Síða 1 af 1

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 30. Maí. 2014 17:11:18
eftir Agust
Á DLE-20 mótornum mínum brotnaði svarta plast slöngutengið sem sést á myndinni.

Litlir blöndungar eru í alls konar vélum, keðjusögum ofl. Veit einhver hvar maður gæti etv. fengið svona varahlut hér á landi?


Ef ekki hér á landi, þá etv. erlendis?



Mynd

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 30. Maí. 2014 17:16:38
eftir Þórir T
Kannaðu hjá MHG ehf Akralind 4 Kóp, þeir hafa verið með talsvert af varahlutum í smámótora...

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 30. Maí. 2014 17:55:06
eftir Agust
Takk fyrir ábendinguna Þórir.

Fann þetta: www.MHG.is

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 30. Maí. 2014 20:21:33
eftir Agust
Með því að grípa fast um plastnippilinn og toga fastar en ég eiginlega þorði, tókst mér að draga hann upp. Í ljós kom að inni í plastinu var messingbútur sem þrýst var niður í op á blöndumgnum. Þetta málmstykki kom sem sagt upp með plastnipplinum.

Þvermálið á því sem gekk niður í blöndunginn mældist 4mm. Svo vildi til að ég átti 4mm messingrör sem virðist passa "press fit" í opið. Líklega nægir að saga um 15mm búta af því og nota í stað nippilsins.

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 30. Maí. 2014 20:23:45
eftir Þórir T
Gott þetta er að leysast, en ég vann við sláttuorfa og keðjusaga viðgerðir eitt sumar fyrir löngu síðan, og mig minnir að þetta sé eins í þessum mótorum.

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 30. Maí. 2014 22:20:00
eftir zolo
Sæll.
Þú færð allt í DLE mótora hjá Towerhobbies. Hér er linkur á DLE20.

http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... EG0020&P=X

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 3. Jún. 2014 17:24:16
eftir bf109g6
það gæti verið að ég eigi svona blöndun handa þér skal kanna það í kvöld

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 3. Jún. 2014 20:59:53
eftir Agust
Þakka ykkur fyrir, en ég ætla að prófa mína útfærslu. Ég notaði 4mm rör sem ég átti og sem passaði í gatið í blöndungnum. Beygði það í vinkil. Það er komið á sinn stað og mótorinn í vélina.

Re: Hvar fæ ég varahlut í bensín blöndung?

Póstað: 3. Jún. 2014 21:16:35
eftir bf109g6
En ef það klikkar þá veistu af þessu :) Mynd