Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir Sverrir »

Í staðinn fyrir að vera sófakartafla þá skundaði Örn út á völl eftir kvöldmat með það fyrir augum að grípa gæsina milli skúra og skella sér í loftið. Þetta er ekki gert fyrir hvaða vél sem er heldur var kappinn svona spenntur fyrir því að prófa DA60 mótorinn sem var settur í Yak-inn þegar hann fór í C skoðun í vetur. Aflsmunurinn leyndi sér ekki og verður gaman að sjá Örn leika sér á henni í sumar! :cool:

Maggi tók svo fyrsta glóðarflug ársins, bæði sitt og vallarins, á gamla góða Aircore. Ég var nú eiginlega að vona að við næðum glóðarlausu ári! :P

Hvað gleður Gunna?
Mynd

Maggi að veiða truflanir?
Mynd

Nei, bara á rúntinum með Aircore.
Mynd

Yak mætti út á völl eftir mótorskipti og C skoðun.
Mynd

Spenningurinn leynir sér ekki!
Mynd

Og upp fór hún!
Mynd

Heitasta flug ársins, öfug hallastýri og allur pakkinn!


Aðeins rólegra flug. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir einarak »

Hvílík snilld, maður er bara orðlaus. Þarna var landsliðið að skila sínu. Aftur til lukku Örn, það verður gaman að sjá hana með þessum kjarnakljúf
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir Sverrir »

[quote=einarak]Þarna var landsliðið að skila sínu.[/quote]
Já, sumir fengu að vinna fyrir kaupinu sínu! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir maggikri »

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Passamynd
Örn Ingólfsson
Póstar: 274
Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir Örn Ingólfsson »

[quote=Sverrir][quote=einarak]Þarna var landsliðið að skila sínu.[/quote]
Já, sumir fengu að vinna fyrir kaupinu sínu! ;)[/quote]

Haha já "sumir" fengu að lenda Yak með 3D hreyfingar dauðans, mótor sem gekk eins og tussa og öfug hallastýri...

"Sumir" voru svo sannarlega þyngdar sinnar virði í gulli.

Takk Sverrir takk.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote]...öfug hallastýri...[/quote]

Komst Sverrir nokkuð í stýringuna? :rolleyes:

:lol: Neh, í alvöru? Það er risavaxið afrek að get tekið á loft, flogið OG lent á hjólunum með öfug hallastýri. Tek ofan fyrir þeim sem það geta.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Örn Ingólfsson
Póstar: 274
Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir Örn Ingólfsson »

hehe ég er í raun að þakka Sverri fyrir að hafa lent fyrir mig eftir að ég var búin að hringsóla í nokkra stund með öfug hallastýrir.

Hann Sverrir hafði ekkert með þetta reverse að gera enda var ég að fikkta í þessu öllusaman kvöldið áður.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Góð regla að temja sér: Hvert einasta flugtak byrjar á því að gá hvort stýrin hreyfast og hvort þau hreyfast í rétta átt. Líka þó það sé fimmta flugtak dagsins. Gera það að "Kæk".
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Örn Ingólfsson]Takk Sverrir takk.[/quote]
Sjálfsagt mál kallinn minn, þó það hafi alls ekki verið sjálfgefið að koma henni heilli niður. Ótrúlega vont að þurfa að berjast á móti vöðvaminninu og vandist það ekki á þessum stutta tíma, sem var þó furðu lengi að líða í minningunni. Keyptirðu ekki örugglega lottómiða!? ;)

[quote=Björn G Leifsson]Góð regla að temja sér: Hvert einasta flugtak byrjar á því að gá hvort stýrin hreyfast og hvort þau hreyfast í rétta átt. Líka þó það sé fimmta flugtak dagsins. Gera það að "Kæk".[/quote]
Það má bara alls ekki verða þannig "kækur" að menn sjái bara stýrin hreyfast eins og Björn segir, þau verða að hreyfast rétt!!! Síðast í fyrra fór einn reynslubolti þannig í loftið svo menn verða að vera á tánum, alltaf!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Örn Ingólfsson
Póstar: 274
Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29

Re: Arnarvöllur - 24.apríl 2014

Póstur eftir Örn Ingólfsson »

Keypti reyndar ekki lottómiða, ég lýt á lottó sem auka skatt á fátækafólkið.

Varðandi prefligth, þá geri ég það fyrir hvert flug en ekki bara eftir samsettnigu, en það virðist eitthvað hafa klikkað í þetta skiptið...
Svara