Ég lenti í því nú í dag að ég þurfti að pússa part af Pitts Special, en kubbarnir sem ég var með komust ekki þangað sem þeir þurftu að fara. Ég gat heldur ekki pússað með fingrunum, því jafnvel þeir (eins nettir og puttarnir á mér eru) komust heldur ekki að. Þá datt mér þetta í hug.
Ég fékk mér sandpappír, kíttisspaða og teppalímband:
Ég setti smá búta af teppalímbandi á kíttisspaðann. Það þarf ekki mikið, rétt nóg til að halda pappírnum
Sandpappírinn, sem er tvöfalt lengri en blaðið á spaðanum er síðan límdur á:
Svo er hægt að pússa þar sem enginn annar kubbur (eða nettir fingur) komast að:
Vonandi gagnast þetta einhverjum.
Pússi"kubbur"
Re: Pússi"kubbur"
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði