Re: Fréttir af Melgerðismelum
Póstað: 22. Des. 2006 15:23:33
Frétt tekin af svifflug.is:
Efri Djúpársdals virkjun brast í gær með þeim afleiðingum að lónið brast beina leið niður og kom um 100 metrum sunnan við Melbrekku og tók þar í sundur þjóðveginn og æddi áfram yfir suðurenda Melgerðismela og eru töluverð spjöll af þessum völdum nú þegar orðin. Einar og Sigtryggur fóru inn á Mela í dag til að athuga aðstæður og málið er einfalt, það er ekki hægt að keyra inn á Melgerðismela í dag, vegurinn er rofinn beggja vegna við innkeyrsluna. Því urðum við að vaða yfir vatnselginn sem gengur yfir Melgerðismelinn sjálfann til að komast að Hyrnu og skýlinu. Lagt var af stað í logni og 5 gráðu hita en gangan frá Melunum var hræðileg þar sem þá var kominn snjóstormur og við komumst rennblautir í bílinn á endanum. En hér eru myndir sem teknar voru í þessari glæfraför: http://www.svifflug.is/images/Gallery/2006/
innskot frá KIP: Skýlið, hyrna og módelbraut eru óskemmd.
Efri Djúpársdals virkjun brast í gær með þeim afleiðingum að lónið brast beina leið niður og kom um 100 metrum sunnan við Melbrekku og tók þar í sundur þjóðveginn og æddi áfram yfir suðurenda Melgerðismela og eru töluverð spjöll af þessum völdum nú þegar orðin. Einar og Sigtryggur fóru inn á Mela í dag til að athuga aðstæður og málið er einfalt, það er ekki hægt að keyra inn á Melgerðismela í dag, vegurinn er rofinn beggja vegna við innkeyrsluna. Því urðum við að vaða yfir vatnselginn sem gengur yfir Melgerðismelinn sjálfann til að komast að Hyrnu og skýlinu. Lagt var af stað í logni og 5 gráðu hita en gangan frá Melunum var hræðileg þar sem þá var kominn snjóstormur og við komumst rennblautir í bílinn á endanum. En hér eru myndir sem teknar voru í þessari glæfraför: http://www.svifflug.is/images/Gallery/2006/
innskot frá KIP: Skýlið, hyrna og módelbraut eru óskemmd.