Aðalfundur Þyts var haldinn fyrr í kvöld í Skátaheimilinu í Hafnarfirði. Ekki var mikið um mannabreytingar, Einar Páll fékk áframhaldandi kosningu sem formaður ásamt meðstjórnendunum Einari og Erni. Lúðvík ritari gaf ekki kost á sér áfram en í hans stað var kosinn Bjarni V. Einarsson. Skoðunarmenn reikninga voru svo kosnir þeir Lúðvík Sigurðsson og Einar Erlingsson.
Í tengslum við fjárhagsáætlun félagsins og undir liðnum önnur mál var svo rætt um framkvæmdir á Hamranesi og þá einna helst viðgerðir og viðhaldsmál í kringum brautirnar ásamt því sem rætt var um myndavélahugmyndir.
Aðalfundi Þyts lokið
Re: Aðalfundi Þyts lokið
Icelandic Volcano Yeti
Re: Aðalfundi Þyts lokið
Erindi mitt um viðhald flugbrauta á Hamranesi.
Flutt á aðalfundi Þyts 13.feb 2014.
Tillögur mínar hlutu slæmar viðtökur og voru kolfelldar, en lengst var gengið þegar gefið var í skyn að ég væri á mútum Hlaðbæ/Colas.
"Boltinn" er nú hjá 7 manna stjórn Þyts.
--------------------------------------------------------
Viðhald flugbrauta Þyts á Hamranesi 2014
Undir þessum dagskrárlið ræðum við fjárhagsáætlun Flugmódelfélagsins Þyts fyrir árið 2014. Ég ætla að fara yfir gífurlega mikilvert verkefni sem ekki verður lengur umflúið eigi Hamranesflugvöllur ekki að grotna niður og verða einskis nýtur.
Að margra mati er þetta brýnasta verkefni ársins 2014 viðhald flugbrauta og viðgerðarsvæðis á Hamranesi.
Flugvöllurinn okkar á Hamranesi er nú nánast ónothæfur vegna viðhaldsleysis undanfarinna ára.
Flugbrautirnar eru tómar holur og hólar ásamt lægðum sem vatn safnast í eftir rigningar, sem þorna seint eða ekki.
Við þessar aðstæður er erfitt að hemja módelin í flugtaki eða lendingu, sem vilja rása tilviljunarkennt og jafnvel út af brautinni. Gjaldið er brotnir spaðar skemmd hjólastell og eitthvað þaðan af verra.
Við skulum hafa í huga að þessi flugvöllur var byggður í sjálfboðavinnu af gríðarlegum dugnaði og framsýni af félögum Þyts og var tekinn í notkun 1988, með pomp og pragt með vígslu þáverandi Flugmálaráðherra Matthíasi A. Mathiesen.
Síðan eru 25 ár. Sumir félagar í Þyt nú voru ekki einu sinni fæddir.
Því er ekki nema eðlilegt að brautirnar og viðgerðarsvæðið hafi látið á sjá.
Eftir að þessar fullkomnu flugbrautir komu til varð mikil hugarfarsbreyting og aðsókn að flugvellinum stórjókst. Menn tóku miklum framförum. Áður var hægt á víðáttumiklum graslendum að lenda hvar sem var, í hvaða átt sem var og ekkert reyndi á hæfileika manna til að stjórna flugmódelinu. Nú fóru menn að æfa aðflug að flugvelli og marklenda á enda brautarinnar. Flugu umferðarhring í átt frá viðgerðarsvæðinu og æfðu snertilendingar.
Módelið stjórnaði ekki lengur flugmanninum, flugmaðurinn stjórnaði nú módelinu!
Það var orðið gaman á ný að fljúga og greinilega mátti sjá að færni flugmanna tók gífurlegum framförum. Þetta var mikil breyting.
Nú erum við félagar komnir á þann tímapunkt í dag að ekki verður lengur dregið að koma flugvellinum í nothæft ástand. Margir eru með dýrmæt módel sem ekki er lengur hægt að fljúga eða lenda á flugvellinum án þess að þau verði fyrir skemmdum.
Og, á undanförnum árum hefur iðulega komið upp umræða um þetta ástand en ekkert hefur verið að gert til að bæta úr. Í umræðunum hafa komið fram getgátur um kostnað sem sumir hafa talið vera óviðráðanlegan og skipta tugum milljóna. Umræðan síðan farið út um víðan völl og lognast út af, því enginn gat komið með áreiðanlegar staðfestar tölur.
Ef ætti að gera samskonar flugvöll í dag myndi það kosta nálægt 20 milljónum!
Með félagsheimilinu okkar og svæðinu öllu, myndi svona uppbygging kosta samanlagt yfir 40 milljónir! Það eru hér miklar eignir í húfi.
Því er það að ég hafði samband við Hlaðbæ/Colas malbikunarfyrirtækið hér í Hafnarfirði. Lýsti ástandinu fyrir þeim og spurði hvað væri hægt að gera til viðhalds vallarins.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
1. Með þeim forsendum að hér væri um að ræða tvær 6 sinnum 80metra brautir að viðbættu viðgerðarsvæði, er hér um að ræða samtals um 1000 fermetra malbikun.
2. Meðallag malbiks á brautirnar 3 sentimetrar í heild.
3. Efni: Malbik 80 tonn og til þess notuð öll fullkomnustu tæki fyrirtækisins.
4. Verkið yrði unnið utan háannatíma Hlaðbæjar.
Niðurstaða:
Heildarkostnaður 2,1 milljón og áætluð verklok í apríl næstkomandi.
Félagið hefur lengi átt 2 milljónir króna á bankabók.
Vextirnir af þessum fjármunum á síðastliðnu ári voru um 49 þúsund krónur að frádregnum 20% fjármagnsskatti. Því er augljóst að þetta sparifé Þyts er smátt og smátt að verða verðlaust sem ágætt fóður í verðbólgudrauginn.
Eða hver hér inni myndi ekki vilja taka 2 milljónir króna að láni fyrir 49 þúsund króna greiðslu á ári sirka 2,5%, ÓVERÐTRYGGT!
Sjá má af þessu að Þytur getur kostað þetta verkefni án utanaðkomandi styrkja.
Það þýðir hins vegar ekki að við skulum ekki leita allra ráða til að fá styrki vegna framkvæmdarinnar.
Framkvæmdastjórinn hjá Hlaðbæ/Colas sagði mér að fyrir “HRUN” hefði Hafnarfjarðarbær styrkt svona verkefni íþróttafélagnna allt að 80%.
En eins og allir vita er fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar mjög bágborinn í dag og ábyggilega erfitt að fá stóra styrki. Það er hins vegar ólíklegt að enga krónu sé að hafa.
Að fá styrki í dag þarf mikla og vandaða vinnu við umsóknir. Tímafrekar viðræður við ráðamenn til að fá skilning þeirra ef ná á árangri.
Innan okkar félags væri til dæmis ein leið að leita eftir frjálsum framlögum, t.d. 5,000.- krónum á mann og ef segjum 60 félagar gætu látið þetta af hendi rakna þá myndi það gera þrjú hundruð þúsund krónur í verkefnið.
Kæru félagar. Nú er að duga eða drepast.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ég undirritaður legg fram eftirfarandi tillögu fyrir aðalfund Þyts haldinn 13. febrúar 2014:
Aðalfundur Þyts haldinn 13. febrúar 2014 samþykkir að ráðast í framkvæmdir fyrir allt að 2,1 milljón króna, við endurnýjun flugbrauta og viðgerðarsvæðis á Hamranesi með samningum við Hlaðbæ/ Colas og um ljúka framkvæmdum í april næstkomandi.
Aðalfundurinn skipar sérstakan Verkefnisstjóra til að annast nauðsynlegan undirbúning og samskipti við verktakann og stjórn Þyts.
Skipaður Verkefnisstjóri Þyts samþykkir að vinna þetta stóra verkefni í sjálfboðaliðsvinnu.
Fáist Böðvar Guðmundsson til að taka þetta að sér legg ég til að hann verði samhliða þessari tillögu kosinn og valinn Verkefnisstjóri þessara framkvæmda.
Rafn Thorarensen
Flutt á aðalfundi Þyts 13.feb 2014.
Tillögur mínar hlutu slæmar viðtökur og voru kolfelldar, en lengst var gengið þegar gefið var í skyn að ég væri á mútum Hlaðbæ/Colas.
"Boltinn" er nú hjá 7 manna stjórn Þyts.
--------------------------------------------------------
Viðhald flugbrauta Þyts á Hamranesi 2014
Undir þessum dagskrárlið ræðum við fjárhagsáætlun Flugmódelfélagsins Þyts fyrir árið 2014. Ég ætla að fara yfir gífurlega mikilvert verkefni sem ekki verður lengur umflúið eigi Hamranesflugvöllur ekki að grotna niður og verða einskis nýtur.
Að margra mati er þetta brýnasta verkefni ársins 2014 viðhald flugbrauta og viðgerðarsvæðis á Hamranesi.
Flugvöllurinn okkar á Hamranesi er nú nánast ónothæfur vegna viðhaldsleysis undanfarinna ára.
Flugbrautirnar eru tómar holur og hólar ásamt lægðum sem vatn safnast í eftir rigningar, sem þorna seint eða ekki.
Við þessar aðstæður er erfitt að hemja módelin í flugtaki eða lendingu, sem vilja rása tilviljunarkennt og jafnvel út af brautinni. Gjaldið er brotnir spaðar skemmd hjólastell og eitthvað þaðan af verra.
Við skulum hafa í huga að þessi flugvöllur var byggður í sjálfboðavinnu af gríðarlegum dugnaði og framsýni af félögum Þyts og var tekinn í notkun 1988, með pomp og pragt með vígslu þáverandi Flugmálaráðherra Matthíasi A. Mathiesen.
Síðan eru 25 ár. Sumir félagar í Þyt nú voru ekki einu sinni fæddir.
Því er ekki nema eðlilegt að brautirnar og viðgerðarsvæðið hafi látið á sjá.
Eftir að þessar fullkomnu flugbrautir komu til varð mikil hugarfarsbreyting og aðsókn að flugvellinum stórjókst. Menn tóku miklum framförum. Áður var hægt á víðáttumiklum graslendum að lenda hvar sem var, í hvaða átt sem var og ekkert reyndi á hæfileika manna til að stjórna flugmódelinu. Nú fóru menn að æfa aðflug að flugvelli og marklenda á enda brautarinnar. Flugu umferðarhring í átt frá viðgerðarsvæðinu og æfðu snertilendingar.
Módelið stjórnaði ekki lengur flugmanninum, flugmaðurinn stjórnaði nú módelinu!
Það var orðið gaman á ný að fljúga og greinilega mátti sjá að færni flugmanna tók gífurlegum framförum. Þetta var mikil breyting.
Nú erum við félagar komnir á þann tímapunkt í dag að ekki verður lengur dregið að koma flugvellinum í nothæft ástand. Margir eru með dýrmæt módel sem ekki er lengur hægt að fljúga eða lenda á flugvellinum án þess að þau verði fyrir skemmdum.
Og, á undanförnum árum hefur iðulega komið upp umræða um þetta ástand en ekkert hefur verið að gert til að bæta úr. Í umræðunum hafa komið fram getgátur um kostnað sem sumir hafa talið vera óviðráðanlegan og skipta tugum milljóna. Umræðan síðan farið út um víðan völl og lognast út af, því enginn gat komið með áreiðanlegar staðfestar tölur.
Ef ætti að gera samskonar flugvöll í dag myndi það kosta nálægt 20 milljónum!
Með félagsheimilinu okkar og svæðinu öllu, myndi svona uppbygging kosta samanlagt yfir 40 milljónir! Það eru hér miklar eignir í húfi.
Því er það að ég hafði samband við Hlaðbæ/Colas malbikunarfyrirtækið hér í Hafnarfirði. Lýsti ástandinu fyrir þeim og spurði hvað væri hægt að gera til viðhalds vallarins.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
1. Með þeim forsendum að hér væri um að ræða tvær 6 sinnum 80metra brautir að viðbættu viðgerðarsvæði, er hér um að ræða samtals um 1000 fermetra malbikun.
2. Meðallag malbiks á brautirnar 3 sentimetrar í heild.
3. Efni: Malbik 80 tonn og til þess notuð öll fullkomnustu tæki fyrirtækisins.
4. Verkið yrði unnið utan háannatíma Hlaðbæjar.
Niðurstaða:
Heildarkostnaður 2,1 milljón og áætluð verklok í apríl næstkomandi.
Félagið hefur lengi átt 2 milljónir króna á bankabók.
Vextirnir af þessum fjármunum á síðastliðnu ári voru um 49 þúsund krónur að frádregnum 20% fjármagnsskatti. Því er augljóst að þetta sparifé Þyts er smátt og smátt að verða verðlaust sem ágætt fóður í verðbólgudrauginn.
Eða hver hér inni myndi ekki vilja taka 2 milljónir króna að láni fyrir 49 þúsund króna greiðslu á ári sirka 2,5%, ÓVERÐTRYGGT!
Sjá má af þessu að Þytur getur kostað þetta verkefni án utanaðkomandi styrkja.
Það þýðir hins vegar ekki að við skulum ekki leita allra ráða til að fá styrki vegna framkvæmdarinnar.
Framkvæmdastjórinn hjá Hlaðbæ/Colas sagði mér að fyrir “HRUN” hefði Hafnarfjarðarbær styrkt svona verkefni íþróttafélagnna allt að 80%.
En eins og allir vita er fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar mjög bágborinn í dag og ábyggilega erfitt að fá stóra styrki. Það er hins vegar ólíklegt að enga krónu sé að hafa.
Að fá styrki í dag þarf mikla og vandaða vinnu við umsóknir. Tímafrekar viðræður við ráðamenn til að fá skilning þeirra ef ná á árangri.
Innan okkar félags væri til dæmis ein leið að leita eftir frjálsum framlögum, t.d. 5,000.- krónum á mann og ef segjum 60 félagar gætu látið þetta af hendi rakna þá myndi það gera þrjú hundruð þúsund krónur í verkefnið.
Kæru félagar. Nú er að duga eða drepast.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ég undirritaður legg fram eftirfarandi tillögu fyrir aðalfund Þyts haldinn 13. febrúar 2014:
Aðalfundur Þyts haldinn 13. febrúar 2014 samþykkir að ráðast í framkvæmdir fyrir allt að 2,1 milljón króna, við endurnýjun flugbrauta og viðgerðarsvæðis á Hamranesi með samningum við Hlaðbæ/ Colas og um ljúka framkvæmdum í april næstkomandi.
Aðalfundurinn skipar sérstakan Verkefnisstjóra til að annast nauðsynlegan undirbúning og samskipti við verktakann og stjórn Þyts.
Skipaður Verkefnisstjóri Þyts samþykkir að vinna þetta stóra verkefni í sjálfboðaliðsvinnu.
Fáist Böðvar Guðmundsson til að taka þetta að sér legg ég til að hann verði samhliða þessari tillögu kosinn og valinn Verkefnisstjóri þessara framkvæmda.
Rafn Thorarensen
Re: Aðalfundi Þyts lokið
Fundargerðin í heild sinni
Formaður setur fundinn.
Settur fundarstjóri tilnefndur og samþykktur Sverrir Gunnlaugsson.
Tilnefndur og samþykktur fundarritari Pétur Hjálmarsson.
Formaður segir frá starfi félagssins á starfsárinu - áramótaflugkomu og heimsókn til Flugfélags Íslands (stórskoðun vélar)
Gjaldkeri fer yfir reikninga félagsins fyrir liðið tímabil -rekstrarhagnaður varð kr.322.193-
Almennt félagsgjald 2014 ákvarðað óbreitt kr.14.000-
Skeggrætt um að lagfæringar á brautum flugvallar á Hamranesi sett á fjárhags-áætlun.
Rafn Thorarensen bar upp tillögu þess efnis að ráðast skuli strax í framkvæmd skv óformlegu tilboði Hlaðbæ/Colas að upphæð 2,1milj.
Andmæli bárust og óskað var eftir frekari skoðun að hálfu stjórnar á málinu.
Tillaga Rafns Thorarensen þótti of bindandi við eitt tilboð var felld í atkvæðagreiðslu en stjórnin haldi þó áfram Skoðun á fleiri möguleikum varðandi lagfæringar brauta, almenn ánæja kom fram um óskaðar framkvæmdir um lagfæringar á brautum.
Einar P. Einarsson endurkjörinn formaður.
Ritari kjörinn: Bjarni Valur Einarsson í stað Lúðvíks Sigurðssonar sem ekki gaf kost á sér áfram.
Meðsjórnendurnir Örn Ingólfsson og Einar Ásgeir Kristjánsson voru endurkjörnir.
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir með skriflegum kosningum. Þeir Lúðvík sigurðsson og Einar Erlingsson hlutu kjör.
Fráfarandi skoðunarmenn reikninga voru Rafn Thorarensen og Erlingur Erlingsson.
Nefndir gáfu kost á sér áfram, utan þess sem Rafn Th. sagði sig frá öllum nefndarstörfum.
Tillaga stjórnar um breytingu á grein 3.3 og grein 6.3 í samþykkt félagsins hlaut kjör um breytingu.
Grein 3.3 hljómar nú : Heimilt er að kjósa heiðursfélaga, þá er unnið hafa markverð störf í þágu módelflugs á Íslandi.
Tillögur um heiðursfélaga berist stjórn amk. einum mánuði fyrir aðalfund.
Til kjörs heiðursfélaga þarf samhljóma atkvæði allra stjórnarmanna.
Grein 6.3. hljómar nú: Nýliðar greiði hálft gjald við nýskráningu í félagið,enda
hafi viðkomandi þá ekki áður verið félagi í flugmódelfélaginu Þyt.
Ýmis mál skeggrædd undir liðnum"önnur mál" ss. Vefmyndavélamál veðurstöðvamál malbikið á brautum sala á dráttarvél eða áframhaldandi eign á dráttavél , valtari er í lagi. Rætt um að stjórn leiti eftir styrk til slátturs á svæði.
Fundinn sóttu 24 - atkvæðisbærir voru 22
Þökkum góðan og málefnanlegan fund.
kv. ritari.
****************************************************************************************** -eftirmál-
Það sem gerir flugmódelsportið skemmtilegt og heilbrigt
er gleði og vingjarnlegt viðmót allra sem það stunda.
Kveðja Lúðvík S. ffr.ritari.
Formaður setur fundinn.
Settur fundarstjóri tilnefndur og samþykktur Sverrir Gunnlaugsson.
Tilnefndur og samþykktur fundarritari Pétur Hjálmarsson.
Formaður segir frá starfi félagssins á starfsárinu - áramótaflugkomu og heimsókn til Flugfélags Íslands (stórskoðun vélar)
Gjaldkeri fer yfir reikninga félagsins fyrir liðið tímabil -rekstrarhagnaður varð kr.322.193-
Almennt félagsgjald 2014 ákvarðað óbreitt kr.14.000-
Skeggrætt um að lagfæringar á brautum flugvallar á Hamranesi sett á fjárhags-áætlun.
Rafn Thorarensen bar upp tillögu þess efnis að ráðast skuli strax í framkvæmd skv óformlegu tilboði Hlaðbæ/Colas að upphæð 2,1milj.
Andmæli bárust og óskað var eftir frekari skoðun að hálfu stjórnar á málinu.
Tillaga Rafns Thorarensen þótti of bindandi við eitt tilboð var felld í atkvæðagreiðslu en stjórnin haldi þó áfram Skoðun á fleiri möguleikum varðandi lagfæringar brauta, almenn ánæja kom fram um óskaðar framkvæmdir um lagfæringar á brautum.
Einar P. Einarsson endurkjörinn formaður.
Ritari kjörinn: Bjarni Valur Einarsson í stað Lúðvíks Sigurðssonar sem ekki gaf kost á sér áfram.
Meðsjórnendurnir Örn Ingólfsson og Einar Ásgeir Kristjánsson voru endurkjörnir.
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir með skriflegum kosningum. Þeir Lúðvík sigurðsson og Einar Erlingsson hlutu kjör.
Fráfarandi skoðunarmenn reikninga voru Rafn Thorarensen og Erlingur Erlingsson.
Nefndir gáfu kost á sér áfram, utan þess sem Rafn Th. sagði sig frá öllum nefndarstörfum.
Tillaga stjórnar um breytingu á grein 3.3 og grein 6.3 í samþykkt félagsins hlaut kjör um breytingu.
Grein 3.3 hljómar nú : Heimilt er að kjósa heiðursfélaga, þá er unnið hafa markverð störf í þágu módelflugs á Íslandi.
Tillögur um heiðursfélaga berist stjórn amk. einum mánuði fyrir aðalfund.
Til kjörs heiðursfélaga þarf samhljóma atkvæði allra stjórnarmanna.
Grein 6.3. hljómar nú: Nýliðar greiði hálft gjald við nýskráningu í félagið,enda
hafi viðkomandi þá ekki áður verið félagi í flugmódelfélaginu Þyt.
Ýmis mál skeggrædd undir liðnum"önnur mál" ss. Vefmyndavélamál veðurstöðvamál malbikið á brautum sala á dráttarvél eða áframhaldandi eign á dráttavél , valtari er í lagi. Rætt um að stjórn leiti eftir styrk til slátturs á svæði.
Fundinn sóttu 24 - atkvæðisbærir voru 22
Þökkum góðan og málefnanlegan fund.
kv. ritari.
****************************************************************************************** -eftirmál-
Það sem gerir flugmódelsportið skemmtilegt og heilbrigt
er gleði og vingjarnlegt viðmót allra sem það stunda.
Kveðja Lúðvík S. ffr.ritari.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélag Suðurnesja
Re: Aðalfundi Þyts lokið
[quote=RT]Erindi mitt um viðhald flugbrauta á Hamranesi.
Flutt á aðalfundi Þyts 13.feb 2014.
Tillögur mínar hlutu slæmar viðtökur og voru kolfelldar, en lengst var gengið þegar gefið var í skyn að ég væri á mútum Hlaðbæ/Colas.
"Boltinn" er nú hjá 7 manna stjórn Þyts.
--------------------------------------------------------
Rafn Thorarensen[/quote]
Sæll Rafn og velkominn á Fréttavefinn þar sem allir flugmódelmenn landsins koma saman og deila saman áhugamálinu okkar á 21. öld.
Elsku karlinn minn ekki sjá þetta svona svart og í guðana bænum ekki missa svefn yfir þessu!
Ég gat ekki betur séð en að menn væru almennt alveg sammála þér um mikilvægi þess að koma svæðinu okkar í betra stand.
Hafnarfjarðarbær var í mikilli útrás eins og svo margir aðrir hér í samfélaginu undanfarinn ár fyrir hrun og á þeim tíma var ekkert öruggt að við fengjum að vera í friði á Hamranesi.
Hafnarfjarðabær setti sparkvöll við hliðinn á aðstöðunni okkar án þess að hafa nokkuð samráð við okkur.
Sparkvöllurinn er auðvitað á stórhættulegum stað þ.e.a.s. við hliðinn á flugmódelflugvelli þar sem að menn eru að stjórna fjarstýrðum flugmódelum sem geta náð yfir 200 kmh.
Ég hef séð flugmódel 2 sinnum hrapa niður á sparkvöllinn sem auðveldlega hefði getað valdið mjög alverlegu slysi á fólki.
Nokkrum árum seinna eftir sparkvöllinn datt Hafnarfjarðarbæ skyndilega í hug að opna pitt fyrir jarðvegs úrgang fyrir ofan aðstöðuna okkar. Pitturinn varð að stóru fjalli sem gerði flug við Hamrans mjög erfitt í norðan átt.
Ég hef líka séð nokkur stórglæsileg flugmódel enda sinn feril í fjallinu.
Þegar ég var formaður Þyts vorum við í viðræðum við Hafnrfjörð um fluttning á aðstöðinni okkar aðeins innar í hraunið þar sem að byggðin var farin að þrengja að okkur og allar aðstæður orðnar erfiðar (sparkvöllur og fjall).
Við fengum vini okkar frá Hlaðbæ/Coals til að skoða aðstæður hjá okkur og gefa okkur gróft verð í að laga brautirnar okkar, og þá var talað um að nýtt slitlag yfir núverandi brsutir myndi kosta um 2 miljónir.
Á þeim tímapunkti þótti ekki skynsamlegt að fara í neinar stórar framkvæmdir. Hlaðbær/Coals völtuðu samt aðstöðuna okkar að kostnaðarlausu og gáfu í skynn að þeir væru alveg til í að hjálpa okkur og að þeir væri sérstaklega tilbúnir að hjálpa okkur þar sem að þeir eru nánast nágranar okkar.

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3156&p=2
Það væri ljómandi gott að fá Böðvar í samstarf við stjórnina í þessu máli.
P.s.
Það væri nú gaman að sjá þig Rafn taka meiri þátt í félagstarfinu eins og á félagsfundum og á klúbbkvöldum hjá okkur.
Þú missir af svo miklu með því að taka bara þátt í Aðalfundinum einu sinni á ári
Kær kveðja,
Flutt á aðalfundi Þyts 13.feb 2014.
Tillögur mínar hlutu slæmar viðtökur og voru kolfelldar, en lengst var gengið þegar gefið var í skyn að ég væri á mútum Hlaðbæ/Colas.
"Boltinn" er nú hjá 7 manna stjórn Þyts.
--------------------------------------------------------
Rafn Thorarensen[/quote]
Sæll Rafn og velkominn á Fréttavefinn þar sem allir flugmódelmenn landsins koma saman og deila saman áhugamálinu okkar á 21. öld.
Elsku karlinn minn ekki sjá þetta svona svart og í guðana bænum ekki missa svefn yfir þessu!
Ég gat ekki betur séð en að menn væru almennt alveg sammála þér um mikilvægi þess að koma svæðinu okkar í betra stand.
Hafnarfjarðarbær var í mikilli útrás eins og svo margir aðrir hér í samfélaginu undanfarinn ár fyrir hrun og á þeim tíma var ekkert öruggt að við fengjum að vera í friði á Hamranesi.
Hafnarfjarðabær setti sparkvöll við hliðinn á aðstöðunni okkar án þess að hafa nokkuð samráð við okkur.
Sparkvöllurinn er auðvitað á stórhættulegum stað þ.e.a.s. við hliðinn á flugmódelflugvelli þar sem að menn eru að stjórna fjarstýrðum flugmódelum sem geta náð yfir 200 kmh.
Ég hef séð flugmódel 2 sinnum hrapa niður á sparkvöllinn sem auðveldlega hefði getað valdið mjög alverlegu slysi á fólki.
Nokkrum árum seinna eftir sparkvöllinn datt Hafnarfjarðarbæ skyndilega í hug að opna pitt fyrir jarðvegs úrgang fyrir ofan aðstöðuna okkar. Pitturinn varð að stóru fjalli sem gerði flug við Hamrans mjög erfitt í norðan átt.
Ég hef líka séð nokkur stórglæsileg flugmódel enda sinn feril í fjallinu.
Þegar ég var formaður Þyts vorum við í viðræðum við Hafnrfjörð um fluttning á aðstöðinni okkar aðeins innar í hraunið þar sem að byggðin var farin að þrengja að okkur og allar aðstæður orðnar erfiðar (sparkvöllur og fjall).
Við fengum vini okkar frá Hlaðbæ/Coals til að skoða aðstæður hjá okkur og gefa okkur gróft verð í að laga brautirnar okkar, og þá var talað um að nýtt slitlag yfir núverandi brsutir myndi kosta um 2 miljónir.
Á þeim tímapunkti þótti ekki skynsamlegt að fara í neinar stórar framkvæmdir. Hlaðbær/Coals völtuðu samt aðstöðuna okkar að kostnaðarlausu og gáfu í skynn að þeir væru alveg til í að hjálpa okkur og að þeir væri sérstaklega tilbúnir að hjálpa okkur þar sem að þeir eru nánast nágranar okkar.

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3156&p=2
Það væri ljómandi gott að fá Böðvar í samstarf við stjórnina í þessu máli.
P.s.
Það væri nú gaman að sjá þig Rafn taka meiri þátt í félagstarfinu eins og á félagsfundum og á klúbbkvöldum hjá okkur.
Þú missir af svo miklu með því að taka bara þátt í Aðalfundinum einu sinni á ári

Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.
I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.