Síða 1 af 1

Re: Fjarðarmálunar Kappinn

Póstað: 8. Nóv. 2013 13:11:19
eftir Sverrir
Fjarðarmálun var eitt öflugasta fyrirtæki landsins, á meðal dótturfyrirtækja þeirra voru Fjarðarál, Fjarðarlax, Breiðafjörður og ótal mörg fleiri! Á tímabili voru þeir líka með listflugssveit eins og svo mörg erlend stórfyrirtæki!

En að öllu gamni slepptu þá er flugmódelið sjálft ekki aðal gullmolinn heldur mótorinn sem var í nefinu, Saito 180 fjórgengis. Hann var tilkeyrður eftir kúnstarinnar reglum af manni með hvíta hanska og vindil og er enn þann daginn í dag að skila sínu í nýjum verkefnum.


Re: Fjarðarmálunar Kappinn

Póstað: 8. Nóv. 2013 13:27:22
eftir Böðvar
Gaman að sjá þetta, vá tæpt varð það í aðfluginu hjá Steina nánast hárklipping en flott skot.

Re: Fjarðarmálunar Kappinn

Póstað: 8. Nóv. 2013 15:57:35
eftir Sverrir
Nánast!!! Hefurðu ekki séð hvernig hann er í dag!? ;)

Re: Fjarðarmálunar Kappinn

Póstað: 8. Nóv. 2013 16:33:38
eftir Gauinn
[quote=Sverrir]Nánast!!! Hefurðu ekki séð hvernig hann er í dag!? ;)[/quote]
Ég hélt að hann hefði fæðst svona?