Simulator

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Simulator

Póstur eftir Gaui K »

Sælir.

Ég er með G2 hermin í gömlu tölvunni sem er nú orðin þreytt En það væri gaman að geta prófað þetta í nýju tölvunni sem er þónokkuð góð leikjagræja ! En vandamálið er nú aðalega það að ég er búin að glata disknum af herminum svo að ?
veit einhver hvað er til ráða ?
Hefur einhver til sölu notaðan hermi helst aerofly? finnst hann eiginlega vera koma betur út þe. flugið verður líkara raunveruleikanum.

KV,Gaui K.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Simulator

Póstur eftir Haraldur »

Prófaðu að afritar möppuna sem inniheldur leikinn af gömlu tölvunni yfir á þá nýju? T.d. í gegnum shared folder á gömlu tölvunni. Bara að hafa tölvurnar nettengar inn á sama heimanet. Og athugar hvort að það keyri ekki.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Simulator

Póstur eftir einarak »

[quote=Haraldur]Prófaðu að afritar möppuna sem inniheldur leikinn af gömlu tölvunni yfir á þá nýju? T.d. í gegnum shared folder á gömlu tölvunni. Bara að hafa tölvurnar nettengar inn á sama heimanet. Og athugar hvort að það keyri ekki.[/quote]
mjög hæpið að það virki vegna þess að þegar forritið setur sig upp kemur það fyrir allskonar system skrám út um allt. og jafnvel einverjum línum í register fæla sem tilheyra stýrikerfinu...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Simulator

Póstur eftir Sverrir »

Ertu líka búinn að týna raðnúmerinu?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Simulator

Póstur eftir Gaui K »

eehemm........ Tek fram að ég var búin að leita í marga daga og búin að gefast upp.(var reyndar viss um að Steinar Hafi týnt honum):D=D

Þetta er nú akkúrat ég. aðeins ca.tveim tímum eftir að ég póstaði þessu þá fann ég diskinn fyrir algjöra tilviljun!
En sem sagt þá er ég kominn með þetta inn í nýju tölvuna og virkar bara flott.

kv,Gaui K
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Simulator

Póstur eftir Steinar »

Ef eitthvað týnist þá er bara mér kennt um.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Simulator

Póstur eftir Haraldur »

[quote=einarak][quote=Haraldur]Prófaðu að afritar möppuna sem inniheldur leikinn af gömlu tölvunni yfir á þá nýju? T.d. í gegnum shared folder á gömlu tölvunni. Bara að hafa tölvurnar nettengar inn á sama heimanet. Og athugar hvort að það keyri ekki.[/quote]
mjög hæpið að það virki vegna þess að þegar forritið setur sig upp kemur það fyrir allskonar system skrám út um allt. og jafnvel einverjum línum í register fæla sem tilheyra stýrikerfinu...[/quote]
Það er ekki algild að forrit séu að planta afleggjurum um alla vél.
T.d. er hægt að afrita AeroflyPro Deluxe og virkar bara fínt. Jafnvel allar viðbætur, stillingar og uppfærslur koma með.

Það er um að gera að prófa, nú ef það virkar ekki þá virkar það bara ekki og það nær þá ekki lengra.
En oft er hægt að pikka upp hvaða .dll forritið er að biðja um og síðan manuelt að finna þá og afrita.
Varðandi registry: ef forritin eru ekki að registera .dll eða aðra keyrsluskrár þá er yfirleitt um að ræða config parametra sem forritin "yfirleitt" búa til aftur ef þau vanta.

Einföld leikforrit eins G3 er oftast hægt að afrita á þennan hátt. Ég er t.d. með fullt að leikjum á minni tölvu sem ég hef bara afritað á milli tölva þegar ég hef verið að uppfæra og þeir keyra allir fínt. Margir þeirra hafa config forrit (ekki install) sem þarf stundum að keyra aftur t.d. Doom, Quake til að stilla grafískakortið og þessháttar.

Annars Gaui, þá á ég install diska fyrir G3 ef þú vilt.
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Simulator

Póstur eftir Gaui K »

Sæll Haraldur !
Já það væri kanski bara spennandi að fá eitt eintak af G3. En ef þú hefur undir höndum aerofly þá væri ég spentari fyrir honum :))

kv,Gaui
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Simulator

Póstur eftir einarak »

[quote=Gaui K]Sæll Haraldur !
Já það væri kanski bara spennandi að fá eitt eintak af G3. En ef þú hefur undir höndum aerofly þá væri ég spentari fyrir honum :))

kv,Gaui[/quote]
Ég stór efast líka um að þú getir notað usb gaurinn sem er ætlaður G2 fyrir Aerofly, jafnvel ekki einusinni fyrir G3. Ég gat ekki einusinni notað usb gaurinn minn frá Easyfly2 fyrir aerofly, og eru það samt Faðir og Sonur... þ.e. frá sama framleiðanda og keyra á sömu grafíkvél og flughermisvél... :(

kv. E
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Simulator

Póstur eftir Haraldur »

Tja þetta eintak af G3 sem ég er með er sérstakt. Það leyfir ýmislegt.
Svara