirstaða var, td eins og munurinn á að stilla hægagang á vélum á grasi og á malbiki.

Þegar ég var að læra þetta árið 1992 þá vildi ég helst taka upp og lenda á flugvelli sem var á stærð við fótboltavöll eða á frosinni Seltjörninni, þar sem plássið var yfirdrifið. Þá sagði Örn heitinn Kærnested mér að ég myndi aldrei læra neitt á því. Á gamla flugvelli FMS (Suðurvelli) voru grasbrautir sem voru eins og flugbrautir í laginu og lærðu menn miklu meira á því að æfa sig á þeim. Umræða um öryggissvæði var ekkert inn í myndinni, bara lenda á braut drengur,enda flugbrautir til þess að taka upp og lenda á þeim.

Smá fimmtudagsblaður ofan í gullmolana hans Böðvars

kv
MK
Svara