Við tölum líka um svifflugur þannig að orðið vélfluga er rökrétt.
Endingin -ildi vísar í mínum huga til einhvers lítils, hljómar jafnvel eitthvað niðrandi (t.d. óttalegt flygildi).
Endingin -fluga vísar til einhvers sem er lítið og á því vel við.
Í mínum huga er orðið vélfluga betra en orðið flygildi, og líka virðuglegra. Við getum síðan bætt við, ef við á, til skýringa orði; fjarstýrð vélfluga, sjálfstýrð vélfluga, o.s.frv, en það er að jafnaði óþarfi.
Sjálfur á ég litla þyrlu merð 4 hreyflum sem bæði er fjarstýrð og sjálfstýrð og flýgur þá m.a. með hjálp merkja frá 7 gervihnöttum. Multicopter eða quadcopter kallast það á erlendum málum, stundum fjölþyrla á íslensku. Svona tæki er farið að nota við kvikmyndatöku, landmælingar og leit að týndu fólki.
Orðið dróni heyrist stundum, en flestum er meinilla við það orð því það leiðir hugann að fjarstýrðum drápstækjum sem ónefnd þjóð notar í síauknum mæli. Erlendis er þeim sem eiga svona gripi einnig illa við að nota enska orðið drone af þessum sökum.
Ég tek undir með Jóni og legg til að við notum orðið vélfluga sem samnefnara fyrir allar litlar vélknúnar fjarstýrðar flugvélar, bæði þær sem eru með föstum vængjum og fjölþyrlur
Jón bendir á að orðið flygildi hafi verið notað fyrir annars konar gripi en það sem við erum með í huga, og nefnir dæmi og vísar til orðabókar.
Jón Þóroddur er radíóamatör og heimsótti okkur á Hamranesflugvöll s.l. sumar ásamt fleirum radíóamatörum. Hann er rafmagnsverkfræðingur. Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga sem vitnað er til er líklega elsta orðanefndin í landinu stofnuð árið 1941 og hefur haldið vinnufundi nánast vikulega allan þennan tíma og gefið út fjölda orðasafna.
http://www.ismal.hi.is/ny+id.html#_OR%C ... NGA_%28RVF
http://www.vfi.is/media/utgafa/ORVFI_70 ... arp_BJ.pdf
