Síða 1 af 1

Re: Grænt umhverfisvænt lóðtin

Póstað: 27. Nóv. 2013 08:40:54
eftir Agust
Einhver Evróputilskipun http://en.wikipedia.org/wiki/Restrictio ... _Directive gerir það að verkum að nú er farið að banna eða að minnsta kosti takmarka notkun á 60/40 lóðtini (60% tin, 40% blý) sem bráðnar við um 180°C og í þess stað á að nota hreint (100%) blýlaust tin.

Gallinn er sá að blýlaust tin bráðnar við 250°C og eru lóðningar því erfiðari og meiri hætta á slæmri lóðningu.

Menn ættur því að gæta sín á að kaupa ekki blýlaust tin til að lóða víra, heldur þetta gamla góða "radio solder" eða 60/40 lóðtin, sem einnig er með harpix eða lóðfeiti í kjarnanum. Einnig að varast sýrutin, eða "acid core solder" sem getur skemmt koparvíra.

Re: Grænt umhverfisvænt lóðtin

Póstað: 27. Nóv. 2013 09:54:51
eftir hrafnkell
Er blýlaust ekki bara til að fá RoHS vottun á það sem er verið að smíða? RoHS vottun skiptir svo engu máli nema maður sé að framleiða eitthvað til sölu. Hobbýistar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu og enn löglegt að selja blýtin o.fl. Nema lögunum hafi verið breytt nýlega.

Re: Grænt umhverfisvænt lóðtin

Póstað: 27. Nóv. 2013 11:07:48
eftir Agust
Tilgangurinn er bara að vara menn við að kaupa óvart svona blýlaust tin sem farið er að selja nokkuð víða. Lóðningar eru erfiðari þar sem bræðslumark er hærra en við erum vanir. Gamla góða tinið er langbest á rafmagnsvíra.

Mynd Mynd



Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Solder

Re: Grænt umhverfisvænt lóðtin

Póstað: 27. Nóv. 2013 22:57:28
eftir hrafnkell
Já nokkuð til í því að hafa það í huga þegar maður kaupir tin. Ef maður verslar í t.d. íhlutum þá eru Eyþór og félegar fljótir að koma manni á rétta braut :)

Re: Grænt umhverfisvænt lóðtin

Póstað: 31. Jan. 2016 15:43:05
eftir Agust
Veit einhver ykkar hvar hægt er að fá blýlaust tin t.d. í stöngum til að steypa úr í sandmót?

Ég fékk þessa fyrirspurn í dag. Ég gúglaði en fann aðeins tinstangir blandaðar blýi í hlutföllunum 60/40, 50/50 og 40/60. Sem sagt hreint tin er það sem vantar :)