Síða 1 af 2

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 01:08:59
eftir einarak
Þetta þykir kanski ekki merkilegt þar sem þetta er bara arfi, but here it comes...

Mynd
Mynd
Mynd
Vinnuaðstaðan kanski ekki alveg sú besta !
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Er reyndar komin aðeins lengra á veg núna, einhvað af radíogírnum komið um borð og svona smotterí :D


Svo er mótorinn á leiðinni;

Saito FA-56 4-stroke

Mynd

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 01:23:54
eftir Björn G Leifsson
Við notum nú ekki orðið "bara" neitt sérlega oft hérna ;)
Mér sýnist þetta vera þokkalega mikill smíða-arfi.
Minn fyrsti Arfi var frá Great Planes og ég þakka mínum sæla fyrir það því það var virkilega góður leiðarvísir með sem kenndi manni mikið um Arfasmíði.
Great Planes dótið hefur mér nú fundist fínt, það sem ég hef séð og snert á. Mun betra en sumt annað....
Verður flott þessi.

Er þetta notaður Saito sem þú ert að fá?

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 02:38:00
eftir Sverrir
ARFar eru ekkert verri en aðrar módelgerðir, um að gera að hafa þetta sem fjölbreytilegast hérna, það eru jú flestir sem koma inn í sportið með þeim :)

Veit ekki hversu vænt þér þykir um skrifborðið en það gæti borgað sig að verja það áður en þú verður búinn að bæsa það með líminu ;)

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 07:57:09
eftir Þórir T
Af því að ég sá að þú varst að líma stélfletina á, þá rifjaðist upp fyrir mér hvernig Baróninn límdi stélið á stearmanninn.
Notaði lista til að stífa þetta af....

mbk
Tóti

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 10:44:16
eftir einarak
[quote=Þórir T]Af því að ég sá að þú varst að líma stélfletina á, þá rifjaðist upp fyrir mér hvernig Baróninn límdi stélið á stearmanninn.
Notaði lista til að stífa þetta af....

mbk
Tóti[/quote]
Það var óþarfi þarna, það var nánast plug and play, ég þurfti aðeins að "sanda" það í botninn og þá línaði það beint upp og var bara þar, svo notaði ég vinkilreglustiku með afsögðu horni (stolin hugmynd sem ég sá í einhverjum smíðaþræðinum hérna) til að hafa það í 90° báðu megin...

en hvað skrfborðið varðar Sverrir þá er ég svo snirtilegur :D :D :D

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 10:46:20
eftir einarak
já og svo þarf einhver af ykkur expertunum að bjóða sig fram í að trimma brakið þegar að því kemur :D

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 13:31:01
eftir Þórir T
flott vél hjá þér, verður trúlega fín í lofti líka

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 15:26:28
eftir kip
Falleg og flott vél!

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 28. Des. 2006 15:30:31
eftir Sverrir
[quote=einarak]en hvað skrfborðið varðar Sverrir þá er ég svo snirtilegur :D :D :D[/quote]
Bíddu bara, það er ansi útsmogið þetta lím :D

Re: Greatplanes Cessna 182 ARF

Póstað: 18. Jan. 2007 00:55:41
eftir einarak
jæja, búinn að vera dunda aðeins í þessu og stutt eftir:

Mynd
Einsog sést, þá stemma strípurnar á vélinni ekki við cowlið. Það er ekkert við því að gera held ég, ameríkaninn sem straujaði þær á bodýið hefur verið kominn á fjórða bjór. Svoldið pirrandi :|

Svo var ég að örlítið að vafra, og sá svona balancer til að jafvægisstilla flugmodel og langaði í þannig, svo ég fór að smíða:

Mynd

Þess má til gamans geta að velti búnaðurinn er gerður úr gömlum hjólalegum úr Savage 25
Mynd


Og enn var ég að vafra, þá sá ég svona sniðugan "hanska" fyrir ískalt vetrarflug, mig langaði svoldið í þannig.
Svo ég fór að sauma:
Mynd

Hann er gerður úr gamalli XXL flíspeysu og umbúðum utan af coveri fyrir gasgrill :D

Er búinn að græja covlinguna, þ.e. loftintak osf.. þarf að henda inn myndum af því fljótlega