Flygildi eða vélfluga...?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Agust »

Í Mogganum í dag er stutt ábending frá Jóni Þóroddi Jónssyni um að orðið vélfluga sé betra en flygildi yfir vélknúina gripi eins og fjölþyrlur. Í raun finnst mér það ná yfir allar litlar vélknúnar flugvélar, þar með talið flugmódel með mótor.

Við tölum líka um svifflugur þannig að orðið vélfluga er rökrétt.

Endingin -ildi vísar í mínum huga til einhvers lítils, hljómar jafnvel eitthvað niðrandi (t.d. óttalegt flygildi).

Endingin -fluga vísar til einhvers sem er lítið og á því vel við.

Í mínum huga er orðið vélfluga betra en orðið flygildi, og líka virðuglegra. Við getum síðan bætt við, ef við á, til skýringa orði; fjarstýrð vélfluga, sjálfstýrð vélfluga, o.s.frv, en það er að jafnaði óþarfi.

Sjálfur á ég litla þyrlu merð 4 hreyflum sem bæði er fjarstýrð og sjálfstýrð og flýgur þá m.a. með hjálp merkja frá 7 gervihnöttum. Multicopter eða quadcopter kallast það á erlendum málum, stundum fjölþyrla á íslensku. Svona tæki er farið að nota við kvikmyndatöku, landmælingar og leit að týndu fólki.

Orðið dróni heyrist stundum, en flestum er meinilla við það orð því það leiðir hugann að fjarstýrðum drápstækjum sem ónefnd þjóð notar í síauknum mæli. Erlendis er þeim sem eiga svona gripi einnig illa við að nota enska orðið drone af þessum sökum.

Ég tek undir með Jóni og legg til að við notum orðið vélfluga sem samnefnara fyrir allar litlar vélknúnar fjarstýrðar flugvélar, bæði þær sem eru með föstum vængjum og fjölþyrlur


Jón bendir á að orðið flygildi hafi verið notað fyrir annars konar gripi en það sem við erum með í huga, og nefnir dæmi og vísar til orðabókar.

Jón Þóroddur er radíóamatör og heimsótti okkur á Hamranesflugvöll s.l. sumar ásamt fleirum radíóamatörum. Hann er rafmagnsverkfræðingur. Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga sem vitnað er til er líklega elsta orðanefndin í landinu stofnuð árið 1941 og hefur haldið vinnufundi nánast vikulega allan þennan tíma og gefið út fjölda orðasafna.

http://www.ismal.hi.is/ny+id.html#_OR%C ... NGA_%28RVF

http://www.vfi.is/media/utgafa/ORVFI_70 ... arp_BJ.pdf


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Allir hafa hér ýmislegt til síns máls.

Við (SAReye gengið) höfum velt þessu með nafngiftirnar heilmikið fyrir okkur eftir að við áttuðum okkur á að "Drone" eða íslenskt afbrigði þess væri ekki lengur heppilegt.
"Flygildi" var nafnið sem eftir talsverðar pælingar og prófanir varð ofan á sem safnheiti um þau tæki sem við erum að fást við.
Nafnorðið "Drone" þýðir upphaflega karlkyns hunangsbýfluga. Notkun þess sem safnheiti yfir mannlaus hernaðarloftför hefur leitt til þess að það er orðið mjög gildishlaðið í neikvæðri merkingu. Það er orðið álíka ófínt eins og þýski hakakrossinn eða orðið "negri". Þess vegna er þvði miður ekki lengur hægt að nota það án þess að það leiði huga viðmælandans að hernaði og ógnum. Íslensk mynd þess "Dróni" fer alveg ljómandi í munni og fellur vel að málinu en eins og áður segir þá er það varla nothæft lengur um annað en hernaðartól.

Verkefnið, sem vann samkeppnina um Gulleggið, hét "SARdrones" en þegar við stofnuðum fyrirtæki til þess að halda verkefninu áfram þá fundum því nýtt og hentugra nafn, meðal annars af þessari ástæðu.

Hjá SAReye notum við sem sagt safnheitið "flygildi" um hvers konar fljúgandi tæki sem nýtast mega til loftmyndatöku við leit og björgun. Ef annað og betra nafn kemur fram þá má alveg skoða það.
Nafnið "Vélfluga" er einhvern vegin ekki meira en spegilmynd af "Flugvél" og segir manni ósköp lítið annað. Ef mönnum finnst það betra þá nær það kannski yfirhöndinni smáma saman?

Verkefnið okkar er reyndar alls ekki bundið við mannlaus loftför. Fisflugvélar hafa nýst vel í nokkrum björgunaraðgerðum hér á landi. Við áætlum að gera tilraunir með að festa myndavélar á fis og bæta með því leitarhæfnina. Það eru nokkur dæmi til nú þegar um loftmyndasönfun í leit að týndum. Til dæmis leitin að Steve Fosset og leitin að Jim Gray. Vandamálin við úrvinnslu úr loftmyndasöfnum urðu meira og minna augljós við þessar tilraunir. Söfnun loftmynda með leitarloftförum getur við heppilegar aðstæður, aukið leitarhæfnina verulega en til þess þurfa að vera til ferli og aðferðir sem gera úrvinnsluna skilvirkari. Þetta er í hnotskurn það sem við erum að vinna að. Það má í þessum tilgangi nota myndir teknar hvort sem er úr ómönnuðum "drónum" af ýmsu tagi, fisflugvélum, stærri flugvélum og jafnvel geimförum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Haraldur »

Verðið þið ekki að beyta sömu tækni og er notuð í röngenmyndgreiningu við greiningu á myndunum? Þ.e. filtera út óæskilegt "suð".
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Agust »

Vélfluga se í mínum huga minna en flugvél. Býfluga - vélfluga. Hvort tveggja lítið :-)


Reyndar þegar ég googlaði flygildi komu fram 2000 tilvísanir. Oft virtist orðið flygildi vera notað sem samnefnari yfir allt sem flýgur, jafnvel fugl.

Langvían og önnur flygildi
http://hljod.blog.is/blog/hljod/categor ... ?offset=30

Gráhegrinn - flygildi
http://www.flickr.com/photos/raggy/2924612324/

Völlur fyrir 50 flygildi:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/ ... _flygildi/

Þróun á flygildum með vængjaslætti:
http://www.ru.is/tvd/fraedin-i-fokus/nr/26064

Flygildi ehf
http://www.vb.is/frettir/77152/

Þróa dróna fyrir leitarstörf:
http://www.visir.is/throa-drona-fyrir-l ... 3131229445

Einkennilegt flygildi
http://siglfirdingur.is/v.asp?page=251&Article_ID=115

Vélarlaust flygildi
http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Innl ... oll-a-eitt
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Haraldur]Verðið þið ekki að beyta sömu tækni og er notuð í röngenmyndgreiningu við greiningu á myndunum? Þ.e. filtera út óæskilegt "suð".[/quote]

Jú, þetta snýst að miklu leyti um forgangsröðun mynda eftir ýmsum skilmerkjum. mjög hreyfðar og óskýrar myndir fara neðar í röðina og myndir með litum eða formum sem skera sig úr fara ofar í röðina. Form sem geta samrýmst því sem leitað er að, t.d. bíl, manneskju, flugvél fara líka framar í rannsóknarröðina.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Agust »

Svo er talað um vélflugu í þessari grein frá 1979:

http://modelflug.net/skjol/fjoldmidlar/ ... 790120.pdf

"Jan 20, 1979 - Flugvélaeign Einars nálgast nú annan tuginn, þar sem eru bæði svifflugur og vélflugur. Þær síðarnefndu hafa vélarorku, allt frá hálfu upp í tvö ..."
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Böðvar »

Fyrst til hamingju feðgar Björn og Hjörtur með nýja fyrirtækið ykkar SAReye.

Fyrir mína parta fynnst mér Dróni besta orðið fellur vel að Íslensku málfari (eins og róni) og lýsa þessu sjálfvirku eða TV fjarstýrðu flýgildum best. Orð eins og vélfluga, sviffluga eða flygildi eru frátekin allmenn lýsingaorð yfir loftför. Þótt herflugvélar séu vopnaðar koma þær ekki óorði á venjulegar flugvélar eins og farþegaflugvélar eð listflugvélar eða sjóflugvélar. Eins getum við talað um Dróna, HerDróna, listflugsDróna, loftmyndaDróna eða leitarDróna.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Agust »

Ef maður notar Google til að finna síður þar sem bæði orðin drone og kill koma fyrir, þá fær maður yfir 60 milljón tilvísanir. Það skýrir hvers vegna orðið drone hefur neikvæða merkingu.

Hér er grein sem nefnist Why the word "drone" is scaring neighbors, creating bad legislation, and blocking an economic boom.
http://www.mentalmunition.com/2013/07/w ... hbors.html
Þarna er mikill fróðleikur um svona apparöt og áhrif þeirra á samfélagið.

Þarna er jafnvel talað um "the five-letter word that begins with a d....". (Er drone dónalegt orð eins og the "four letter word f..." ?).

"...She learned about new applications for unmanned aircraft. She listened to a UAV operator who used his homemade robotic aircraft to assess flood damage in Thailand. The information gathered from the aerial vehicle allowed the government to make decisions that mitigated flooding in the country’s capital.

This was great. But when it came to talk shop, things became awkward when she used a five-letter word that began with the letter “d.”

“The conversation would just stop,” she said. “Just completely stop dead.”

Industry regulars avoid the term, and there’s good reason for it. Commercial media has used the word “drone” to describe the aerial vehicles that rain Hellfire missiles on insurgents and innocents in Iraq, Afghanistan, Pakistan, and Yemen."

Ég hef allnokkuð fylgst með netspjalli manna sem eiga fjölþyrlur þar sem ég á einn lítinn fjarstýrðan og sjálfstýrðan kopta. Þar virðast menn nokkuð samdóma um að forðast skuli að nota orðið drone sem margir tengja við mannlausar drápsvélar sem notaðar eru t.d. í Afganistan og Pakistan.

---

Ein mynd að lokum af einu víðlesnasta tímariti heims.

Á forsíðunni er beinlínis verið að tengja drápstækin ógeðfelldu og litlu vélflugurnar sem notaðar eru við björgunarstörf, loftmyndatöku og kvikmyndagerð saman.

Greinina má lesa hér: http://content.time.com/time/magazine/a ... 32,00.html
Greinin er alls ekki eins neikvæð og hin óheppilega forsíða. Þar stendur neðarlega:
"A word about that word drone: there's a lot of ambivalence about it in the industry because of its negative associations with targeted killing. I've been corrected, and even upbraided, by drone users and manufacturers, military and civilian, for failing to use terms like unmanned aerial vehicle or unmanned aircraft system (UAS) or remotely piloted vehicle. While literally accurate, those terms have a clumsy, euphemistic feel. Hence drones". Þarna á blaðamaðurinn greinilega í sömu vandræðum og við varðandi þjált orð sem kemur í stað drone eða dróna.

Read more: What Happens When Drones Return to America - TIME http://content.time.com/time/magazine/a ... z2ownPnbgM
"


Mynd


Ég held að forsíðumyndin lýsi vel því hvernig margir tengja saklaust dróna flug við hernaðar dróna. Þarna er drápstækið sýnt fljúga yfir heimili, en kannski er litla flygildið bara saklaus lítil vélfluga nágrannans. Orðið dróni eða drone hræðir.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Flygildi eða vélfluga...?

Póstur eftir Böðvar »

Ef orðið dróni "drone" hræðir þarf að fynna nýtt orð á þessa gerð flugfara.

Betra en að nota vélfluga eða flygildi.

T.d "skrapp með vélfluguna út á flugvöll" Getur átt við hvaða vélknúið módel sem er".

Eða "Skrapp með flygildið út á völl" Getur átt við öll flugmódel hvaða gerðar sem er.
Svara