Þá má kafa eftir JDI Phantom i Jökulsárlóninu[/quote]
Titringurinn sem kom fram er vegna þess að stærri myndavélin er of þung fyrir þyrluna. Hún rétt ber GoProinn. Væntanlega hefur það orsakað missinn líka.
Re: JDI Phantom beit i Jökulsárlónið
Póstað: 12. Des. 2013 16:24:20
eftir Tómas E
Ja.. Svo er líka phantom fjarstýringin ekkert sérstök og þegar myndavélin á þyrlunni er að senda frá sér wifi (sama tíðni augljóslega) svona nálægt móttakaranum fyrir fjarstýringuna þá er ekki hægt að búast við að komast mjög langt
Re: JDI Phantom beit i Jökulsárlónið
Póstað: 12. Des. 2013 16:25:35
eftir Sverrir
Það getur ekki verið Björn það kemur skýrt fram í „fréttinni“ að þeir reyndu að nota iPad til að stýra koptanum!
[quote]Jarvis og félagar notuðust við iPad til að stýra þyrlunni, sem er af gerðinni JDI Phantom, en hann missti samband við hana. Við það missti vélin hæð og lenti í Jökulsárlón. Við þyrluna hafði Jarvis fest Sony myndavél.[/quote]
Re: JDI Phantom beit i Jökulsárlónið
Póstað: 12. Des. 2013 20:12:37
eftir Agust
Ástæðan fyrir þessu óhappi er einföld, og í raun var það fyrirsjáanlegt.
Hvíta fjarstýringin sendir á 2,4 GHz og er viðtækið í þyrlunni á sömu tíðni. Í Sony myndavélinni er WiFi sendir sem einnig er á 2,4 GHz, þ.e. sendirinn fyrir nerkið að iPad tækinu.
Sendirinn í myndavélinni er um 10 sentímetra frá viðtækinu í þyrlunni, en þyrlan var etv. í um 50 metra fjarlægð þegar hún lenti í vatninu, þ.e. um það bil 500 sinnum fjær fjarstýrisendinum en WiFi sendinum í myndavélinni. Það þýðir að merkið frá fjarstýrisendinum er líklega orðið nokkrum þúsund sinnum veikara en merkið frá myndavélinni, þannig að það verður að láta í minni pokann.
Það er því ekki hægt að vera með fjarstýringuna og myndsendinn í þyrlunni á sömu tíðni, enda eru menn vanir að senda myndmerkð í svona þyrlum á t.d. 5,8 GHz ef fjarstýringin er á 2,4 GHz.
Menn hafa reyndar lent í hliðstæðu með nýja GoPro sem er með WiFi.
Ég hef rekist á allnokkrar frásagnir af svipuðum óhöppum þar sem menn eru með videóhlekk frá þyrlunni á 2,4 GHz.